Þjóðarsátt um þöggun? Hilmar Hansson skrifar 13. febrúar 2014 00:00 Fyrir skömmu fjölluðu fjölmiðlar um flugslysið sem varð á Akureyri, þann 5. ágúst í fyrra. Samkvæmt gögnum málsins virðast reglur hafa verið brotnar í aðdraganda slyssins. Í desember segir framkvæmdastjóri lækninga og handlækningasviðs á sjúkrahúsinu á Akureyri að samstarfið við Mýflug hafi verið farsælt. Á sama tíma segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands að núgildandi samningur við Mýflug sé ríkissjóði hagstæður. Mér finnst það umhugsunarefni að menn skuli nota þessi orð, farsælt og hagstætt, í kjölfar dauðaslyss. En auðvitað er það órjúfanlegur hluti af því að vera manneskja, að gera mistök. Við gerum öll mistök öðru hverju. Það er sárt að horfast í augu við staðreyndirnar þegar við gerum mistök. Þá er mannlegt að verja sig fyrir sársaukanum með því að fara í afneitun. Síðan er hætta á því að maður haldi áfram að vera í afneitun og lifi bara í blekkingu og lygi.„Meint“ mistök Þegar maður lítur um öxl blasa við ýmis „meint“ mistök. Mig langar að nefna tvö dæmi. Fagmenn hafa reiknað út að Kárahnjúkavirkjun muni aldrei skila arði. Það má því segja að skattgreiðendur verði í farsælu samstarfi við þá virkjun allan hennar líftíma. Í kaupbæti fáum við farsælt samstarf við erlenda álbræðslueigendur. Annað dæmi er Harpan. Það er tónlistarhús sem vissulega vekur athygli. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eiga líka tónlistarhús sem hafa svipað notagildi og taka svipaðan fjölda gesta í sæti. En þeirra hús kostuðu töluvert minna en okkar. Í einhverju tilfelli u.þ.b. þrisvar sinnum minna, ef ég man rétt. Örþjóðin sem býr á kríuskeri í miðju Atlantshafinu byggði sér þrisvar sinnum dýrara tónlistarhús en milljónaþjóð í Skandinavíu. Hversu skynsamlegt er það? Það er næsta víst að íslenskir skattgreiðendur verða í farsælu samstarfi við Hörpuna, lengi lengi lengi. Mann svimar við að hugsa um alla þessa milljarða sem skattgreiðendur virðast borga í einhvers konar hít. Samt nefndi ég bara þessi tvö dæmi. Við þetta mætti t.d. bæta hinu farsæla samstarfi lántakenda við verðtryggða íslenska krónu, svo ekki sé minnst á hið farsæla samstarf landans við nokkra útrásarvíkinga hér um árið. Undanfarið hefur verið töluverð umræða í þjóðfélaginu um nokkur umdeild mál, t.d. lekamálið úr innanríkisráðuneytinu og MP-banka málið og Al-Thani-málið. Orð eins og óheiðarleiki, yfirhylming, lygi, fúsk og þöggun heyrast oft nefnd. Sýnist sitt hverjum. Er einhver að reyna að þagga niður eitthvað? Ég ætla ekki nánar út í það að sinni. Ég byrjaði þennan pistil á því að nefna Mýflugsmálið og ég ætla að enda á því að nefna eitt SÁÁ-mál. Veit almenningur sannleikann um SÁÁ? Getur verið að þau samtök sólundi almannafé í skjóli þöggunar? Þeim sem vilja kynna sér það nánar vil ég benda á litla bók sem ég gaf út núna fyrir jólin og heitir: „Lítið spjallkver um brennivín og fleira“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lekamálið Mest lesið Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu fjölluðu fjölmiðlar um flugslysið sem varð á Akureyri, þann 5. ágúst í fyrra. Samkvæmt gögnum málsins virðast reglur hafa verið brotnar í aðdraganda slyssins. Í desember segir framkvæmdastjóri lækninga og handlækningasviðs á sjúkrahúsinu á Akureyri að samstarfið við Mýflug hafi verið farsælt. Á sama tíma segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands að núgildandi samningur við Mýflug sé ríkissjóði hagstæður. Mér finnst það umhugsunarefni að menn skuli nota þessi orð, farsælt og hagstætt, í kjölfar dauðaslyss. En auðvitað er það órjúfanlegur hluti af því að vera manneskja, að gera mistök. Við gerum öll mistök öðru hverju. Það er sárt að horfast í augu við staðreyndirnar þegar við gerum mistök. Þá er mannlegt að verja sig fyrir sársaukanum með því að fara í afneitun. Síðan er hætta á því að maður haldi áfram að vera í afneitun og lifi bara í blekkingu og lygi.„Meint“ mistök Þegar maður lítur um öxl blasa við ýmis „meint“ mistök. Mig langar að nefna tvö dæmi. Fagmenn hafa reiknað út að Kárahnjúkavirkjun muni aldrei skila arði. Það má því segja að skattgreiðendur verði í farsælu samstarfi við þá virkjun allan hennar líftíma. Í kaupbæti fáum við farsælt samstarf við erlenda álbræðslueigendur. Annað dæmi er Harpan. Það er tónlistarhús sem vissulega vekur athygli. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eiga líka tónlistarhús sem hafa svipað notagildi og taka svipaðan fjölda gesta í sæti. En þeirra hús kostuðu töluvert minna en okkar. Í einhverju tilfelli u.þ.b. þrisvar sinnum minna, ef ég man rétt. Örþjóðin sem býr á kríuskeri í miðju Atlantshafinu byggði sér þrisvar sinnum dýrara tónlistarhús en milljónaþjóð í Skandinavíu. Hversu skynsamlegt er það? Það er næsta víst að íslenskir skattgreiðendur verða í farsælu samstarfi við Hörpuna, lengi lengi lengi. Mann svimar við að hugsa um alla þessa milljarða sem skattgreiðendur virðast borga í einhvers konar hít. Samt nefndi ég bara þessi tvö dæmi. Við þetta mætti t.d. bæta hinu farsæla samstarfi lántakenda við verðtryggða íslenska krónu, svo ekki sé minnst á hið farsæla samstarf landans við nokkra útrásarvíkinga hér um árið. Undanfarið hefur verið töluverð umræða í þjóðfélaginu um nokkur umdeild mál, t.d. lekamálið úr innanríkisráðuneytinu og MP-banka málið og Al-Thani-málið. Orð eins og óheiðarleiki, yfirhylming, lygi, fúsk og þöggun heyrast oft nefnd. Sýnist sitt hverjum. Er einhver að reyna að þagga niður eitthvað? Ég ætla ekki nánar út í það að sinni. Ég byrjaði þennan pistil á því að nefna Mýflugsmálið og ég ætla að enda á því að nefna eitt SÁÁ-mál. Veit almenningur sannleikann um SÁÁ? Getur verið að þau samtök sólundi almannafé í skjóli þöggunar? Þeim sem vilja kynna sér það nánar vil ég benda á litla bók sem ég gaf út núna fyrir jólin og heitir: „Lítið spjallkver um brennivín og fleira“.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun