Enga fordóma Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. febrúar 2014 11:01 Ég er nógu gamall til að muna eftir því þegar norska hljómsveitin Bobbysocks! fór með sigur af hólmi í Eurovision-keppninni 1985. Það var ári áður en Íslendingar sendu sitt fyrsta lag í keppnina, sjálfan Gleðibankann, sem mér finnst ennþá óskiljanlegt að hafi ekki unnið. Ég man enn eftir vonbrigðakokteilnum sem helltist yfir mig þegar sigurvegarinn, hin 13 ára Sandra Kim, flutti hið andstyggilega sigurlag J‘aime la vie aftur á meðan ICY-flokkurinn þurfti að gera sér 16. sætið að góðu. Ég var sex ára og ég hef hatað Belgíu síðan. Síðan eru liðin 28 ár og enn hafa Íslendingar ekki náð að sigra í þessari asnalegu keppni. Já, ég segi asnalegu keppni, því að í hvers konar keppni kemst lag eins og Draumur um Nínu ekki einu sinni í eitt af tíu efstu sætunum? Hvaða samansafn vitfirringa gefur Það sem enginn sér ekkert stig? Ekki eitt einasta! Og minnumst ekki ógrátandi á Is It True?-skandalinn. Sigurinn var Jóhönnu, en samt fór hún tómhent heim. Alexander Rybak (eða Kölski eins og ég kýs að kalla hann) er ekki einu sinni norskur. Hann er sálarlaus Sovétmaður (eins og Ivan Drago) og hann var ekki einu sinni að spila á fiðluna sem vann hug og hjörtu Evrópu. Óverðskuldaður sigur ef þið spyrjið mig. Og núna ætlum við enn eina ferðina að senda lag í keppnina sem er alltof gott fyrir hana. Hinir litríku Pollar munu rétt slefa inn á úrslitakvöldið og verða síðan niðurlægðir af B-klassa döbbsteppi frá Austur-Evrópu. Já, mafían á Balkanskaganum sér um sína. Og skiptir þá engu þó boðskapur Íslendinga sé fallegur og eigi erindi við alla álfuna. Við ættum kannski sjens ef það væru ekki samantekin ráð hinna Norðurlandanna að halda okkur frá toppbaráttunni. Illgirni „frændsystkina“ okkar í Skandinavíu er takmarkalaus. Þar eru sjálfir gestgjafarnir, Danir, fremstir í flokki. Þetta fullyrði ég algjörlega án fordóma. Frændi minn býr í Danmörku og ég veit alveg hvernig fólk þetta er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ég er nógu gamall til að muna eftir því þegar norska hljómsveitin Bobbysocks! fór með sigur af hólmi í Eurovision-keppninni 1985. Það var ári áður en Íslendingar sendu sitt fyrsta lag í keppnina, sjálfan Gleðibankann, sem mér finnst ennþá óskiljanlegt að hafi ekki unnið. Ég man enn eftir vonbrigðakokteilnum sem helltist yfir mig þegar sigurvegarinn, hin 13 ára Sandra Kim, flutti hið andstyggilega sigurlag J‘aime la vie aftur á meðan ICY-flokkurinn þurfti að gera sér 16. sætið að góðu. Ég var sex ára og ég hef hatað Belgíu síðan. Síðan eru liðin 28 ár og enn hafa Íslendingar ekki náð að sigra í þessari asnalegu keppni. Já, ég segi asnalegu keppni, því að í hvers konar keppni kemst lag eins og Draumur um Nínu ekki einu sinni í eitt af tíu efstu sætunum? Hvaða samansafn vitfirringa gefur Það sem enginn sér ekkert stig? Ekki eitt einasta! Og minnumst ekki ógrátandi á Is It True?-skandalinn. Sigurinn var Jóhönnu, en samt fór hún tómhent heim. Alexander Rybak (eða Kölski eins og ég kýs að kalla hann) er ekki einu sinni norskur. Hann er sálarlaus Sovétmaður (eins og Ivan Drago) og hann var ekki einu sinni að spila á fiðluna sem vann hug og hjörtu Evrópu. Óverðskuldaður sigur ef þið spyrjið mig. Og núna ætlum við enn eina ferðina að senda lag í keppnina sem er alltof gott fyrir hana. Hinir litríku Pollar munu rétt slefa inn á úrslitakvöldið og verða síðan niðurlægðir af B-klassa döbbsteppi frá Austur-Evrópu. Já, mafían á Balkanskaganum sér um sína. Og skiptir þá engu þó boðskapur Íslendinga sé fallegur og eigi erindi við alla álfuna. Við ættum kannski sjens ef það væru ekki samantekin ráð hinna Norðurlandanna að halda okkur frá toppbaráttunni. Illgirni „frændsystkina“ okkar í Skandinavíu er takmarkalaus. Þar eru sjálfir gestgjafarnir, Danir, fremstir í flokki. Þetta fullyrði ég algjörlega án fordóma. Frændi minn býr í Danmörku og ég veit alveg hvernig fólk þetta er.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun