Nýtt tímabil hefst í Formúlunni um helgina og venju samkvæmt hefst tímabilið í Ástralíu. Þjóðverjinn Sebastian Vettel hefur orðið heimsmeistari síðustu fjögur ár og reynir nú að vinna fimmta árið í röð.
„Við erum ekki í bestu stöðunni til þess að vinna þessa keppni. Að vinna heimsmeistaratitilinn er allt önnur saga. Þetta verður langt tímabil,“ sagði Vettel í gær en bíllinn hans hjá Red Bull hefur ekki verið sérstaklega sannfærandi síðustu vikur.
Vettel hefur haft ótrúlega yfirburði í íþróttinni síðan árið 2010 en nýjar reglubreytingar vekja vonir um að tímabilið í ár verði meira spennandi en síðustu ár.
„Árið hefur ekki byrjað vel hjá okkur og það þarf að laga ýmislegt. Við erum ekki heimskir. Vissulega vildum við vera í betri stöðu á þessum tímapunkti en það sitja allir við sama borð. Við munum gera okkar besta um helgina og stefnum að því að mæta enn sterkari til leiks í næstu keppni.“
Engir yfirburðir hjá Vettel í ár
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn