Kínverjar vilja aukinn kraft í leitina Freyr Bjarnason skrifar 11. mars 2014 07:00 Ættingjar fólks sem var um borð í flugvélinni reyna að hughreista hvor annan í Peking í Kína. Mynd/AP Kínverjar hafa krafist þess að malasísk yfirvöld leggi enn meiri kraft í leitina að farþegaflugvélinni sem hvarf á laugardaginn með 239 manneskjur um borð, þar á meðal yfir 150 Kínverja. Skip og björgunarþyrlur leituðu í gær að flugvélinni sem hvarf á leið sinni frá Peking til Kúala Lúmpúr. Ekki hefur fengist staðfest að Boeing 777-vélin hafi brotlent og bíða ættingjar farþeganna því óþreyjufullir eftir frekari fréttum af hvarfinu. Yfirlýsing undirrituð af eitt hundrað ættingjum var lesin upp fyrir blaðamenn. Þar kom fram að ef flugfélagið Malasia Airlines gefur þeim ekki frekari útskýringar ætla þeir að leita til sendiráðsins í Malasíu. Lögreglan í Taílandi og Interpol hafa yfirheyrt starfsmenn ferðaskrifstofunnar sem seldi tveimur mönnum miða aðra leið með vélinni. Til þess notuðu þeir vegabréf sem var stolið í Taílandi fyrir tveimur árum frá Austurríkismanni og Ítala. Azharuddin Abdul Rahman hjá flugmálayfirvöldum í Malasíu, sagði að rannsókn á öllum mögulegum vinklum standi yfir til að komast til botns í málinu, þar á meðal hvort að um flugrán hafi verið að ræða. Ekkert neyðarkall barst frá vélinni, sem þykir ótrúlegt hafi hún hrapað úr flughæð sinni og lent í sjónum. Ekkert amaði að veðri þegar vélin hvarf. Alls hafa 34 flugvélar og fjörutíu skip frá þó nokkrum löndum skoðað svæðið þar sem flugvélin hvarf af ratsjá á milli Malasíu og Víetnam. Á meðal þess sem menn telja að hafi mögulega komið fyrir er sprenging, vélarbilun, hryðjuverkaárás, óvenjumikil ókyrrð í lofti, mistök flugmanns eða jafnvel sjálfsvíg hans. Á sunnudagskvöld kom víetnömsk flugvél auga á hlut í sjónum sem talið var að væri hurð farþegavélarinnar. Hluturinn fannst aftur á móti ekki þegar skip leituðu að honum. Í gær kom leitarvél frá Singapúr auga á gulan hlut um 140 kílómetra suðvestur af Tou Chu-eyjum en þá kom í ljós að um einhvers konar sjávarrusl var að ræða.Minnir á hvarf Adam Air árið 2007 Hvarf Boeing 777-farþegaþotu Malasia Airlines svipar til annars atburðar sem átti sér stað árið 2007 þegar Boeing 737-þota með 102 manneskjur um borð hvarf í flugi á milli tveggja indónesískra borga. Í því tilfelli úrskurðuðu rannsakendur að Adam Air-þotan hefði brotlent í sjónum eftir að flugmennirnir hefðu lent í vandræðum með leiðarkerfi vélarinnar. Þeir hefðu gleymt að kveikja á sjálfsstýringunni og misst stjórn á vélinni. Allir um borð fórust og tók það rúma viku að finna vélarflakið. Todd Curtis, sérfræðingur í flugöryggi, sagði við NBC News að ef Boeing-777-vélin hafi hrapað á laugardaginn hefði átt að kvikna sjálfkrafa á neyðarsendi sem sýnir björgunarmönnum hvar slysið átti sér stað. Einnig sagði hann að Boeing 777-þotur séu það stórar að þær eiga undir venjulegum kringumstæðum að sjást, þótt þær hafi brotlent í miðjum frumskógi. Boeing 777 er ein öruggasta og mest selda Boeing-tegundin. Af þeim 6,9 milljónum flugferða sem þessi tegund hefur flogið, samkvæmt AirSafe.com, hefur aðeins eitt annað banaslys orðið, eða í San Francisco í fyrra þegar þrír farþegar af 291 fórust. Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Kínverjar hafa krafist þess að malasísk yfirvöld leggi enn meiri kraft í leitina að farþegaflugvélinni sem hvarf á laugardaginn með 239 manneskjur um borð, þar á meðal yfir 150 Kínverja. Skip og björgunarþyrlur leituðu í gær að flugvélinni sem hvarf á leið sinni frá Peking til Kúala Lúmpúr. Ekki hefur fengist staðfest að Boeing 777-vélin hafi brotlent og bíða ættingjar farþeganna því óþreyjufullir eftir frekari fréttum af hvarfinu. Yfirlýsing undirrituð af eitt hundrað ættingjum var lesin upp fyrir blaðamenn. Þar kom fram að ef flugfélagið Malasia Airlines gefur þeim ekki frekari útskýringar ætla þeir að leita til sendiráðsins í Malasíu. Lögreglan í Taílandi og Interpol hafa yfirheyrt starfsmenn ferðaskrifstofunnar sem seldi tveimur mönnum miða aðra leið með vélinni. Til þess notuðu þeir vegabréf sem var stolið í Taílandi fyrir tveimur árum frá Austurríkismanni og Ítala. Azharuddin Abdul Rahman hjá flugmálayfirvöldum í Malasíu, sagði að rannsókn á öllum mögulegum vinklum standi yfir til að komast til botns í málinu, þar á meðal hvort að um flugrán hafi verið að ræða. Ekkert neyðarkall barst frá vélinni, sem þykir ótrúlegt hafi hún hrapað úr flughæð sinni og lent í sjónum. Ekkert amaði að veðri þegar vélin hvarf. Alls hafa 34 flugvélar og fjörutíu skip frá þó nokkrum löndum skoðað svæðið þar sem flugvélin hvarf af ratsjá á milli Malasíu og Víetnam. Á meðal þess sem menn telja að hafi mögulega komið fyrir er sprenging, vélarbilun, hryðjuverkaárás, óvenjumikil ókyrrð í lofti, mistök flugmanns eða jafnvel sjálfsvíg hans. Á sunnudagskvöld kom víetnömsk flugvél auga á hlut í sjónum sem talið var að væri hurð farþegavélarinnar. Hluturinn fannst aftur á móti ekki þegar skip leituðu að honum. Í gær kom leitarvél frá Singapúr auga á gulan hlut um 140 kílómetra suðvestur af Tou Chu-eyjum en þá kom í ljós að um einhvers konar sjávarrusl var að ræða.Minnir á hvarf Adam Air árið 2007 Hvarf Boeing 777-farþegaþotu Malasia Airlines svipar til annars atburðar sem átti sér stað árið 2007 þegar Boeing 737-þota með 102 manneskjur um borð hvarf í flugi á milli tveggja indónesískra borga. Í því tilfelli úrskurðuðu rannsakendur að Adam Air-þotan hefði brotlent í sjónum eftir að flugmennirnir hefðu lent í vandræðum með leiðarkerfi vélarinnar. Þeir hefðu gleymt að kveikja á sjálfsstýringunni og misst stjórn á vélinni. Allir um borð fórust og tók það rúma viku að finna vélarflakið. Todd Curtis, sérfræðingur í flugöryggi, sagði við NBC News að ef Boeing-777-vélin hafi hrapað á laugardaginn hefði átt að kvikna sjálfkrafa á neyðarsendi sem sýnir björgunarmönnum hvar slysið átti sér stað. Einnig sagði hann að Boeing 777-þotur séu það stórar að þær eiga undir venjulegum kringumstæðum að sjást, þótt þær hafi brotlent í miðjum frumskógi. Boeing 777 er ein öruggasta og mest selda Boeing-tegundin. Af þeim 6,9 milljónum flugferða sem þessi tegund hefur flogið, samkvæmt AirSafe.com, hefur aðeins eitt annað banaslys orðið, eða í San Francisco í fyrra þegar þrír farþegar af 291 fórust.
Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira