Ópera á 50 mínútum 22. mars 2014 09:30 Unnur Helga Möller Vísir/Úr einkasafni „Þetta er ópera á fimmtíu mínútum. Ég ætla fara í gegnum óperusöguna sem spannar um 500 ár á tónleikunum,“ segir sópransöngkonan Unnur Helga Möller sem kemur fram á tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn. Hún ætlar að gera efnið einstaklega aðgengilegt fyrir þá sem þekkja óperur yfir höfuð ekkert svakalega vel. „Margir vinir mínir þekkja óperuheiminn lítið og ætla ég reyna gera þetta einstaklega aðgengilegt og skemmtilegt,“ bætir Unnur Helga við. Eins og fram hefur komið er hún næstum alnafna þekktrar söngkonu, Helgu Möller en eru þið skyldar. „Við erum fjórmenningar og höfum hisst á ættarmótum. Við höfum reyndar aldrei sungið saman en ég væri þó mikið til í að syngja með henni,“ segir Unnur Helga létt í lund. Unnur Helga er frá Akureyri og söng í 10 ár með Stúlknakór Akureyrarkirkju, söng í söngleikjum og með ýmsum kórum nyrðra og lauk námi við Tónlistarskólann á Akureyri. Hér syðra þar sem hún býr í dag, nam hún við Söngskóla Sigurðar Demetz þar sem Kristján Jóhannsson var aðalkennari hennar. Hún fór í framhaldsnám í Leipzig og Salzburg og hefur komið fram í ýmsum verkefnum bæði heima og erlendis, m.a. söng hún í gjörningi Ragnars Kjartanssonar, BLISS við Performa 11 hátíðina í New York. Hún er í kór Íslensku óperunnar og hefur í vetur tekið þátt í bæði Carmen og nú í Ragnheiði. Þá hefur Unnur Helga lokið námi í mannfræði og unnið meðfram söngnum á Árbæjarsafni við að handmjólka kýr og strokka smjör. „Það er frábært að fá að syngja þarna og gaman að koma fram með frábærum píanóleikara,“ segir Unnur Helga um tónleikana. Með Unni Helgu á tónleikunum leikur Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari. Á efniskrá eru ýmsar óperuaríur og fer Unnur Helga lauslega í gegnum óperusöguna allt frá Caccini og síðan syngur hún aríur eftir Verdi, Mozart, Handel og endar á Menotti. „Minn helsti draumur er svo að syngja með Skálmöld, Lucia Di Lammermoor það væri gaman,“ segir Unnur Helga spurðu út í framhaldið. Tónleikarnir eru styrktir af Samfélagssjóði EFLU verkfræðistofu í tilefni af 40 ára afmælis fyrirtækisins og eru þeir haldnir í samstarfi við Hörpu, tónlistar og ráðstefnuhús. Tónleikarnir eru ókeypis á meðan húsrúm leyfir, en fullt hefur verið á alla tónleika tónleikaraðarinnar Eflum ungar raddir, í vetur í þessari tónleikaröð. Þeir hefjast kl. 16.00 í Kaldalóni. Tónlist Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er ópera á fimmtíu mínútum. Ég ætla fara í gegnum óperusöguna sem spannar um 500 ár á tónleikunum,“ segir sópransöngkonan Unnur Helga Möller sem kemur fram á tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn. Hún ætlar að gera efnið einstaklega aðgengilegt fyrir þá sem þekkja óperur yfir höfuð ekkert svakalega vel. „Margir vinir mínir þekkja óperuheiminn lítið og ætla ég reyna gera þetta einstaklega aðgengilegt og skemmtilegt,“ bætir Unnur Helga við. Eins og fram hefur komið er hún næstum alnafna þekktrar söngkonu, Helgu Möller en eru þið skyldar. „Við erum fjórmenningar og höfum hisst á ættarmótum. Við höfum reyndar aldrei sungið saman en ég væri þó mikið til í að syngja með henni,“ segir Unnur Helga létt í lund. Unnur Helga er frá Akureyri og söng í 10 ár með Stúlknakór Akureyrarkirkju, söng í söngleikjum og með ýmsum kórum nyrðra og lauk námi við Tónlistarskólann á Akureyri. Hér syðra þar sem hún býr í dag, nam hún við Söngskóla Sigurðar Demetz þar sem Kristján Jóhannsson var aðalkennari hennar. Hún fór í framhaldsnám í Leipzig og Salzburg og hefur komið fram í ýmsum verkefnum bæði heima og erlendis, m.a. söng hún í gjörningi Ragnars Kjartanssonar, BLISS við Performa 11 hátíðina í New York. Hún er í kór Íslensku óperunnar og hefur í vetur tekið þátt í bæði Carmen og nú í Ragnheiði. Þá hefur Unnur Helga lokið námi í mannfræði og unnið meðfram söngnum á Árbæjarsafni við að handmjólka kýr og strokka smjör. „Það er frábært að fá að syngja þarna og gaman að koma fram með frábærum píanóleikara,“ segir Unnur Helga um tónleikana. Með Unni Helgu á tónleikunum leikur Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari. Á efniskrá eru ýmsar óperuaríur og fer Unnur Helga lauslega í gegnum óperusöguna allt frá Caccini og síðan syngur hún aríur eftir Verdi, Mozart, Handel og endar á Menotti. „Minn helsti draumur er svo að syngja með Skálmöld, Lucia Di Lammermoor það væri gaman,“ segir Unnur Helga spurðu út í framhaldið. Tónleikarnir eru styrktir af Samfélagssjóði EFLU verkfræðistofu í tilefni af 40 ára afmælis fyrirtækisins og eru þeir haldnir í samstarfi við Hörpu, tónlistar og ráðstefnuhús. Tónleikarnir eru ókeypis á meðan húsrúm leyfir, en fullt hefur verið á alla tónleika tónleikaraðarinnar Eflum ungar raddir, í vetur í þessari tónleikaröð. Þeir hefjast kl. 16.00 í Kaldalóni.
Tónlist Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira