Gæsluvarðhald framlengt en lögmaður bjartsýnn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. mars 2014 07:00 Mótmælt hefur verið fyrir framan fangelsið vegna gæsluvarðhalds Hjördísar. Vísir/aðsend Gæsluvarðhald Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hún hefur setið í fangelsi í Horsens frá 10. febrúar síðastliðnum og er gefið að sök að hafa flutt dætur sínar þrjár frá Danmörku til Íslands síðastliðið sumar án leyfis föður stúlknanna, sem hefur forræði yfir þeim. Lögmaður Hjördísar í Danmörku, Thomas Berg, segir ríkissaksóknaraembættið vera að undirbúa ákæruna og vonast hann til að ákæran verði gefin út innan sex vikna. Í kjölfarið munu réttarhöld yfir Hjördísi hefjast. Aðspurður um refsirammann fyrir brot Hjördísar og hvers megi vænta ef hún verður fundin sek segist Thomas Berg vera nokkuð bjartsýnn. „Saksóknarinn í málinu hefur fengið skýrslu frá íslenskum sálfræðingi. Það er skýrsla byggð á viðtali við stúlkurnar sem mun að öllum líkindum hafa áhrif á dóminn. Ég hef lagt til að íslensk yfirvöld fái afrit af þessari skýrslu, mín trú er að það mun verða til þess að þær verða aldrei sendar aftur til Danmerkur.“ Thomas segir Hjördísi vissulega hafa brotið lög með því að fara með dæturnar úr landi. Aftur á móti skýri sálfræðiskýrslan forsendur hennar og trúi hann að það muni milda dóminn. Hann telur ólíklegt að hún muni þurfa að sitja lengur í fangelsi en þessar átta vikur sem hún mun sitja í gæsluvarðhaldi. Hjördís Svan Tengdar fréttir Hjördís Svan verður afhent dönskum yfirvöldum Hæstiréttur staðfesti síðdegis í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrra í máli gegn Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur. 23. janúar 2014 11:37 Afhenda þarf Hjördísi dönskum yfirvöldum innan fimm sólarhringa Ríkissaksóknari hefur falið ríkislögreglustjóra framkvæmd afhendingar Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur til danskra yfirvalda. 23. janúar 2014 15:44 Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00 Saksóknari hefur áfrýjað Búist er við niðurstöðu frá Landsrétti í dag um hvort Hjördís verði sett í gæsluvarðhald. 10. febrúar 2014 11:30 Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum Umboðsmaður Hjördísar Svan kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og Kim Gram Laursen hennar var komið á framfæri. 11. febrúar 2014 21:55 Hjördís Svan úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald Enginn hefur fengið að heimsækja eða tala við Hjördísi frá því á mánudag. 12. febrúar 2014 16:55 Hjördís í gæsluvarðhaldi í Horsens Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var leidd fyrir dómara í Danmörku vegna ákæru um mannrán. 8. febrúar 2014 08:00 Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Hjördís Svan var aftur sett í varðhald í gær. Aðstandendur hafa enga útskýringu fengið frá dönskum yfirvöldum. 11. febrúar 2014 09:00 Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00 Hjördís handtekin og flutt til Danmerkur Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í dag handtekinn og flutt til Danmerkur þar sem hún hefur verið eftirlýst síðan í haust. 5. febrúar 2014 17:01 Segja Hjördísi ekki sitja í gæsluvarðhaldi Lögmenn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Hjördís sitji í gæsluvarðhaldi. 8. febrúar 2014 17:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Gæsluvarðhald Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hún hefur setið í fangelsi í Horsens frá 10. febrúar síðastliðnum og er gefið að sök að hafa flutt dætur sínar þrjár frá Danmörku til Íslands síðastliðið sumar án leyfis föður stúlknanna, sem hefur forræði yfir þeim. Lögmaður Hjördísar í Danmörku, Thomas Berg, segir ríkissaksóknaraembættið vera að undirbúa ákæruna og vonast hann til að ákæran verði gefin út innan sex vikna. Í kjölfarið munu réttarhöld yfir Hjördísi hefjast. Aðspurður um refsirammann fyrir brot Hjördísar og hvers megi vænta ef hún verður fundin sek segist Thomas Berg vera nokkuð bjartsýnn. „Saksóknarinn í málinu hefur fengið skýrslu frá íslenskum sálfræðingi. Það er skýrsla byggð á viðtali við stúlkurnar sem mun að öllum líkindum hafa áhrif á dóminn. Ég hef lagt til að íslensk yfirvöld fái afrit af þessari skýrslu, mín trú er að það mun verða til þess að þær verða aldrei sendar aftur til Danmerkur.“ Thomas segir Hjördísi vissulega hafa brotið lög með því að fara með dæturnar úr landi. Aftur á móti skýri sálfræðiskýrslan forsendur hennar og trúi hann að það muni milda dóminn. Hann telur ólíklegt að hún muni þurfa að sitja lengur í fangelsi en þessar átta vikur sem hún mun sitja í gæsluvarðhaldi.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Hjördís Svan verður afhent dönskum yfirvöldum Hæstiréttur staðfesti síðdegis í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrra í máli gegn Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur. 23. janúar 2014 11:37 Afhenda þarf Hjördísi dönskum yfirvöldum innan fimm sólarhringa Ríkissaksóknari hefur falið ríkislögreglustjóra framkvæmd afhendingar Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur til danskra yfirvalda. 23. janúar 2014 15:44 Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00 Saksóknari hefur áfrýjað Búist er við niðurstöðu frá Landsrétti í dag um hvort Hjördís verði sett í gæsluvarðhald. 10. febrúar 2014 11:30 Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum Umboðsmaður Hjördísar Svan kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og Kim Gram Laursen hennar var komið á framfæri. 11. febrúar 2014 21:55 Hjördís Svan úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald Enginn hefur fengið að heimsækja eða tala við Hjördísi frá því á mánudag. 12. febrúar 2014 16:55 Hjördís í gæsluvarðhaldi í Horsens Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var leidd fyrir dómara í Danmörku vegna ákæru um mannrán. 8. febrúar 2014 08:00 Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Hjördís Svan var aftur sett í varðhald í gær. Aðstandendur hafa enga útskýringu fengið frá dönskum yfirvöldum. 11. febrúar 2014 09:00 Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00 Hjördís handtekin og flutt til Danmerkur Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í dag handtekinn og flutt til Danmerkur þar sem hún hefur verið eftirlýst síðan í haust. 5. febrúar 2014 17:01 Segja Hjördísi ekki sitja í gæsluvarðhaldi Lögmenn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Hjördís sitji í gæsluvarðhaldi. 8. febrúar 2014 17:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Hjördís Svan verður afhent dönskum yfirvöldum Hæstiréttur staðfesti síðdegis í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrra í máli gegn Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur. 23. janúar 2014 11:37
Afhenda þarf Hjördísi dönskum yfirvöldum innan fimm sólarhringa Ríkissaksóknari hefur falið ríkislögreglustjóra framkvæmd afhendingar Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur til danskra yfirvalda. 23. janúar 2014 15:44
Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00
Saksóknari hefur áfrýjað Búist er við niðurstöðu frá Landsrétti í dag um hvort Hjördís verði sett í gæsluvarðhald. 10. febrúar 2014 11:30
Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum Umboðsmaður Hjördísar Svan kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og Kim Gram Laursen hennar var komið á framfæri. 11. febrúar 2014 21:55
Hjördís Svan úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald Enginn hefur fengið að heimsækja eða tala við Hjördísi frá því á mánudag. 12. febrúar 2014 16:55
Hjördís í gæsluvarðhaldi í Horsens Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var leidd fyrir dómara í Danmörku vegna ákæru um mannrán. 8. febrúar 2014 08:00
Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Hjördís Svan var aftur sett í varðhald í gær. Aðstandendur hafa enga útskýringu fengið frá dönskum yfirvöldum. 11. febrúar 2014 09:00
Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00
Hjördís handtekin og flutt til Danmerkur Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í dag handtekinn og flutt til Danmerkur þar sem hún hefur verið eftirlýst síðan í haust. 5. febrúar 2014 17:01
Segja Hjördísi ekki sitja í gæsluvarðhaldi Lögmenn Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að Hjördís sitji í gæsluvarðhaldi. 8. febrúar 2014 17:45