Fylgjum smyglað af fæðingardeildinni Jóhannes Stefánsson skrifar 6. mars 2014 08:30 Sumir telja neyslu fylgjunnar leiða af sér heilsufarslegan ávinning. vísir/pjetur/Jeremy Kemp Mörg dæmi eru um að ljósmæður hafi orðið við beiðni nýbakaðra mæðra sem hafa viljað taka fylgjuna með sér heim af fæðingardeildinni. Þetta tíðkast þó að óheimilt sé samkvæmt reglugerð að fjarlægja líkamshluta eða vefi af spítalanum. „Frá mínum bæjardyrum séð þá er ekki eðlilegt að afhenda líffæri og meðhöndla utan stofnunarinnar,“ segir Hildur Harðardóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans. Hildur segir að sóttvarnasjónarmið vegi þar þyngst. „Það kemur til greina að setja þetta í sérstaka verklagsreglu, um hvernig fylgjan er meðhöndluð,“ segir Hildur. Undir þessi sjónarmið tekur Haraldur Briem sóttvarnalæknir. „Þetta hljómar ekki vel og er eitthvað sem þarf að skoða nánar,“ segir Haraldur.Hildur HarðardóttirSamkvæmt verklagsreglum Landspítalans og reglugerð um meðhöndlun úrgangs eru fylgjan og aðrir líkamshlutar sem falla til jafnan brenndir. Kona, sem starfar sem dúla og vildi ekki láta nafns síns getið, segir afar sjaldgæft að mæður vilji taka fylgjuna heim af fæðingardeildinni. „Það er alltaf gert í samráði við starfsfólk spítalans,“ segir konan. Hún segir ólíkar ástæður geta verið fyrir því en sumar mæður vilji borða fylgjuna. „Ég hef aðstoðað þær með að útbúa hylki með þurrkaðri fylgju,“ segir konan. Í þeim tilfellum er fylgjan þurrkuð og mulin og sett í hylki, sem móðirin tekur síðan inn. Hún segir það gert fyrir þær mæður sem hugnist ekki að borða fylgjuna en vilji samt neyta hennar. Sumar borði hana þó án þurrkunar að sögn konunnar. Á netinu og í bókum má finna fjölda uppskrifta þar sem fylgjan er hluti af matreiðslunni. Konan segist ekki þiggja greiðslu fyrir þessa þjónustu. „Þetta er ekki hefðbundin dúluþjónusta.“ Hún neitar því að mæðurnar óski eftir þjónustunni vegna ráðlegginga hennar. „Það eru til rannsóknir sem að hafa sýnt fram á ávinning af þessu,“ segir konan. Hvað er dúla?„Dúlur eru konur sem aðstoða barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra í, fyrir og eftir fæðingu og veita samfellda þjónustu og eru stuðningsaðilar,“ segir Soffía Bæringsdóttir dúla. „Hlutverk þeirra er ekki klínískt og við vinnum fyrir fjölskyldurnar á þeirra forsendum,“ bætir hún við. Soffía segir að dúlur geti meðal annars hjálpað til við að veita jákvæðari upplifun af fæðingum. Soffía segir það af og frá að matreiðsla fylgju sé hefðbundin þjónusta dúlu. Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Mörg dæmi eru um að ljósmæður hafi orðið við beiðni nýbakaðra mæðra sem hafa viljað taka fylgjuna með sér heim af fæðingardeildinni. Þetta tíðkast þó að óheimilt sé samkvæmt reglugerð að fjarlægja líkamshluta eða vefi af spítalanum. „Frá mínum bæjardyrum séð þá er ekki eðlilegt að afhenda líffæri og meðhöndla utan stofnunarinnar,“ segir Hildur Harðardóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans. Hildur segir að sóttvarnasjónarmið vegi þar þyngst. „Það kemur til greina að setja þetta í sérstaka verklagsreglu, um hvernig fylgjan er meðhöndluð,“ segir Hildur. Undir þessi sjónarmið tekur Haraldur Briem sóttvarnalæknir. „Þetta hljómar ekki vel og er eitthvað sem þarf að skoða nánar,“ segir Haraldur.Hildur HarðardóttirSamkvæmt verklagsreglum Landspítalans og reglugerð um meðhöndlun úrgangs eru fylgjan og aðrir líkamshlutar sem falla til jafnan brenndir. Kona, sem starfar sem dúla og vildi ekki láta nafns síns getið, segir afar sjaldgæft að mæður vilji taka fylgjuna heim af fæðingardeildinni. „Það er alltaf gert í samráði við starfsfólk spítalans,“ segir konan. Hún segir ólíkar ástæður geta verið fyrir því en sumar mæður vilji borða fylgjuna. „Ég hef aðstoðað þær með að útbúa hylki með þurrkaðri fylgju,“ segir konan. Í þeim tilfellum er fylgjan þurrkuð og mulin og sett í hylki, sem móðirin tekur síðan inn. Hún segir það gert fyrir þær mæður sem hugnist ekki að borða fylgjuna en vilji samt neyta hennar. Sumar borði hana þó án þurrkunar að sögn konunnar. Á netinu og í bókum má finna fjölda uppskrifta þar sem fylgjan er hluti af matreiðslunni. Konan segist ekki þiggja greiðslu fyrir þessa þjónustu. „Þetta er ekki hefðbundin dúluþjónusta.“ Hún neitar því að mæðurnar óski eftir þjónustunni vegna ráðlegginga hennar. „Það eru til rannsóknir sem að hafa sýnt fram á ávinning af þessu,“ segir konan. Hvað er dúla?„Dúlur eru konur sem aðstoða barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra í, fyrir og eftir fæðingu og veita samfellda þjónustu og eru stuðningsaðilar,“ segir Soffía Bæringsdóttir dúla. „Hlutverk þeirra er ekki klínískt og við vinnum fyrir fjölskyldurnar á þeirra forsendum,“ bætir hún við. Soffía segir að dúlur geti meðal annars hjálpað til við að veita jákvæðari upplifun af fæðingum. Soffía segir það af og frá að matreiðsla fylgju sé hefðbundin þjónusta dúlu.
Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira