Stöðug rekstrarskilyrði og samkeppnishæfni í Evrópu Vilborg Einarsdóttir skrifar 26. febrúar 2014 06:00 Við hjá Mentor höfum í meira en tvo áratugi unnið að þróun og rekstri upplýsingakerfa, í upphafi einkum með grunnskólum, en á síðari árum einnig með leikskólum, sveitarfélögum og íþróttafélögum. Segja má að Mentor vinni að samþættingu tækni og menntunar í sinni víðustu mynd og býður Mentor upp á heildstætt upplýsinga- og námskerfi fyrir alla sem starfa með börnum í skólum og tómstundastarfi. En þótt styrkur Mentors hafi í upphafi legið í sterkum heimamarkaði á Íslandi hefur áhersla síðari ára verið á vöxt utan landsteinanna. Mentor er nú með starfsstöðvar í fjórum löndum erlendis, Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss og í Bretlandi. Mentor hefur þannig markað sér vaxtarstefnu sem fólgin er í að nýta spennandi tækifæri erlendis á ört vaxandi markaði með kerfi sem þróað er á Íslandi í samvinnu við starfsstöðvar fyrirtækisins í Evrópu. Mentor hefur frá upphafi skilgreint sig sem nýsköpunarfyrirtæki sem hefur lagt kapp á að vera í fremstu röð á sínu sviði í Evrópu. Aukin umsvif Mentors utan landsteinanna byggjast bæði á íslensku hugviti og framúrskarandi starfsmönnum í erlendum starfstöðvum. Mentor hefur átt því láni að fagna að hreppa ýmsar ánægjulegar viðurkenningar á undanförnum árum jafnt innanlands sem erlendis. En samkeppnin er vitaskuld hörð og því skiptir gríðarlegu máli að hugvitsfyrirtæki eins og Mentor búi við rekstrarumhverfi á heimaslóðum sem er samkeppnishæft við það sem keppinautum býðst í Evrópu.Lágmarkskrafa Við hjá Mentor höfum ekki farið varhluta af þeim gífurlegu sveiflum sem orðið hafa á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum. Þar hafa gjaldmiðlahremmingar, háir vextir, óvissa í fjárfestingaumhverfi og gjaldeyrishöft reynst ansi þung í skauti. Í því ljósi höfum við eindregið stutt þá stefnu Samtaka iðnaðarins að fara fram á að íslensk stjórnvöld kanni til hlítar hvort önnur skipan mála hvað varðar gjaldmiðilinn, vaxtastigið og umgjörð peningamálastefnu gæti náðst fram með inngöngu í ESB. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa atvinnulífsins að stjórnvöld taki sér góðan tíma í að rýna í þá valkosti sem í boði eru og útiloka ekki neitt fyrir fram. Því verður ekki trúað að óreyndu að íslensk stjórnvöld muni ganga gegn þeim stóra hópi íslenskra iðnfyrirtækja sem vill að kannað verði til hlítar hvort samkeppnishæfni þeirra sé betur tryggð innan ESB ellegar utan. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands tekur ekki af nein tvímæli þar um og gefur ekkert tilefni til skjótra ákvarðana sem skaða kunna hagsmuni íslensks atvinnulífs til frambúðar. Skýrslan kallar í raun miklu fremur á að aðildarviðræður hefjist að nýju og að niðurstöður verði brotnar til mergjar þá fyrst þegar viðræðum er lokið og samningsniðurstaða liggur fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ESB-málið Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við hjá Mentor höfum í meira en tvo áratugi unnið að þróun og rekstri upplýsingakerfa, í upphafi einkum með grunnskólum, en á síðari árum einnig með leikskólum, sveitarfélögum og íþróttafélögum. Segja má að Mentor vinni að samþættingu tækni og menntunar í sinni víðustu mynd og býður Mentor upp á heildstætt upplýsinga- og námskerfi fyrir alla sem starfa með börnum í skólum og tómstundastarfi. En þótt styrkur Mentors hafi í upphafi legið í sterkum heimamarkaði á Íslandi hefur áhersla síðari ára verið á vöxt utan landsteinanna. Mentor er nú með starfsstöðvar í fjórum löndum erlendis, Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss og í Bretlandi. Mentor hefur þannig markað sér vaxtarstefnu sem fólgin er í að nýta spennandi tækifæri erlendis á ört vaxandi markaði með kerfi sem þróað er á Íslandi í samvinnu við starfsstöðvar fyrirtækisins í Evrópu. Mentor hefur frá upphafi skilgreint sig sem nýsköpunarfyrirtæki sem hefur lagt kapp á að vera í fremstu röð á sínu sviði í Evrópu. Aukin umsvif Mentors utan landsteinanna byggjast bæði á íslensku hugviti og framúrskarandi starfsmönnum í erlendum starfstöðvum. Mentor hefur átt því láni að fagna að hreppa ýmsar ánægjulegar viðurkenningar á undanförnum árum jafnt innanlands sem erlendis. En samkeppnin er vitaskuld hörð og því skiptir gríðarlegu máli að hugvitsfyrirtæki eins og Mentor búi við rekstrarumhverfi á heimaslóðum sem er samkeppnishæft við það sem keppinautum býðst í Evrópu.Lágmarkskrafa Við hjá Mentor höfum ekki farið varhluta af þeim gífurlegu sveiflum sem orðið hafa á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum. Þar hafa gjaldmiðlahremmingar, háir vextir, óvissa í fjárfestingaumhverfi og gjaldeyrishöft reynst ansi þung í skauti. Í því ljósi höfum við eindregið stutt þá stefnu Samtaka iðnaðarins að fara fram á að íslensk stjórnvöld kanni til hlítar hvort önnur skipan mála hvað varðar gjaldmiðilinn, vaxtastigið og umgjörð peningamálastefnu gæti náðst fram með inngöngu í ESB. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa atvinnulífsins að stjórnvöld taki sér góðan tíma í að rýna í þá valkosti sem í boði eru og útiloka ekki neitt fyrir fram. Því verður ekki trúað að óreyndu að íslensk stjórnvöld muni ganga gegn þeim stóra hópi íslenskra iðnfyrirtækja sem vill að kannað verði til hlítar hvort samkeppnishæfni þeirra sé betur tryggð innan ESB ellegar utan. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands tekur ekki af nein tvímæli þar um og gefur ekkert tilefni til skjótra ákvarðana sem skaða kunna hagsmuni íslensks atvinnulífs til frambúðar. Skýrslan kallar í raun miklu fremur á að aðildarviðræður hefjist að nýju og að niðurstöður verði brotnar til mergjar þá fyrst þegar viðræðum er lokið og samningsniðurstaða liggur fyrir.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun