Getum ekki horft í úrslitin á þessu móti Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2014 08:00 Freyr Alexandersson stýrir Íslandi á Algarve-mótinu í fyrsta sinn. Mynd/KSÍ-Hilmar Þór Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur leik á Algarve-mótinu í dag þegar liðið mætir áttföldum Evrópumeisturum Þýskalands klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Það er skammt stórra högga á milli á Algarve-mótinu því Ísland mætir Noregi, silfurliði síðasta Evrópumóts, á föstudaginn og sterku liði Kína á mánudaginn. Síðan verður leikið um sæti eftir slétta viku. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur undirbúið leikmennina sem spila hér heima á æfingum undanfarið en stuttur tími gafst til að stilla saman strengina á Algarve í gær. „Við komum hingað, þjálfarar og leikmenn frá Íslandi, klukkan níu í gærkvöldi [mánudag]. Síðustu leikmennirnir voru að koma upp úr miðnætti en nokkrir leikmenn voru komnir fyrr um daginn. Ferðalagið gekk annars vel og fór allt eins og upp var lagt,“ sagði Freyr við Fréttablaðið í gærkvöldi en eðlilega var nokkur þreyta í stelpunum á æfingu í gær. „Ég fann meira fyrir því á seinni æfingunni. Það var fín æfing um morguninn en svo líður á daginn og þreytan fer að segja til sín. Fyrri æfingin var líka þyngri. Á þeirri síðari fórum við meira yfir föst leikatriði og svona,“ sagði Freyr. Eðlilega er þetta ekki ákjósanlegur undirbúningur fyrir hvaða leik sem er, hvað þá þegar mótherjinn er ríkjandi Evrópumeistari og eitt allra besta landslið heims. „Þetta hjálpar náttúrlega ekki neitt en við höfum ekkert val. Við verðum bara að horfa á jákvætt á þetta. Þýskaland kom reyndar líka seint til Algarve en vissulega í beinu flugi. En allar aðstæður hér eru framúrskarandi þannig við nýtum bara tímann vel og reynum að undirbúa okkur fyrir leikinn.“Stelpurnar skokka á æfingu í gær.Mynd/KSÍEkkert eðlilegt að spila tvo leiki á þremur dögum Freyr setur mótið upp eins og fjögur verkefni þar sem ýmsar útfærslur af því sem liðið hefur æft saman og í sitthvoru lagi verða prófaðar. Í dag verður byrjað á varnarleiknum. „Hver leikur hefur sitt líf enda andstæðingarnir mismunandi. Við leggjum upp með varnarleik gegn Þýskalandi og prófum þar útfærslu á lápressu sem við munum reyna koma til skila. Eftir það er einn hvíldardagur og svo leikur gegn Noregi. Við þurfum því að rúlla á liðinu enda er ekkert eðlilegt að spila tvo leiki á þremur dögum. Á móti Kína verðum við sína með útfærslu á sóknarleik fyrir komandi verkefni í undankeppni HM gegn Möltu og Ísrael,“ segir Freyr. Nýi landsliðsþjálfarinn ætlar að nota mótið til að stilla saman strengi hjá landsliðinu enda kynslóðaskipti í gangi og margir óreyndir leikmenn í hópnum. Þar vantar marga máttarstólpa sem eru annaðhvort hættir eða frá vegna meiðsla. „Ég tilkynnti leikmönnunum það að við munum rúlla á hópnum og leikmenn sem eru vanir að fá marga leiki á þessu móti fá færri leiki en áður. Ungir leikmenn sem eru með minni reynslu fá stór hlutverk á mótinu og vonandi sjáum við þá vaxa í hlutverkunum. Þetta er eitthvað sem við munum taka alvarlega,“ segir Freyr.Harpa Þorsteinsdóttir reynir að ná boltanum af Katrínu Ómarsdóttur.Mynd/KSÍFrábær vettvangur til að gera liðið betra Það er einmitt vegna alls þessa sem landsliðsþjálfarinn getur ekki leyft sér að horfa í úrslit á mótinu. Íslenska liðið kemur til Algarve núna undir allt öðrum formerkjum en í fyrra þegar vel samstillt lið var að undirbúa sig fyrir EM. „Við getum ekki horft á úrslitin. Auðvitað viljum við ná góðum úrslitum en við verðum að gefa þessum yngri leikönnum tækifæri til að þroskast og hjálpa þeim við það. Í fyrra var liðið á Algarve að undirbúa sig fyrir stórmót. Það er bara allt annað í gangi núna. Nú erum við að reyna að gera liðið betra til framtíðar og þetta er frábær vettvangur til þess,“ segir Freyr. Freyr ætlar ekki bara að henda óreyndari stúlkum út í djúpu laugina heldur setjast niður með þeim flestum eins og hann gerði með Söru Björk Gunnarsdóttur, einni reyndustu konu liðsins, í gær. Hún er að spila á sínu sjöunda Algarve-móti. „Ég er einmitt að fara að setjast niður með Söru Björk og fá hennar upplifun á því þegar ég sagði hópnum frá því að fleiri leikmenn fái tækifæri á mótinu. Ég mun leggja mig fram um að undirbúa þá leikmenn sem hafa minni reynslu og reyna að ná þeim öllum á eintal,“ segir Freyr en fáum við að sjá miklar breytingar á leikstöðum hjá stelpunum? „Hallbera mun spila svolítið á kantinum – allavega á morgun [í dag]. Það er alveg klárt. Hún hefur reyndar gert það áður. Dagný og Sara munu skipta aðeins um hlutverk á miðjunni í leikjum og Katrín Ómarsdóttir mun spila svolítið úti á kanti sem hún hefur ekki gert áður. En það verður reyndar ekki gegn Þýskalandi. Það er svona ýmislegt sem við erum að prófa,“ segir Freyr Alexandersson. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Alltaf krefjandi að spila á móti Þýskalandi Sara Björk Gunnarsdóttir er mætt til Algarve í sjöunda sinn en Ísland mætir Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik á morgun. 4. mars 2014 22:30 Stelpurnar æfa í Algarve | Myndir Kvennalandsliðið mætir Þýskalandi í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu í fótbolta á morgun. 4. mars 2014 17:45 Freyr: Verða leikmenn sem fá nýtt og stærra hlutverk Landsliðsþjálfari kvenna undirbýr liðið fyrir stórleikinn gegn Þýskalandi á morgun. 4. mars 2014 15:43 Katrín: Yngri leikmenn liðsins vantar reynslu Íslenska kvennalandsliðið mætir Evrópumeisturum Þýskaland á Algarve-mótinu á morgun. 4. mars 2014 20:30 Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur leik á Algarve-mótinu í dag þegar liðið mætir áttföldum Evrópumeisturum Þýskalands klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Það er skammt stórra högga á milli á Algarve-mótinu því Ísland mætir Noregi, silfurliði síðasta Evrópumóts, á föstudaginn og sterku liði Kína á mánudaginn. Síðan verður leikið um sæti eftir slétta viku. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur undirbúið leikmennina sem spila hér heima á æfingum undanfarið en stuttur tími gafst til að stilla saman strengina á Algarve í gær. „Við komum hingað, þjálfarar og leikmenn frá Íslandi, klukkan níu í gærkvöldi [mánudag]. Síðustu leikmennirnir voru að koma upp úr miðnætti en nokkrir leikmenn voru komnir fyrr um daginn. Ferðalagið gekk annars vel og fór allt eins og upp var lagt,“ sagði Freyr við Fréttablaðið í gærkvöldi en eðlilega var nokkur þreyta í stelpunum á æfingu í gær. „Ég fann meira fyrir því á seinni æfingunni. Það var fín æfing um morguninn en svo líður á daginn og þreytan fer að segja til sín. Fyrri æfingin var líka þyngri. Á þeirri síðari fórum við meira yfir föst leikatriði og svona,“ sagði Freyr. Eðlilega er þetta ekki ákjósanlegur undirbúningur fyrir hvaða leik sem er, hvað þá þegar mótherjinn er ríkjandi Evrópumeistari og eitt allra besta landslið heims. „Þetta hjálpar náttúrlega ekki neitt en við höfum ekkert val. Við verðum bara að horfa á jákvætt á þetta. Þýskaland kom reyndar líka seint til Algarve en vissulega í beinu flugi. En allar aðstæður hér eru framúrskarandi þannig við nýtum bara tímann vel og reynum að undirbúa okkur fyrir leikinn.“Stelpurnar skokka á æfingu í gær.Mynd/KSÍEkkert eðlilegt að spila tvo leiki á þremur dögum Freyr setur mótið upp eins og fjögur verkefni þar sem ýmsar útfærslur af því sem liðið hefur æft saman og í sitthvoru lagi verða prófaðar. Í dag verður byrjað á varnarleiknum. „Hver leikur hefur sitt líf enda andstæðingarnir mismunandi. Við leggjum upp með varnarleik gegn Þýskalandi og prófum þar útfærslu á lápressu sem við munum reyna koma til skila. Eftir það er einn hvíldardagur og svo leikur gegn Noregi. Við þurfum því að rúlla á liðinu enda er ekkert eðlilegt að spila tvo leiki á þremur dögum. Á móti Kína verðum við sína með útfærslu á sóknarleik fyrir komandi verkefni í undankeppni HM gegn Möltu og Ísrael,“ segir Freyr. Nýi landsliðsþjálfarinn ætlar að nota mótið til að stilla saman strengi hjá landsliðinu enda kynslóðaskipti í gangi og margir óreyndir leikmenn í hópnum. Þar vantar marga máttarstólpa sem eru annaðhvort hættir eða frá vegna meiðsla. „Ég tilkynnti leikmönnunum það að við munum rúlla á hópnum og leikmenn sem eru vanir að fá marga leiki á þessu móti fá færri leiki en áður. Ungir leikmenn sem eru með minni reynslu fá stór hlutverk á mótinu og vonandi sjáum við þá vaxa í hlutverkunum. Þetta er eitthvað sem við munum taka alvarlega,“ segir Freyr.Harpa Þorsteinsdóttir reynir að ná boltanum af Katrínu Ómarsdóttur.Mynd/KSÍFrábær vettvangur til að gera liðið betra Það er einmitt vegna alls þessa sem landsliðsþjálfarinn getur ekki leyft sér að horfa í úrslit á mótinu. Íslenska liðið kemur til Algarve núna undir allt öðrum formerkjum en í fyrra þegar vel samstillt lið var að undirbúa sig fyrir EM. „Við getum ekki horft á úrslitin. Auðvitað viljum við ná góðum úrslitum en við verðum að gefa þessum yngri leikönnum tækifæri til að þroskast og hjálpa þeim við það. Í fyrra var liðið á Algarve að undirbúa sig fyrir stórmót. Það er bara allt annað í gangi núna. Nú erum við að reyna að gera liðið betra til framtíðar og þetta er frábær vettvangur til þess,“ segir Freyr. Freyr ætlar ekki bara að henda óreyndari stúlkum út í djúpu laugina heldur setjast niður með þeim flestum eins og hann gerði með Söru Björk Gunnarsdóttur, einni reyndustu konu liðsins, í gær. Hún er að spila á sínu sjöunda Algarve-móti. „Ég er einmitt að fara að setjast niður með Söru Björk og fá hennar upplifun á því þegar ég sagði hópnum frá því að fleiri leikmenn fái tækifæri á mótinu. Ég mun leggja mig fram um að undirbúa þá leikmenn sem hafa minni reynslu og reyna að ná þeim öllum á eintal,“ segir Freyr en fáum við að sjá miklar breytingar á leikstöðum hjá stelpunum? „Hallbera mun spila svolítið á kantinum – allavega á morgun [í dag]. Það er alveg klárt. Hún hefur reyndar gert það áður. Dagný og Sara munu skipta aðeins um hlutverk á miðjunni í leikjum og Katrín Ómarsdóttir mun spila svolítið úti á kanti sem hún hefur ekki gert áður. En það verður reyndar ekki gegn Þýskalandi. Það er svona ýmislegt sem við erum að prófa,“ segir Freyr Alexandersson.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Alltaf krefjandi að spila á móti Þýskalandi Sara Björk Gunnarsdóttir er mætt til Algarve í sjöunda sinn en Ísland mætir Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik á morgun. 4. mars 2014 22:30 Stelpurnar æfa í Algarve | Myndir Kvennalandsliðið mætir Þýskalandi í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu í fótbolta á morgun. 4. mars 2014 17:45 Freyr: Verða leikmenn sem fá nýtt og stærra hlutverk Landsliðsþjálfari kvenna undirbýr liðið fyrir stórleikinn gegn Þýskalandi á morgun. 4. mars 2014 15:43 Katrín: Yngri leikmenn liðsins vantar reynslu Íslenska kvennalandsliðið mætir Evrópumeisturum Þýskaland á Algarve-mótinu á morgun. 4. mars 2014 20:30 Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Sara Björk: Alltaf krefjandi að spila á móti Þýskalandi Sara Björk Gunnarsdóttir er mætt til Algarve í sjöunda sinn en Ísland mætir Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik á morgun. 4. mars 2014 22:30
Stelpurnar æfa í Algarve | Myndir Kvennalandsliðið mætir Þýskalandi í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu í fótbolta á morgun. 4. mars 2014 17:45
Freyr: Verða leikmenn sem fá nýtt og stærra hlutverk Landsliðsþjálfari kvenna undirbýr liðið fyrir stórleikinn gegn Þýskalandi á morgun. 4. mars 2014 15:43
Katrín: Yngri leikmenn liðsins vantar reynslu Íslenska kvennalandsliðið mætir Evrópumeisturum Þýskaland á Algarve-mótinu á morgun. 4. mars 2014 20:30