Fatamerkið Jör stefnir til útlanda Marín Manda skrifar 11. mars 2014 13:00 Guðmundur tekur þátt í Copenhagen Fashion Summit. Guðmundur Jörundsson er eini Íslendingurinn sem tekur þátt í Copenhagen Fashion Summit en Mary krónprinsessa er meðal fyrirlesara viðburðarins. „Það var haft samband við okkur í haust og okkur boðið að taka þátt í þessari áhugaverðu ráðstefnu varðandi sjálfbæran fatnað og lífræn efni. Ég hafði ekki almennilega kynnt mér þetta áður og komst að því að þetta er miklu stærra en ég gerði mér grein fyrir. Þetta gæti því orðið fín kynning fyrir okkur og það er gaman að vinna að nýju verkefni eftir RFF,“ segir Guðmundur Jörundsson fatahönnuður þegar hann er spurður út í Copenhagen Fashion Summit sem er einn stærsti viðburður heims er varðar sjáfbærni í tískuheiminum. Ellefu merki sýna fatnað gerðan úr sjálfbærum textílefnum á sýningu sem fer fram 24. apríl í Óperuhúsinu í Kaupmannhöfn. Jör er eini íslenski fatahönnuðurinn sem hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni og segir hann það vera mikinn heiður. Meðal fyrirlesara tískuráðstefnunnar er Mary krónprinsessa og Connie Nielsen, Hollywood-leikkona og aðrir hönnuðir eru Filippa K, Designers Remix, Marimekko, David Andersen, Gudrun & Gudrun, Ivana Helsinki, The Local Firm, Nina Skarra, Leila Hafzi og Barbara I Gongini. Fram undan eru fleiri spennandi verkefni hjá Guðmundi Jörundssyni en hann mun einnig taka þátt í innsetningu á Nordic Fashion Biennale í Frankfurt í mars. RFF Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Guðmundur Jörundsson er eini Íslendingurinn sem tekur þátt í Copenhagen Fashion Summit en Mary krónprinsessa er meðal fyrirlesara viðburðarins. „Það var haft samband við okkur í haust og okkur boðið að taka þátt í þessari áhugaverðu ráðstefnu varðandi sjálfbæran fatnað og lífræn efni. Ég hafði ekki almennilega kynnt mér þetta áður og komst að því að þetta er miklu stærra en ég gerði mér grein fyrir. Þetta gæti því orðið fín kynning fyrir okkur og það er gaman að vinna að nýju verkefni eftir RFF,“ segir Guðmundur Jörundsson fatahönnuður þegar hann er spurður út í Copenhagen Fashion Summit sem er einn stærsti viðburður heims er varðar sjáfbærni í tískuheiminum. Ellefu merki sýna fatnað gerðan úr sjálfbærum textílefnum á sýningu sem fer fram 24. apríl í Óperuhúsinu í Kaupmannhöfn. Jör er eini íslenski fatahönnuðurinn sem hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni og segir hann það vera mikinn heiður. Meðal fyrirlesara tískuráðstefnunnar er Mary krónprinsessa og Connie Nielsen, Hollywood-leikkona og aðrir hönnuðir eru Filippa K, Designers Remix, Marimekko, David Andersen, Gudrun & Gudrun, Ivana Helsinki, The Local Firm, Nina Skarra, Leila Hafzi og Barbara I Gongini. Fram undan eru fleiri spennandi verkefni hjá Guðmundi Jörundssyni en hann mun einnig taka þátt í innsetningu á Nordic Fashion Biennale í Frankfurt í mars.
RFF Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira