Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 09:00 Engin svör fást hjá fangelsinu eða lögregluyfirvöldum í Horsens um af hverju Hjördís var skyndilega sett aftur í gæsluvarðhald. Ekki er vitað til þess að dómsúrskurður liggi fyrir. Nordicphotos/AFP Þegar Hjördís Svan Aðalheiðardóttir mætti á lögreglustöð til að tilkynna sig í gærmorgun, en hún er í farbanni í Horsens og ber að tilkynna sig á hverjum degi, var hún fyrirvaralaust sett í varðhald án útskýringa. Hún fékk að hringja eitt símtal, eins og vaninn er, en samkvæmt heimildum blaðsins veit hvorki Hjördís sjálf né aðstandendur hennar hvers vegna eða hve lengi hún verður höfð í varðhaldi. Enginn hefur heyrt í Hjördísi frá því í gærmorgun. Ekki hefur náðst í lögmenn Hjördísar á Íslandi til að fá útskýringar á handtökunni, sendiherrann í Kaupmannahöfn þekkti ekki til málsins og dönsk lögregluyfirvöld gefa engar upplýsingar, hvorki til blaðsins né aðstandenda. Danskur lögmaður Hjördísar var ekki viðstaddur handtökuna og þekkti ekki til málsins þegar náðist í hann eftir hádegi í gær. Samkvæmt lögum má aðeins halda Hjördísi í 24 klukkustundir í varðhaldi án dómsúrskurðar en eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu krafðist saksóknari fjögurra vikna gæsluvarðhalds þegar Hjördís var leidd fyrir dómara í síðustu viku. Dómari hafnaði kröfunni og dæmdi Hjördísi í farbann. Saksóknari áfrýjaði málinu en ekki er vitað til þess að Landsréttur sé búinn að kveða upp úrskurð, að minnsta kosti hafa Hjördís, danskur lögmaður hennar og aðstandendur ekki verið upplýst um það.Hjördís Svan er nú stödd í Horsens og í farbanni þar en dætur hennar eru staddar hjá móðurfjölskyldu hennar í Reykjavík.Heimildir Fréttablaðsins herma að saksóknari hafi viljað gæsluvarðhald því að á meðan á því stæði yrðu börnin þrjú sótt til Íslands. Faðir barnanna, Kim Laursen, er forsjáraðili þeirra og að sögn lögmanns hans, Láru V. Júlíusdóttur, er ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir að hann komi til Íslands og sæki börnin án dómsúrskurðar. „Það er aftur á móti annað mál hvernig hann myndi nálgast stelpurnar, en hann gæti óskað aðstoðar lögreglu,“ segir Lára. Lára hefur áður sagt við Fréttablaðið að barnaverndarnefnd eigi að nálgast börnin og senda til Danmerkur. Lögmenn Hjördísar mótmæltu þessu í yfirlýsingu þar sem fram kemur að barnaverndaryfirvöld á Íslandi eigi ekki aðkomu að málinu enda sé enginn ágreiningur um að velferð barnanna sé borgið. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir því að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi eftirlit með börnunum og sé í samskiptum við móðurfjölskyldu Hjördísar, þar sem börnin dvelja. Framkvæmdastjóri barnaverndarnefndar gat ekki tjáð sig um einstök mál en sagði að almennt gæti verið í verkahring nefndarinnar að skoða hvort aðstæður væru í lagi þegar börn eru skilin eftir á Íslandi án forsjáraðila. Hjördís Svan Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Þegar Hjördís Svan Aðalheiðardóttir mætti á lögreglustöð til að tilkynna sig í gærmorgun, en hún er í farbanni í Horsens og ber að tilkynna sig á hverjum degi, var hún fyrirvaralaust sett í varðhald án útskýringa. Hún fékk að hringja eitt símtal, eins og vaninn er, en samkvæmt heimildum blaðsins veit hvorki Hjördís sjálf né aðstandendur hennar hvers vegna eða hve lengi hún verður höfð í varðhaldi. Enginn hefur heyrt í Hjördísi frá því í gærmorgun. Ekki hefur náðst í lögmenn Hjördísar á Íslandi til að fá útskýringar á handtökunni, sendiherrann í Kaupmannahöfn þekkti ekki til málsins og dönsk lögregluyfirvöld gefa engar upplýsingar, hvorki til blaðsins né aðstandenda. Danskur lögmaður Hjördísar var ekki viðstaddur handtökuna og þekkti ekki til málsins þegar náðist í hann eftir hádegi í gær. Samkvæmt lögum má aðeins halda Hjördísi í 24 klukkustundir í varðhaldi án dómsúrskurðar en eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu krafðist saksóknari fjögurra vikna gæsluvarðhalds þegar Hjördís var leidd fyrir dómara í síðustu viku. Dómari hafnaði kröfunni og dæmdi Hjördísi í farbann. Saksóknari áfrýjaði málinu en ekki er vitað til þess að Landsréttur sé búinn að kveða upp úrskurð, að minnsta kosti hafa Hjördís, danskur lögmaður hennar og aðstandendur ekki verið upplýst um það.Hjördís Svan er nú stödd í Horsens og í farbanni þar en dætur hennar eru staddar hjá móðurfjölskyldu hennar í Reykjavík.Heimildir Fréttablaðsins herma að saksóknari hafi viljað gæsluvarðhald því að á meðan á því stæði yrðu börnin þrjú sótt til Íslands. Faðir barnanna, Kim Laursen, er forsjáraðili þeirra og að sögn lögmanns hans, Láru V. Júlíusdóttur, er ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir að hann komi til Íslands og sæki börnin án dómsúrskurðar. „Það er aftur á móti annað mál hvernig hann myndi nálgast stelpurnar, en hann gæti óskað aðstoðar lögreglu,“ segir Lára. Lára hefur áður sagt við Fréttablaðið að barnaverndarnefnd eigi að nálgast börnin og senda til Danmerkur. Lögmenn Hjördísar mótmæltu þessu í yfirlýsingu þar sem fram kemur að barnaverndaryfirvöld á Íslandi eigi ekki aðkomu að málinu enda sé enginn ágreiningur um að velferð barnanna sé borgið. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir því að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi eftirlit með börnunum og sé í samskiptum við móðurfjölskyldu Hjördísar, þar sem börnin dvelja. Framkvæmdastjóri barnaverndarnefndar gat ekki tjáð sig um einstök mál en sagði að almennt gæti verið í verkahring nefndarinnar að skoða hvort aðstæður væru í lagi þegar börn eru skilin eftir á Íslandi án forsjáraðila.
Hjördís Svan Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira