Með upphandleggi á stærð við gulrót Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2014 06:00 Nýr sigurvegari var krýndur í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaseríu heims í vikunni. Allir keppendur eiga við offituvandamál að stríða í byrjun seríunnar og er sigurvegarinn sá sem nær að losa sig við hæstu prósentu líkamsþyngdar sinnar. Í þetta sinn stóð 24 ára kona uppi sem sigurvegari. Í úrslitaþættinum var hún rúm 47 kíló. Þegar í ljós kom að þessi indæla stúlka hrósaði sigri stóðu allir í salnum upp og klöppuðu. Þegar myndavélin skannaði áhorfendur sást aðdáunarglampi í augum margra kvenna og karla. Svo var myndavélinni beint að einkaþjálfurunum sem leiðbeina keppendum. Viðbrögð þeirra voru langt frá því að lýsa aðdáun. Þarna stóð sigurvegarinn. Í sömu fatastærð og grunnskólabarn. Útúr víraður og kinnfiskasoginn og minnti helst á amfetamínsjúkling. Með upphandleggi á stærð við meðalstóra gulrót. En hún vann. Hún vann fjórðung úr milljón dollara. Tæpar þrjátíu milljónir króna. Hingað til hefur þessi þáttur verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef horft á allar seríurnar sem hafa verið framleiddar vestan hafs síðan árið 2002. Ég elska að sjá fólk finna vonina á ný, sigrast á sjálfu sér og endurheimta líf sitt. Ófá tárin hafa lekið niður mínar kinnar í gegnum árin og tilfinningin sem ég hef alltaf fundið þegar ég horfi á úrslitaþáttinn er gleði. Í ár var annað uppi á teningnum. Í ár brá mér vægast sagt. Ég sá ekkert gleðilegt við þessa vesalings stúlku sem stóð uppi á sviðinu eins og sýningardýr. Búin að leggja heilsu sína að veði fyrir þrjátíu milljónir króna. Í fyrsta sinn var ég ekki #TeamBiggestLoser eins og ég myndi kassmerkja það á Twitter. Ég vona svo innilega að þessi blessaða stúlka átti sig á því að þessi lífsstíll hennar er ekki öfundsverður. Ég vona það heitt að hún eigi góða að í kringum sig sem geta beint henni á rétta, heilbrigðari braut. Ég vona líka að ég eigi aldrei aftur eftir að fyllast vonleysi og depurð þegar ég horfi á minn eftirlætissjónvarpsþátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun
Nýr sigurvegari var krýndur í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaseríu heims í vikunni. Allir keppendur eiga við offituvandamál að stríða í byrjun seríunnar og er sigurvegarinn sá sem nær að losa sig við hæstu prósentu líkamsþyngdar sinnar. Í þetta sinn stóð 24 ára kona uppi sem sigurvegari. Í úrslitaþættinum var hún rúm 47 kíló. Þegar í ljós kom að þessi indæla stúlka hrósaði sigri stóðu allir í salnum upp og klöppuðu. Þegar myndavélin skannaði áhorfendur sást aðdáunarglampi í augum margra kvenna og karla. Svo var myndavélinni beint að einkaþjálfurunum sem leiðbeina keppendum. Viðbrögð þeirra voru langt frá því að lýsa aðdáun. Þarna stóð sigurvegarinn. Í sömu fatastærð og grunnskólabarn. Útúr víraður og kinnfiskasoginn og minnti helst á amfetamínsjúkling. Með upphandleggi á stærð við meðalstóra gulrót. En hún vann. Hún vann fjórðung úr milljón dollara. Tæpar þrjátíu milljónir króna. Hingað til hefur þessi þáttur verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef horft á allar seríurnar sem hafa verið framleiddar vestan hafs síðan árið 2002. Ég elska að sjá fólk finna vonina á ný, sigrast á sjálfu sér og endurheimta líf sitt. Ófá tárin hafa lekið niður mínar kinnar í gegnum árin og tilfinningin sem ég hef alltaf fundið þegar ég horfi á úrslitaþáttinn er gleði. Í ár var annað uppi á teningnum. Í ár brá mér vægast sagt. Ég sá ekkert gleðilegt við þessa vesalings stúlku sem stóð uppi á sviðinu eins og sýningardýr. Búin að leggja heilsu sína að veði fyrir þrjátíu milljónir króna. Í fyrsta sinn var ég ekki #TeamBiggestLoser eins og ég myndi kassmerkja það á Twitter. Ég vona svo innilega að þessi blessaða stúlka átti sig á því að þessi lífsstíll hennar er ekki öfundsverður. Ég vona það heitt að hún eigi góða að í kringum sig sem geta beint henni á rétta, heilbrigðari braut. Ég vona líka að ég eigi aldrei aftur eftir að fyllast vonleysi og depurð þegar ég horfi á minn eftirlætissjónvarpsþátt.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun