Lýgur fyrst og fremst að stelpum Ugla Egilsdóttir skrifar 22. febrúar 2014 12:00 Laurent Binet hitti átrúnaðargoðið sitt, Bret Easton Ellis, í Los Angeles og borðaði með honum. "Hann var þolinmóður við mig á meðan ég var að útlista fyrir honum hvað ég væri mikill aðdáandi verka hans.“ MYND/Getty-Nordicphotos „Auðvitað er ég mannlegur og hef logið við ýmis tækifæri, sérstaklega að stelpum! Ég hef hins vegar óbeit á fólki sem notar skáldskap sem hjálpargagn við sögufalsanir,“ segir Laurent Binet, höfundur metsölubókarinnar HHhH, sem er söguleg skáldsaga um Reinhard Heydrich, hátt settan nasista í Þriðja ríkinu. Laurent fékk Prix Goncourt árið 2010 fyrir bókina, og menn eins og Bret Easton Ellis og Mario Vargas Llosa hafa ausið bókina lofi, og til stendur að búa til Hollywood-kvikmynd eftir bókinni. Laurent sviðsetur ekki neitt án þess að hafa heimildir fyrir því. Hann hefði til dæmis ekki tiltekið litinn á Mercedes-bifreið Reinhards ef hann hefði ekki haft heimildir fyrir því að hann var svartur. „Ég veit ég virka voðalega strangur á þessari reglu í HHhH,“ segir Laurent Binet. „Mér finnst siðferðislega vafasamt að nota sögulegan skáldskap til að styðja við einhverja söguskýringu. Ég las til dæmis franska skáldsögu þar sem niðurstaðan var að Pólverjar hefðu ekkert voðalegt samviskubit í raun og veru yfir því að hafa framselt Gyðinga. Það er algjört svindl að nota skáldskap sem sönnunargagn, því þá ertu að búa til sönnunargögnin,“ segir Laurent. Frásagnarmátinn í HHhH er svolítið eins og dagbók höfundar. „André Gide hélt dagbók á meðan hann skrifaði Les Faux-monnayeurs, og hann gaf út dagbókina eftir að bókin kom út. Ég gerði það sama, nema ég splæsti bókinni og dagbókinni saman í eina bók.“ Á einum stað í bókinni segir Laurent frá því að sem betur fer fyrir fjárhag hans hafi hann ekki keypt rándýra ævisögu ekkju Heydrich, sem er bara til á þýsku, sem hann talar ekki. Síðar í bókinni viðurkennir hann að hafa í raun keypt bókina og fengið stelpu til að þýða fyrir sig áhugaverðustu kaflana. „Það er einmitt þetta stríðnislega samtal við lesandann sem ég kann að meta í nútímaskáldskap. Ég sakna þess í frönskum nútímabókmenntum. Frönskum höfundum finnst þeir voðalega áhugaverðir ef þeir skrifa dapurlegar bækur um sálarlíf fólks, en formið skiptir meira máli en viðfangsefnið að mínu mati. Franskir rithöfundar eru lítið að gera tilraunir með formið (á því eru undantekningar, sérstaklega hjá kvenhöfundum). Þess vegna hef ég meira gaman af bandarískum og breskum nútímabókmenntum.“Þú blottaðir þig svo mikið í bókinni að mér er skapi næst að spyrja þig nærgöngulla spurninga um einkalíf þitt, eins og hvort þú og kærastan þín í bókinni, Natasja, séuð enn saman. Fannst þér ekkert óþægilegt að vera svona fyrirferðarmikill í bókinni? „Það kom alveg frá hjartanu. Ég reyndi að skrifa bókina eins og ég væri að segja góðum vini sögu á bar. Í samtölum skiptir maður skyndilega um umræðuefni. Það geri ég líka í bókinni. Ég vildi ekki vera inni í hausnum á sögulegu persónunum. Heil bók sem er skrifuð þannig á hins vegar á hættu að verða mjög þurr. Í stað þess að vera inni í hausnum á sögupersónum var ég inni í hausnum á mér, og skrifaði mínar eigin hugsanir.“Er ekki svolítið sjálfhverft að skrifa bók þar sem þú ert sjálfur aðalpersónan? „Jú, þessi bók er kannski gott dæmi um mikilmennskubrjálæðið á okkar dögum, þar sem allir eru aðalpersónur á eigin Facebook-síðu. Og til þess að gefa þér Facebook-svar við spurningu þinni um hvort ég sé enn með Natösju verð ég að segja: „It's complicated.““ Í kafla 179 í bókinni segir Laurent frá því að hann hafi ókyrrst þegar hann las viðtal við Marjane Satrapi, höfund Persepolis, þar sem hún hélt því fram að höfundar væru trúverðugastir þegar þeir skrifa um heimaland sitt. Í kaflanum veltir hann því síðan fyrir sér hvort þetta sé rétt.Fannst þér þú þurfa að réttlæta það sérstaklega að skrifa bók sem gerist að miklu leyti í Prag? „Núna hafna ég alveg þessu sem Marjane sagði, þótt ég hafi ekki alveg verið tilbúinn til að blása á það þegar ég skrifaði bókina. Í Frakklandi er mikil umræða um sjálfsmynd þjóðarinnar þessi misserin, og ég er kominn með algjört ógeð á föðurlandsást.“Væri ekki óheppilegt fyrir sögulega rithöfunda frá mjög óspennandi löndum ef það yrði sett regla um að þeir mættu bara skrifa um heimaland sitt? „Jú, það er auðvelt fyrir Marjane Sartrapi að koma með svona yfirlýsingar. Hún er frá Íran, landi með afar flókna sögu. Þar er af nógu að taka,“ segir Laurent. Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Auðvitað er ég mannlegur og hef logið við ýmis tækifæri, sérstaklega að stelpum! Ég hef hins vegar óbeit á fólki sem notar skáldskap sem hjálpargagn við sögufalsanir,“ segir Laurent Binet, höfundur metsölubókarinnar HHhH, sem er söguleg skáldsaga um Reinhard Heydrich, hátt settan nasista í Þriðja ríkinu. Laurent fékk Prix Goncourt árið 2010 fyrir bókina, og menn eins og Bret Easton Ellis og Mario Vargas Llosa hafa ausið bókina lofi, og til stendur að búa til Hollywood-kvikmynd eftir bókinni. Laurent sviðsetur ekki neitt án þess að hafa heimildir fyrir því. Hann hefði til dæmis ekki tiltekið litinn á Mercedes-bifreið Reinhards ef hann hefði ekki haft heimildir fyrir því að hann var svartur. „Ég veit ég virka voðalega strangur á þessari reglu í HHhH,“ segir Laurent Binet. „Mér finnst siðferðislega vafasamt að nota sögulegan skáldskap til að styðja við einhverja söguskýringu. Ég las til dæmis franska skáldsögu þar sem niðurstaðan var að Pólverjar hefðu ekkert voðalegt samviskubit í raun og veru yfir því að hafa framselt Gyðinga. Það er algjört svindl að nota skáldskap sem sönnunargagn, því þá ertu að búa til sönnunargögnin,“ segir Laurent. Frásagnarmátinn í HHhH er svolítið eins og dagbók höfundar. „André Gide hélt dagbók á meðan hann skrifaði Les Faux-monnayeurs, og hann gaf út dagbókina eftir að bókin kom út. Ég gerði það sama, nema ég splæsti bókinni og dagbókinni saman í eina bók.“ Á einum stað í bókinni segir Laurent frá því að sem betur fer fyrir fjárhag hans hafi hann ekki keypt rándýra ævisögu ekkju Heydrich, sem er bara til á þýsku, sem hann talar ekki. Síðar í bókinni viðurkennir hann að hafa í raun keypt bókina og fengið stelpu til að þýða fyrir sig áhugaverðustu kaflana. „Það er einmitt þetta stríðnislega samtal við lesandann sem ég kann að meta í nútímaskáldskap. Ég sakna þess í frönskum nútímabókmenntum. Frönskum höfundum finnst þeir voðalega áhugaverðir ef þeir skrifa dapurlegar bækur um sálarlíf fólks, en formið skiptir meira máli en viðfangsefnið að mínu mati. Franskir rithöfundar eru lítið að gera tilraunir með formið (á því eru undantekningar, sérstaklega hjá kvenhöfundum). Þess vegna hef ég meira gaman af bandarískum og breskum nútímabókmenntum.“Þú blottaðir þig svo mikið í bókinni að mér er skapi næst að spyrja þig nærgöngulla spurninga um einkalíf þitt, eins og hvort þú og kærastan þín í bókinni, Natasja, séuð enn saman. Fannst þér ekkert óþægilegt að vera svona fyrirferðarmikill í bókinni? „Það kom alveg frá hjartanu. Ég reyndi að skrifa bókina eins og ég væri að segja góðum vini sögu á bar. Í samtölum skiptir maður skyndilega um umræðuefni. Það geri ég líka í bókinni. Ég vildi ekki vera inni í hausnum á sögulegu persónunum. Heil bók sem er skrifuð þannig á hins vegar á hættu að verða mjög þurr. Í stað þess að vera inni í hausnum á sögupersónum var ég inni í hausnum á mér, og skrifaði mínar eigin hugsanir.“Er ekki svolítið sjálfhverft að skrifa bók þar sem þú ert sjálfur aðalpersónan? „Jú, þessi bók er kannski gott dæmi um mikilmennskubrjálæðið á okkar dögum, þar sem allir eru aðalpersónur á eigin Facebook-síðu. Og til þess að gefa þér Facebook-svar við spurningu þinni um hvort ég sé enn með Natösju verð ég að segja: „It's complicated.““ Í kafla 179 í bókinni segir Laurent frá því að hann hafi ókyrrst þegar hann las viðtal við Marjane Satrapi, höfund Persepolis, þar sem hún hélt því fram að höfundar væru trúverðugastir þegar þeir skrifa um heimaland sitt. Í kaflanum veltir hann því síðan fyrir sér hvort þetta sé rétt.Fannst þér þú þurfa að réttlæta það sérstaklega að skrifa bók sem gerist að miklu leyti í Prag? „Núna hafna ég alveg þessu sem Marjane sagði, þótt ég hafi ekki alveg verið tilbúinn til að blása á það þegar ég skrifaði bókina. Í Frakklandi er mikil umræða um sjálfsmynd þjóðarinnar þessi misserin, og ég er kominn með algjört ógeð á föðurlandsást.“Væri ekki óheppilegt fyrir sögulega rithöfunda frá mjög óspennandi löndum ef það yrði sett regla um að þeir mættu bara skrifa um heimaland sitt? „Jú, það er auðvelt fyrir Marjane Sartrapi að koma með svona yfirlýsingar. Hún er frá Íran, landi með afar flókna sögu. Þar er af nógu að taka,“ segir Laurent.
Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira