Eignarnám hér en ekki þar Ögmundur Jónasson skrifar 18. mars 2014 00:00 Það var engan bilbug að finna á Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra þegar hún mætti í sjónvarpsþátt á dögunum til að réttlæta eignarnám á landi undir rafmagnslínu á Suðurnesjum. Hún tók það sérstaklega fram að þótt eigendur færu í mál myndi það ekki „fresta réttaráhrifum“, sem á mannamáli þýðir að hvað sem öllum málaferlum líður þá verði farið í framkvæmdir. Þáttarstjórnandinn sagði að ekki væri að sjá að framkvæmdin væri svo aðkallandi að rjúka yrði í hana með forgangshraði. En Ragnheiður Elín sat líka fyrir svörum í umræddum þætti sem ferðamálaráðherra. Þar var hún ekki eins viss í sinni sök gagnvart eignarréttinum. Hún talaði þar fyrir því baráttumáli ríkisstjórnarinnar að ríkið rukki okkur fyrir að fara á Þingvöll og skoða náttúruperlur Íslands. Um þetta verði að vísu að nást „víðtæk sátt“ og er svo að skilja að þar sé einkum átt við hagsmunaaðila í ferðaiðnaði og landeigendur. Almenningur kemur þarna lítið við sögu og hvergi er minnst á eignarnám í þessu samhengi. Það er þó þarna sem eignarnám væri fullkomlega réttlætanlegt að mínu áliti, þ.e. gagnvart þeim aðilum sem í krafti einkaeignarréttar ætla, í trássi við lög, að græða á náttúruperlum Íslands. Þetta er eins yfirgengilegt og verða má. Í fréttum heyrðist einn talsmanna landeigenda líkja almenningi við börn sem hefðu fengið sleikibrjóstsykur ókeypis um hríð en þyrftu nú að borga fyrir hann. Einhvers staðar var bent á að sú hætta væri raunveruleg að með andvaraleysi og meðvirkni stjórnvalda væri að myndast hér eins konar kvótakerfi þar sem ekki bara eigendur að landi færu að umgangast náttúruperlur sem eign sína, heldur tæki fjármálakerfið undir með því að heimila veðsetningu á nýtingu „eigna“ af þessu tagi inn í framtíðina. Þar með myndaðist tilkall til tekna af náttúruperlum sem enginn bókstafur er þó fyrir í lögum. Hér hræða sporin úr sjávarútveginum. Einni spurningu vildi ég heyra ferðamálaráðherrann og iðnaðarráðherrann svara úr einum og sama munninum: Hvort ekki væri ráð að snúa forgangsröðinni við, sýna landeigendum á Suðurnesjum ögn meiri biðlund en draga úr undirgefni við þá aðila sem eru að fjárnýta náttúruperlur Íslands í eiginhagsmunaskyni undir því falska yfirskini að vera sérstakir varðstöðumenn náttúru Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það var engan bilbug að finna á Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra þegar hún mætti í sjónvarpsþátt á dögunum til að réttlæta eignarnám á landi undir rafmagnslínu á Suðurnesjum. Hún tók það sérstaklega fram að þótt eigendur færu í mál myndi það ekki „fresta réttaráhrifum“, sem á mannamáli þýðir að hvað sem öllum málaferlum líður þá verði farið í framkvæmdir. Þáttarstjórnandinn sagði að ekki væri að sjá að framkvæmdin væri svo aðkallandi að rjúka yrði í hana með forgangshraði. En Ragnheiður Elín sat líka fyrir svörum í umræddum þætti sem ferðamálaráðherra. Þar var hún ekki eins viss í sinni sök gagnvart eignarréttinum. Hún talaði þar fyrir því baráttumáli ríkisstjórnarinnar að ríkið rukki okkur fyrir að fara á Þingvöll og skoða náttúruperlur Íslands. Um þetta verði að vísu að nást „víðtæk sátt“ og er svo að skilja að þar sé einkum átt við hagsmunaaðila í ferðaiðnaði og landeigendur. Almenningur kemur þarna lítið við sögu og hvergi er minnst á eignarnám í þessu samhengi. Það er þó þarna sem eignarnám væri fullkomlega réttlætanlegt að mínu áliti, þ.e. gagnvart þeim aðilum sem í krafti einkaeignarréttar ætla, í trássi við lög, að græða á náttúruperlum Íslands. Þetta er eins yfirgengilegt og verða má. Í fréttum heyrðist einn talsmanna landeigenda líkja almenningi við börn sem hefðu fengið sleikibrjóstsykur ókeypis um hríð en þyrftu nú að borga fyrir hann. Einhvers staðar var bent á að sú hætta væri raunveruleg að með andvaraleysi og meðvirkni stjórnvalda væri að myndast hér eins konar kvótakerfi þar sem ekki bara eigendur að landi færu að umgangast náttúruperlur sem eign sína, heldur tæki fjármálakerfið undir með því að heimila veðsetningu á nýtingu „eigna“ af þessu tagi inn í framtíðina. Þar með myndaðist tilkall til tekna af náttúruperlum sem enginn bókstafur er þó fyrir í lögum. Hér hræða sporin úr sjávarútveginum. Einni spurningu vildi ég heyra ferðamálaráðherrann og iðnaðarráðherrann svara úr einum og sama munninum: Hvort ekki væri ráð að snúa forgangsröðinni við, sýna landeigendum á Suðurnesjum ögn meiri biðlund en draga úr undirgefni við þá aðila sem eru að fjárnýta náttúruperlur Íslands í eiginhagsmunaskyni undir því falska yfirskini að vera sérstakir varðstöðumenn náttúru Íslands.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar