Gaf Kasparov skartgrip Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2014 09:00 Vel fór á með Garry Kasparov og Jóhannesi. Mynd/Einkasafn „Ég kannast við fólk í Skáksambandi Íslands og fékk að hitta á kallinn. Hann valdi sér hring sem ég gaf honum ásamt lyklakippu úr silfri með mynd af gömlu Íslandskorti,“ segir gullsmiðurinn Jóhannes Ottósson, maðurinn á bak við skartgripamerkið NOX. Hann gaf skákmeistaranum Garry Kasparov hönnun sína enda hefur hann ávallt borið virðingu fyrir honum. „Ég átti ekki margar hetjur þegar ég var yngri en þetta er eitt af nöfnunum sem ég þekkti. Ég er ekkert á kafi í skák en ég hef fylgst með honum reglulega í gegnum tíðina. Hann flutti til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum og getur aldrei snúið aftur heim til Rússlands þannig að hann er pólitískur flóttamaður. Það kemur fyrir marga snillinga þegar þeir opna á sér munninn og grýta sér í kerfið. Ég ber mikla virðingu fyrir honum, bæði fyrir það sem hann er sem skákmeistari og líka fyrir það sem hann stendur sem aðgerðasinni,“ segir Jóhannes. Hann segir Kasparov hafa viljað fræðast mikið um land og þjóð sem og hringinn sem hann valdi sér sem er innblásinn af íslensku landvættunum. „Hann var mjög hrifinn af sögunni um íslensku landvættirnar og vildi fá útskýringar á hverjum hring. Hann vildi ekki drekann því hann stendur fyrir austur – hann vildi ekkert úr austri. Það endaði á því að hann valdi örninn sem stendur fyrir vestur. Hann var mjög hrifinn af sögu Íslendinga og spurði mikið. Það var skemmtilegt að ræða við hann. Hann var ekki með neina stjörnustæla og gaf sér tíma til að spyrja út í hlutina þótt hann hefði í nægu að snúast.“ John Grant vill ólmur fá að smíða sína eigin skartgripi hjá Jóhannesi einhvern tímann.Aðspurður hvort þeir félagar hafi tekið skák segir Jóhannes það ekki vera. „Ég held að við hefðum ekki þurft að spyrja að leikslokum í þeirri skák,“ segir hann glaður í bragði. Jóhannes hefur líka komist í kynni við tónlistarmanninn og Íslandsvininn John Grant, sem einnig á hring eftir hann. „Ég var rosalega ánægður þegar ég heyrði að hann væri að þvælast á Íslandi. Ég fór út að borða með honum, hann valdi sér hring og síðan hittumst við síðar á tónleikum í Hörpu. Hann er mjög kúl persóna og bað meira að segja um að fá að koma heim á verkstæðið mitt og smíða eitthvað sjálfur,“ segir Jóhannes sem stefnir á að taka hann á orðinu í nánustu framtíð. „Akkúrat í augnablikinu hef ég ekki mikinn tíma til að leika mér á verkstæðinu,“ bætir Jóhannes við, enda nóg að gera hjá honum að undirbúa sýningu á Hönnunarmars sem fer fram í Hörpu síðustu helgina í mars. „Það verður skemmtilegt samspil þar sem 23 til 25 gullsmiðir taka þátt en þeir eru allir í Félagi íslenskra gullsmíða sem er fagfélag. Þar mun ég sýna risastóran módelhlut úr nýju kvenmannslínunni minni Berg. Ég er að klára línuna núna og óvíst hvenær hún fer í sölu en það verður innan skamms. Ég vil að allt sem kemur frá mér sé 110 prósent. Ef ég er ekki ánægður þá verða viðskiptavinir mínir það ekki heldur. HönnunarMars Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
„Ég kannast við fólk í Skáksambandi Íslands og fékk að hitta á kallinn. Hann valdi sér hring sem ég gaf honum ásamt lyklakippu úr silfri með mynd af gömlu Íslandskorti,“ segir gullsmiðurinn Jóhannes Ottósson, maðurinn á bak við skartgripamerkið NOX. Hann gaf skákmeistaranum Garry Kasparov hönnun sína enda hefur hann ávallt borið virðingu fyrir honum. „Ég átti ekki margar hetjur þegar ég var yngri en þetta er eitt af nöfnunum sem ég þekkti. Ég er ekkert á kafi í skák en ég hef fylgst með honum reglulega í gegnum tíðina. Hann flutti til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum og getur aldrei snúið aftur heim til Rússlands þannig að hann er pólitískur flóttamaður. Það kemur fyrir marga snillinga þegar þeir opna á sér munninn og grýta sér í kerfið. Ég ber mikla virðingu fyrir honum, bæði fyrir það sem hann er sem skákmeistari og líka fyrir það sem hann stendur sem aðgerðasinni,“ segir Jóhannes. Hann segir Kasparov hafa viljað fræðast mikið um land og þjóð sem og hringinn sem hann valdi sér sem er innblásinn af íslensku landvættunum. „Hann var mjög hrifinn af sögunni um íslensku landvættirnar og vildi fá útskýringar á hverjum hring. Hann vildi ekki drekann því hann stendur fyrir austur – hann vildi ekkert úr austri. Það endaði á því að hann valdi örninn sem stendur fyrir vestur. Hann var mjög hrifinn af sögu Íslendinga og spurði mikið. Það var skemmtilegt að ræða við hann. Hann var ekki með neina stjörnustæla og gaf sér tíma til að spyrja út í hlutina þótt hann hefði í nægu að snúast.“ John Grant vill ólmur fá að smíða sína eigin skartgripi hjá Jóhannesi einhvern tímann.Aðspurður hvort þeir félagar hafi tekið skák segir Jóhannes það ekki vera. „Ég held að við hefðum ekki þurft að spyrja að leikslokum í þeirri skák,“ segir hann glaður í bragði. Jóhannes hefur líka komist í kynni við tónlistarmanninn og Íslandsvininn John Grant, sem einnig á hring eftir hann. „Ég var rosalega ánægður þegar ég heyrði að hann væri að þvælast á Íslandi. Ég fór út að borða með honum, hann valdi sér hring og síðan hittumst við síðar á tónleikum í Hörpu. Hann er mjög kúl persóna og bað meira að segja um að fá að koma heim á verkstæðið mitt og smíða eitthvað sjálfur,“ segir Jóhannes sem stefnir á að taka hann á orðinu í nánustu framtíð. „Akkúrat í augnablikinu hef ég ekki mikinn tíma til að leika mér á verkstæðinu,“ bætir Jóhannes við, enda nóg að gera hjá honum að undirbúa sýningu á Hönnunarmars sem fer fram í Hörpu síðustu helgina í mars. „Það verður skemmtilegt samspil þar sem 23 til 25 gullsmiðir taka þátt en þeir eru allir í Félagi íslenskra gullsmíða sem er fagfélag. Þar mun ég sýna risastóran módelhlut úr nýju kvenmannslínunni minni Berg. Ég er að klára línuna núna og óvíst hvenær hún fer í sölu en það verður innan skamms. Ég vil að allt sem kemur frá mér sé 110 prósent. Ef ég er ekki ánægður þá verða viðskiptavinir mínir það ekki heldur.
HönnunarMars Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira