Einar: Þetta snýst ekki um hvort HSÍ hafi efni á Aroni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. mars 2014 07:30 Einar Þorvarðarson segir að HSÍ hafi efni á þjálfara í fullu starfi en geti ekki boðið sömu laun og félög úti í Evrópu. Vísir/Stefán Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson er að gera frábæra hluti með danska liðið Kolding. Liðið hefur unnið alla níu leiki sína undir hans stjórn og tryggði sér bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi. Félagið vill endilega semja til lengra tíma við Aron og er það mál nú í skoðun en hann er með samning út tímabilið við Kolding. Er Aron samdi við HSÍ í ágúst árið 2012 var í fyrsta skipti í langan tíma ráðinn landsliðsþjálfari í fullt starf. Metnaðarfull ráðning og átti Aron að koma að uppbyggingu handboltans á ýmsum sviðum samhliða landsliðsþjálfarastarfinu.Kolding vill halda Aroni Fari svo að hann semji til lengri tíma við Kolding verður ekkert framhald á því starfi þó svo hann muni örugglega halda áfram með landsliðið enda með samning við HSÍ fram á sumar árið 2015. Aron sagði við danska miðilinn Ekstrabladet um helgina að HSÍ hefði ekki fjármagnið til þess að vera með landsliðsþjálfara í fullu starfi og því væri gott fyrir hann að þjálfa félagslið samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. „Hann fékk leyfi til þess að taka þetta verkefni að sér fram á sumar og það hefur ekkert að gera með að HSÍ hafi ekki bolmagn til þess að vera með þjálfara í fullu starfi,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Við höfum verið að skipuleggja starfið hjá yngri landsliðunum með Aroni og fleirum. Það mál er allt í góðu ferli. Við höfum haft efni á því að vera með mann í fullu starfi og það hefur ekkert breyst. Það virðist samt vera þannig að þegar menn byrja með íslenska landsliðið þá eru þeir komnir mjög fljótlega til útlanda. Það er ljóst að við erum ekki samkeppnishæfir við laun sem eru í boði erlendis. Þetta snýst ekki um hvort HSÍ hafi efni á Aroni. Þetta snýst allt um verðmiðann, hvernig hann myndi líta út og svo framvegis.“ Aron búinn að gera margt HSÍ er vant því að vera með landsliðsþjálfara í hlutastarfi en stefnir HSÍ aftur í þá átt? „Við teljum okkur hafa verið með mikinn kraft í starfinu. Það er búið að skipuleggja og kominn rammi á starfið hjá yngri landsliðunum sem við vorum að leitast eftir að breyta. Þessi umræða er ekki hafin en við förum væntanlega í hana í framhaldinu,“ segir Einar og bætir við að staðan á vinnunni hans Arons fyrir HSÍ hafi verið komin í þannig ferli að sambandið gat leyft honum að fara út til Danmerkur. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson er að gera frábæra hluti með danska liðið Kolding. Liðið hefur unnið alla níu leiki sína undir hans stjórn og tryggði sér bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi. Félagið vill endilega semja til lengra tíma við Aron og er það mál nú í skoðun en hann er með samning út tímabilið við Kolding. Er Aron samdi við HSÍ í ágúst árið 2012 var í fyrsta skipti í langan tíma ráðinn landsliðsþjálfari í fullt starf. Metnaðarfull ráðning og átti Aron að koma að uppbyggingu handboltans á ýmsum sviðum samhliða landsliðsþjálfarastarfinu.Kolding vill halda Aroni Fari svo að hann semji til lengri tíma við Kolding verður ekkert framhald á því starfi þó svo hann muni örugglega halda áfram með landsliðið enda með samning við HSÍ fram á sumar árið 2015. Aron sagði við danska miðilinn Ekstrabladet um helgina að HSÍ hefði ekki fjármagnið til þess að vera með landsliðsþjálfara í fullu starfi og því væri gott fyrir hann að þjálfa félagslið samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. „Hann fékk leyfi til þess að taka þetta verkefni að sér fram á sumar og það hefur ekkert að gera með að HSÍ hafi ekki bolmagn til þess að vera með þjálfara í fullu starfi,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Við höfum verið að skipuleggja starfið hjá yngri landsliðunum með Aroni og fleirum. Það mál er allt í góðu ferli. Við höfum haft efni á því að vera með mann í fullu starfi og það hefur ekkert breyst. Það virðist samt vera þannig að þegar menn byrja með íslenska landsliðið þá eru þeir komnir mjög fljótlega til útlanda. Það er ljóst að við erum ekki samkeppnishæfir við laun sem eru í boði erlendis. Þetta snýst ekki um hvort HSÍ hafi efni á Aroni. Þetta snýst allt um verðmiðann, hvernig hann myndi líta út og svo framvegis.“ Aron búinn að gera margt HSÍ er vant því að vera með landsliðsþjálfara í hlutastarfi en stefnir HSÍ aftur í þá átt? „Við teljum okkur hafa verið með mikinn kraft í starfinu. Það er búið að skipuleggja og kominn rammi á starfið hjá yngri landsliðunum sem við vorum að leitast eftir að breyta. Þessi umræða er ekki hafin en við förum væntanlega í hana í framhaldinu,“ segir Einar og bætir við að staðan á vinnunni hans Arons fyrir HSÍ hafi verið komin í þannig ferli að sambandið gat leyft honum að fara út til Danmerkur.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira