Rannsókn beint að flugmönnunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. mars 2014 11:55 Á flugvellinum í Sepang í Malasíu hefur fjöldi manns skrifað á þar til ætlaðan vegg skilaboð og heillaóskir til allra sem tengjast farþegum eða áhöfn vélarinnar týndu. Vísir/AP Á laugardaginn var gerð húsleit á heimilum flugmanna malasísku farþegaþotunnar, sem viku fyrr hvarf sjónum flugumferðareftirlitsmanna þar sem hún var á flugi yfir hafinu á leið til Kína. Khalid Abu Bakar, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í Malasíu, segir stjórnvöld ekki hafa talið ástæðu til þess fyrr að gera húsleit á heimilum þeirra. Hann sagðist einnig hafa beðið stjórnvöld þeirra ríkja, sem áttu ríkisborgara um borð í vélinni týndu, um að kanna bakgrunn þeirra. Sums staðar sé þegar búið að gera slíka bakgrunnsrannsókn, en enn sé beðið eftir svörum frá fleiri ríkjum. Í fyrstu var talið að vélin hefði hrapað í sjóinn stuttu eftir að samband við hana slitnaði, en það gerðist laugardaginn 8. mars klukkan hálf tvö að staðartíma. Nú þykir staðfest að vélinni hafi verið flogið áfram eftir það, stefnu hennar hafi verið breytt og henni flogið aftur yfir Malasíu og áfram í áttina að Andaman-eyjum í Indlandshafi. Vélinni var flogið eftir þekktum flugleiðum, sem hefði ekki verið á færi annarra en lærðra flugmanna. Flugmenn hefðu einnig verið færir um að slökkva á merkjasendingum frá vélinni, eins og gert var eftir að hún hafði verið um það bil eina klukkustund á flugi. Síðustu orðin sem bárust frá áhöfninni voru: „Allt í lagi, góða nótt.“ Þetta var sagt eftir að slökkt var á ACARS-merkjasendingakerfi vélarinnar. Staðfesting hefur einnig fengist á því að vélin var á flugi í meira en sex klukkustundir eftir að slökkt var á sambandinu, sem þýðir að hún gæti verið komin alla leið norður til Kasakstans eða langt suður í Indlandshaf. Stjórnvöld í Malasíu segja því nánast útilokað að finna vélina nema nánari upplýsingar um síðustu ferðir hennar skjóti upp kollinum. Þau hafa því beðið nágrannaríkin um aðstoð við leitina. „Leitin var fyrir mjög flókið, fjölþjóðlegt verkefni,“ sagði Affendi Buang, herforingi í malasíska flughernum. „Hún er nú orðin enn erfiðari.“Mörgum spurningum enn ósvarað Áttu flugmennirnir einhvern þátt í hvarfi vélarinnar? Ef svo er, stóðu þeir þá báðir að verki eða einungis annar þeirra? Átti einhver annar úr áhöfninni eða einhver farþeganna hlut að máli? Voru flugmennirnir þvingaðir til að fljúga vélinni áfram? Tókst einum eða fleiri farþegum að brjótast inn í flugstjórnarklefann? Var einhver farþeganna fær um að fljúga vélinni áfram? Flugvélahvarf MH370 Fréttaskýringar Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira
Á laugardaginn var gerð húsleit á heimilum flugmanna malasísku farþegaþotunnar, sem viku fyrr hvarf sjónum flugumferðareftirlitsmanna þar sem hún var á flugi yfir hafinu á leið til Kína. Khalid Abu Bakar, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í Malasíu, segir stjórnvöld ekki hafa talið ástæðu til þess fyrr að gera húsleit á heimilum þeirra. Hann sagðist einnig hafa beðið stjórnvöld þeirra ríkja, sem áttu ríkisborgara um borð í vélinni týndu, um að kanna bakgrunn þeirra. Sums staðar sé þegar búið að gera slíka bakgrunnsrannsókn, en enn sé beðið eftir svörum frá fleiri ríkjum. Í fyrstu var talið að vélin hefði hrapað í sjóinn stuttu eftir að samband við hana slitnaði, en það gerðist laugardaginn 8. mars klukkan hálf tvö að staðartíma. Nú þykir staðfest að vélinni hafi verið flogið áfram eftir það, stefnu hennar hafi verið breytt og henni flogið aftur yfir Malasíu og áfram í áttina að Andaman-eyjum í Indlandshafi. Vélinni var flogið eftir þekktum flugleiðum, sem hefði ekki verið á færi annarra en lærðra flugmanna. Flugmenn hefðu einnig verið færir um að slökkva á merkjasendingum frá vélinni, eins og gert var eftir að hún hafði verið um það bil eina klukkustund á flugi. Síðustu orðin sem bárust frá áhöfninni voru: „Allt í lagi, góða nótt.“ Þetta var sagt eftir að slökkt var á ACARS-merkjasendingakerfi vélarinnar. Staðfesting hefur einnig fengist á því að vélin var á flugi í meira en sex klukkustundir eftir að slökkt var á sambandinu, sem þýðir að hún gæti verið komin alla leið norður til Kasakstans eða langt suður í Indlandshaf. Stjórnvöld í Malasíu segja því nánast útilokað að finna vélina nema nánari upplýsingar um síðustu ferðir hennar skjóti upp kollinum. Þau hafa því beðið nágrannaríkin um aðstoð við leitina. „Leitin var fyrir mjög flókið, fjölþjóðlegt verkefni,“ sagði Affendi Buang, herforingi í malasíska flughernum. „Hún er nú orðin enn erfiðari.“Mörgum spurningum enn ósvarað Áttu flugmennirnir einhvern þátt í hvarfi vélarinnar? Ef svo er, stóðu þeir þá báðir að verki eða einungis annar þeirra? Átti einhver annar úr áhöfninni eða einhver farþeganna hlut að máli? Voru flugmennirnir þvingaðir til að fljúga vélinni áfram? Tókst einum eða fleiri farþegum að brjótast inn í flugstjórnarklefann? Var einhver farþeganna fær um að fljúga vélinni áfram?
Flugvélahvarf MH370 Fréttaskýringar Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira