Svikin kalla á þjóðaratkvæði strax! Björgvin Guðmundsson skrifar 5. mars 2014 06:00 Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. Almenningi er misboðið vegna þess, að nú eru þessir sömu forustumenn að svíkja þetta kosningaloforð. Þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að afturkalla aðildarumsókn að ESB undirstrikar kosningasvikin, þar eð afturkalla á umsóknina án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin mótmælir þessum svikum harðlega. 8.000 manna mótmælafundur á Austurvelli 1. mars sl. var hápunktur mótmælanna. Það voru yfirleitt í kringum 5.000 manns, sem sóttu mótmælafundi búsáhaldabyltingarinnar. Sú mótmælaalda hrakti ríkisstjórn Geirs H. Haarde frá völdum. Mótmælin nú rísa hærra en í búsáhaldabyltingunni. Þau geta því hæglega hrakið ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr valdastólum. Ríkisstjórn hans reynir áreiðanlega að bjarga eigin skinni með því að draga þingsályktunartillöguna til baka. En ekki er víst að það dugi. Þjóðin vill fá þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB og hún vill fá hana strax.Í opna skjöldu Ríkisstjórnin reynir að snúa mótmælunum gegn kosningasvikunum upp í umræður um afstöðu til ESB, þ.e. hvort þjóðin vilji ganga í ESB eða ekki. En málið snýst ekki um þá spurningu. Málið snýst um það, hvort forustumenn í stjórnmálum geti blákalt svikið ákveðin kosningaloforð. Það er aðalatriðið í hugum flestra en sumir vilja einnig að málið fjalli um það, hvort ljúka eigi aðildarviðræðum og fá aðildarsamning upp á borðið. Fylgið hrynur af stjórnarflokkunum vegna svika á kosningaloforðum. Bjarni Benediktsson sagði, að hann hefði ekki átt von á svo miklum átökum sem orðið hafa um málið. Nei, þeir hafa sennilega hvorugir, hvorki Bjarni né Sigmundur, átt von á svo miklum mótmælum sem raun ber vitni. Mótmælin rísa hátt vegna þess, að um mjög gróf svik á kosningaloforðum er að ræða en einnig vegna þess, að þjóðin hefur miklu meiri áhuga á því að taka þátt í ákvarðanatöku en áður. Þjóðin lætur ekki lengur bjóða sér hvað sem er.Tillagan var stórgölluð Orðalag þingsályktunartillögunnar hefur einnig verið harðlega gagnrýnt. Til dæmis er í tillögunni reynt að binda hendur stjórnvalda framtíðarinnar með því að segja, að samningaviðræður við ESB verði ekki hafnar á ný nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, að þjóðin vilji stefna að aðild að ESB. Ég tel, að það standist ekki að binda þannig hendur Alþingis og ríkisstjórnar í framtíðinni. Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB getur einungis fjallað um aðildarsamning eða spurninguna um það, hvort halda eigi viðræðum áfram og ljúka þeim eða ekki. Greinargerð tillögunnar var einnig stórgölluð. Þar voru fullyrðingar um, að vissir þingmenn sem greiddu atkvæði með því að sækja um aðild að ESB á sínum tíma hefðu ekki fylgt sannfæringu sinni. Greinargerðin hefur nú verið lagfærð. En ljóst er, að slíkar fullyrðingar um tiltekna þingmenn eiga ekki heima í stjórnartillögu.Sérlausn í sjávarútvegsmálum? Ég er talsverður Evrópusinni en þó ekki svo mikill, að ég samþykki hvaða aðildarsamning sem er. Ef samningurinn um sjávarútvegsmál verður ekki nægilega hagstæður fyrir Ísland, mun ég greiða ákvæði á móti inngöngu í ESB. En ég er hóflega bjartsýnn á það, að við fáum sérlausn í sjávarútvegsmálum, sem fullnægi hagsmunum Íslands. Ég bind vonir við, að Ísland og fiskimiðin við landið verði samþykkt sem sérstakt sjálfstjórnarsvæði ESB í sjávarútvegsmálum. Verði það samþykkt er okkur borgið. Það hefur ekkert ríki, sem er jafn háð sjávarútvegi og Ísland, sótt um aðild að ESB. Sú staðreynd mun hafa mikil áhrif, þegar sjávarútvegskaflinn í viðræðum Íslands við ESB verður afgreiddur.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sú mikla ólga, sem er í þjóðfélaginu nú vegna ESB, er til marks um það, að almenningi er misboðið. Forustumenn beggja stjórnarflokkanna lofuðu því ákveðið fyrir síðustu þingkosningar, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu þessu ákveðið. Almenningi er misboðið vegna þess, að nú eru þessir sömu forustumenn að svíkja þetta kosningaloforð. Þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að afturkalla aðildarumsókn að ESB undirstrikar kosningasvikin, þar eð afturkalla á umsóknina án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin mótmælir þessum svikum harðlega. 8.000 manna mótmælafundur á Austurvelli 1. mars sl. var hápunktur mótmælanna. Það voru yfirleitt í kringum 5.000 manns, sem sóttu mótmælafundi búsáhaldabyltingarinnar. Sú mótmælaalda hrakti ríkisstjórn Geirs H. Haarde frá völdum. Mótmælin nú rísa hærra en í búsáhaldabyltingunni. Þau geta því hæglega hrakið ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr valdastólum. Ríkisstjórn hans reynir áreiðanlega að bjarga eigin skinni með því að draga þingsályktunartillöguna til baka. En ekki er víst að það dugi. Þjóðin vill fá þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB og hún vill fá hana strax.Í opna skjöldu Ríkisstjórnin reynir að snúa mótmælunum gegn kosningasvikunum upp í umræður um afstöðu til ESB, þ.e. hvort þjóðin vilji ganga í ESB eða ekki. En málið snýst ekki um þá spurningu. Málið snýst um það, hvort forustumenn í stjórnmálum geti blákalt svikið ákveðin kosningaloforð. Það er aðalatriðið í hugum flestra en sumir vilja einnig að málið fjalli um það, hvort ljúka eigi aðildarviðræðum og fá aðildarsamning upp á borðið. Fylgið hrynur af stjórnarflokkunum vegna svika á kosningaloforðum. Bjarni Benediktsson sagði, að hann hefði ekki átt von á svo miklum átökum sem orðið hafa um málið. Nei, þeir hafa sennilega hvorugir, hvorki Bjarni né Sigmundur, átt von á svo miklum mótmælum sem raun ber vitni. Mótmælin rísa hátt vegna þess, að um mjög gróf svik á kosningaloforðum er að ræða en einnig vegna þess, að þjóðin hefur miklu meiri áhuga á því að taka þátt í ákvarðanatöku en áður. Þjóðin lætur ekki lengur bjóða sér hvað sem er.Tillagan var stórgölluð Orðalag þingsályktunartillögunnar hefur einnig verið harðlega gagnrýnt. Til dæmis er í tillögunni reynt að binda hendur stjórnvalda framtíðarinnar með því að segja, að samningaviðræður við ESB verði ekki hafnar á ný nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, að þjóðin vilji stefna að aðild að ESB. Ég tel, að það standist ekki að binda þannig hendur Alþingis og ríkisstjórnar í framtíðinni. Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB getur einungis fjallað um aðildarsamning eða spurninguna um það, hvort halda eigi viðræðum áfram og ljúka þeim eða ekki. Greinargerð tillögunnar var einnig stórgölluð. Þar voru fullyrðingar um, að vissir þingmenn sem greiddu atkvæði með því að sækja um aðild að ESB á sínum tíma hefðu ekki fylgt sannfæringu sinni. Greinargerðin hefur nú verið lagfærð. En ljóst er, að slíkar fullyrðingar um tiltekna þingmenn eiga ekki heima í stjórnartillögu.Sérlausn í sjávarútvegsmálum? Ég er talsverður Evrópusinni en þó ekki svo mikill, að ég samþykki hvaða aðildarsamning sem er. Ef samningurinn um sjávarútvegsmál verður ekki nægilega hagstæður fyrir Ísland, mun ég greiða ákvæði á móti inngöngu í ESB. En ég er hóflega bjartsýnn á það, að við fáum sérlausn í sjávarútvegsmálum, sem fullnægi hagsmunum Íslands. Ég bind vonir við, að Ísland og fiskimiðin við landið verði samþykkt sem sérstakt sjálfstjórnarsvæði ESB í sjávarútvegsmálum. Verði það samþykkt er okkur borgið. Það hefur ekkert ríki, sem er jafn háð sjávarútvegi og Ísland, sótt um aðild að ESB. Sú staðreynd mun hafa mikil áhrif, þegar sjávarútvegskaflinn í viðræðum Íslands við ESB verður afgreiddur.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun