
Misvísandi yfirlýsingar innanríkisráðherra
Ráðherra mæltist m.a. svo í þessu viðtali: „Sums staðar í nágrannalöndum okkar er þetta ekki skilgreint sem trúnaðargögn, það er að segja úrskurðir, vegna þess að almenningur er talinn eiga rétt á að sjá það og viðkomandi talinn eiga rétt á að sjá nákvæmlega röksemdir stjórnvaldsins. Það er eitthvað sem við verðum líka að ræða og var t.d. í frumvarpinu hans Ögmundar á síðasta þingi, að breyta því.“
Þetta eru mjög misvísandi ummæli og kalla á viðbrögð.
Tillögur um sjálfstæða úrskurðarnefnd
Árið 2011 skipaði ég starfshóp, undir formennsku Höllu Gunnarsdóttur, til þess að gera tillögur að breytingum á lögum um aðgengi útlendinga utan EES að Íslandi, þar á meðal er lýtur að málsmeðferð.
Hópnum var meðal annars gert að kynna sér ýtarlega fyrirkomulag í grannríkjum okkar og reynslu annarra þjóða á þessu sviði. Var staðnæmst við verklag Norðmanna og fór starfshópurinn þangað sérstaklega í því skyni að kynna sér lög, reglur og framkvæmd í þessum málaflokki. Einnig fór hluti starfshópsins til Danmerkur til að kynna sér starfsemi sjálfstæðrar úrskurðarnefndar en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafði komið þeim ábendingum á framfæri að þar væri að finna bestu fyrirmyndina.
Gerði starfshópurinn grein fyrir þessu í skýrslu og lagði til við mig, sem innanríkisráðherra, að sett yrði á laggirnar sjálfstæð úrskurðarnefnd. Var það síðan hluti af frumvarpi til nýrra heildarlaga um útlendinga sem ég lagði fyrir á Alþingi.
Friðhelgi í fyrsta sæti
Eitt af þeim atriðum sem einnig var fjallað um í þessari endurskoðunarvinnu var hvort birta ætti ákvarðanir stjórnvalda í málefnum einstaklinga.
Í skýrslu starfshópsins segir m.a.: „Ákvörðun Útlendingastofnunar er nú birt hælisleitanda og talsmanni hans þegar hún liggur fyrir. Sú leið hefur ekki verið farin hér á landi að birta úrskurði Útlendingastofnunar eða ráðuneytis opinberlega. Hefur verið vísað til friðhelgi einkalífs hælisleitenda og að stjórnvöld geti ekki birt persónulegar upplýsingar um einstaklinga. Hælisleitendur séu fáir á Íslandi og því auðvelt að rekja ákvarðanir til einstaklinga.
Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að gæta friðhelgi einkalífs hælisleitenda en telur að í ljósi fjölgunar þeirra undanfarin ár verði að endurskoða reglulega hvort tilefni sé til að breyta framangreindri framkvæmd um að úrskurðir í hælismálum skuli vera óbirtir. Hagsmunir af því að birta úrskurði eru ótvíræðir enda geta úrskurðir haft fordæmisgildi.
Þar sem úrskurðir eru ekki birtir opinberlega leggur nefndin áherslu á að Útlendingastofnun og innanríkisráðuneytið birti reglulega verklagsreglur eða þau viðmið sem farið er eftir. Reglurnar skulu uppfærðar ef stefnumótandi ákvarðanir eru teknar í úrskurðum. Slíkt yrði til mikilla bóta fyrir hælisleitendur, talsmenn þeirra og aðra sem koma að málaflokknum.“
Orðalag frumvarps
Eftir nánari skoðun á þessu var í frumvarpinu ákveðið leggja til að hinni nýju kærunefnd yrði gert að birta úrskurði sína opinberlega. Hins vegar er skýrt kveðið á um að þeir njóti ýtrustu persónuverndar.
Í 6. grein frumvarpsins segir: „Úrskurðirnir skulu birtir án nafna, kennitalna eða annarra persónugreinanlegra auðkenna aðila að viðkomandi málum.“
Í greinargerð segir: „Einnig er lagt fyrir nefndina að birta úrskurði sína, eða úrdrætti úr þeim, sem fela í sér efnislega niðurstöðu. Þeir skulu birtir án nafna, kennitalna og annarra persónugreinanlegra auðkenna aðila að viðkomandi málum. Þá ber einnig að líta til sjónarmiða er varða persónuvernd einstaklinga en úrskurðir í málaflokknum varða að jafnaði viðkvæmar persónuaðstæður og ber að taka tillit til þess við birtingu.
Með þessu er leitast við að koma til móts við sjónarmið sem komu fram við vinnslu skýrslu nefndarinnar frá lögmönnum sem vinna að réttargæslu í málaflokknum, en birting forsendna úrskurða er talin til þess fallin að styrkja réttaröryggi og fyrirsjáanleika í beitingu regluverksins.”
Ekkert persónugreinanlegt!
Mér vitandi er ekkert dæmi þess að önnur ríki birti persónugreinanlegar upplýsingar um hælisleitendur og fjarri fer að ég hafi lagt slíkt til. Í frumvarpi því sem ég lagði fyrir Alþingi á síðasta kjörtímabili var skýrt að persónuupplýsingar ættu, eftir sem áður, að vera trúnaðargögn. Enda eiga hælisleitendur að njóta friðhelgi eins og allir aðrir einstaklingar sem hafa mál til meðferðar hjá stjórnvöldum.
Skoðun

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar

Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna
Bjarni Jónsson skrifar

Göngum í takt
skrifar

Hverju lofar þú?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar

Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar
Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar?
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar

Allt að vinna, engu að tapa!
Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar

Fiskurinn í blokkunum
Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar