Fanndís ætlar að halda níunni heitri fyrir Margréti Láru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2014 08:00 Fanndís Friðriksdóttir fagnar sigurmarki sínu á móti Kína í gær. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Fanndís Friðriksdóttir var hetja íslenska kvennalandsliðsins í gærkvöldi þegar liðið tryggði sér sæti í bronsleiknum á Algarve-mótinu í Portúgal með 1-0 sigri á Kína. Íslenska liðið vann tvo síðustu leikina sína í riðlinum og tryggði sér leik um þriðja sætið við Svíþjóð á morgun. „Þetta er geggjað hjá okkur. Við erum að ná næstbesta árangrinum okkar á Algarve-mótinu og það er því ekki hægt annað en að vera sáttur með þetta,“ sagði Fanndís en íslenska liðið náði best 2. sætinu fyrir þremur árum. „Það var mikill léttir að ná inn þessu sigurmarki og við áttum þetta líka skilið,“ sagði Fanndís en hún skoraði sigurmarkið beint úr hornspyrnu í uppbótartíma. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fanndís skorar sigurmark á móti Kína því hún skoraði einnig eina markið í leik gegn þeim kínversku á Algarve-mótinu fyrir tveimur árum. „Ég er komin með tök á Kínverjunum," sagði Fanndís hlæjandi en fyrra sigurmarkið var jafnframt hennar fyrsta fyrir íslenska A-landsliðið. Þetta var fyrsta hornið sem hún tók í leiknum. Fanndís er komin í níuna í fjarveru markadrottningarinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur en þær eru báðar úr Eyjum. „Ég er ekki frá því að það hafi hjálpað eitthvað. Það þarf að halda þessari níu lifandi fyrst að Margrét Lára er farin í barneignir. Ég er að halda henni heitri þar til að hún kemur aftur,“ sagði Fanndís í léttum tón. Hún segir Frey þjálfara hafa dreift álaginu vel á mótinu. „Við erum allar ferskar fyrir leikinn á móti Svíþjóð,“ sagði Fanndís. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Sjá meira
Fanndís Friðriksdóttir var hetja íslenska kvennalandsliðsins í gærkvöldi þegar liðið tryggði sér sæti í bronsleiknum á Algarve-mótinu í Portúgal með 1-0 sigri á Kína. Íslenska liðið vann tvo síðustu leikina sína í riðlinum og tryggði sér leik um þriðja sætið við Svíþjóð á morgun. „Þetta er geggjað hjá okkur. Við erum að ná næstbesta árangrinum okkar á Algarve-mótinu og það er því ekki hægt annað en að vera sáttur með þetta,“ sagði Fanndís en íslenska liðið náði best 2. sætinu fyrir þremur árum. „Það var mikill léttir að ná inn þessu sigurmarki og við áttum þetta líka skilið,“ sagði Fanndís en hún skoraði sigurmarkið beint úr hornspyrnu í uppbótartíma. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fanndís skorar sigurmark á móti Kína því hún skoraði einnig eina markið í leik gegn þeim kínversku á Algarve-mótinu fyrir tveimur árum. „Ég er komin með tök á Kínverjunum," sagði Fanndís hlæjandi en fyrra sigurmarkið var jafnframt hennar fyrsta fyrir íslenska A-landsliðið. Þetta var fyrsta hornið sem hún tók í leiknum. Fanndís er komin í níuna í fjarveru markadrottningarinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur en þær eru báðar úr Eyjum. „Ég er ekki frá því að það hafi hjálpað eitthvað. Það þarf að halda þessari níu lifandi fyrst að Margrét Lára er farin í barneignir. Ég er að halda henni heitri þar til að hún kemur aftur,“ sagði Fanndís í léttum tón. Hún segir Frey þjálfara hafa dreift álaginu vel á mótinu. „Við erum allar ferskar fyrir leikinn á móti Svíþjóð,“ sagði Fanndís.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti