Hefur hannað allt frá hjólapumpum til ljósa Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 27. mars 2014 16:00 Kristbjörg María Guðmundsdóttir iðnhönnuður hefur hannað fjölda ólíkra hluta, allt frá hjólapumpum til heilsuvara. Hún hefur nú hannað fjölnota borð sem hún kallar Örk og verður það til sýnis á HönnunarMars sem hefst í dag. „Nafnið vísar í form borðsins og notagildi þess sem blaðagrindar,“ segir Kristbjörg. „Borðið má nota á margvíslegan máta, sem hliðarborð, náttborð, undir ferðatölvu og jafnvel sem blómastand. Það er unnið úr stálgrind og svo er steinplata ofan á. Ég hef unnið með stál áður og finnst gaman að vinna með það. Ofan á er svo steinn sem er unninn úr hágæða, ítölsku efni, framleiddur úr 94 prósent kvarssteini. Hann hefur svipaða áferð og granít. Borðið er einfalt í samsetningu og spenna stálgrindarinnar heldur því saman og eru skrúfur því óþarfar. Það hefur létt yfirbragð og klassískt útlit.“ Kristbjörg lærði iðnhönnun í Ingvar Kamprad Design Centre í Lundi í Svíþjóð og útskrifaðist í fyrravor. „Í skólanum var mikið lagt upp úr fjölbreytileika. Þar hannaði ég til dæmis hjólapumpu, ljós og púða sem er ætlaður fólki með elliglöp. Í framhaldi af hönnun púðans fékk ég svo vinnu hjá fyrirtækinu sem framleiddi hann. Fyrirtækið framleiðir vörur fyrir heilbrigðiskerfið og var starfið skemmtilegt og spennandi,“ segir Kristbjörg. Áður en Kristbjörg fór út hafði hún hannað Sauðabindið sem fékk mikla athygli. Hún hefur lengi haft áhuga á hönnun og hefur verið að föndra frá því í æsku. „Það lá nokkuð beint við að verða iðnhönnuður. Pabbi er húsasmíðameistari og ég fylgdist með honum við störf sín. Ég var ekki gömul þegar ég byggði heilt hús úr mjólkurfernum. Þetta var þó ekki alveg bein leið hjá mér því ég fór í jarðfræði í Háskóla Íslands. Þegar ég komst svo inn í skólann úti varð ég að slá til. Þetta er mjög spennandi skóli, flott aðstaða og allt til alls,“ segir hún. Kristbjörg er alltaf með eitthvað á prjónunum og fer beint í önnur verkefni eftir HönnunarMars. „Ég þarf að fylgja borðunum eftir en svo taka önnur verkefni við. Í iðnhönnun þarf svolítið að skapa sér tækifærin sjálfur og vera duglegur.“ HönnunarMars Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
Kristbjörg María Guðmundsdóttir iðnhönnuður hefur hannað fjölda ólíkra hluta, allt frá hjólapumpum til heilsuvara. Hún hefur nú hannað fjölnota borð sem hún kallar Örk og verður það til sýnis á HönnunarMars sem hefst í dag. „Nafnið vísar í form borðsins og notagildi þess sem blaðagrindar,“ segir Kristbjörg. „Borðið má nota á margvíslegan máta, sem hliðarborð, náttborð, undir ferðatölvu og jafnvel sem blómastand. Það er unnið úr stálgrind og svo er steinplata ofan á. Ég hef unnið með stál áður og finnst gaman að vinna með það. Ofan á er svo steinn sem er unninn úr hágæða, ítölsku efni, framleiddur úr 94 prósent kvarssteini. Hann hefur svipaða áferð og granít. Borðið er einfalt í samsetningu og spenna stálgrindarinnar heldur því saman og eru skrúfur því óþarfar. Það hefur létt yfirbragð og klassískt útlit.“ Kristbjörg lærði iðnhönnun í Ingvar Kamprad Design Centre í Lundi í Svíþjóð og útskrifaðist í fyrravor. „Í skólanum var mikið lagt upp úr fjölbreytileika. Þar hannaði ég til dæmis hjólapumpu, ljós og púða sem er ætlaður fólki með elliglöp. Í framhaldi af hönnun púðans fékk ég svo vinnu hjá fyrirtækinu sem framleiddi hann. Fyrirtækið framleiðir vörur fyrir heilbrigðiskerfið og var starfið skemmtilegt og spennandi,“ segir Kristbjörg. Áður en Kristbjörg fór út hafði hún hannað Sauðabindið sem fékk mikla athygli. Hún hefur lengi haft áhuga á hönnun og hefur verið að föndra frá því í æsku. „Það lá nokkuð beint við að verða iðnhönnuður. Pabbi er húsasmíðameistari og ég fylgdist með honum við störf sín. Ég var ekki gömul þegar ég byggði heilt hús úr mjólkurfernum. Þetta var þó ekki alveg bein leið hjá mér því ég fór í jarðfræði í Háskóla Íslands. Þegar ég komst svo inn í skólann úti varð ég að slá til. Þetta er mjög spennandi skóli, flott aðstaða og allt til alls,“ segir hún. Kristbjörg er alltaf með eitthvað á prjónunum og fer beint í önnur verkefni eftir HönnunarMars. „Ég þarf að fylgja borðunum eftir en svo taka önnur verkefni við. Í iðnhönnun þarf svolítið að skapa sér tækifærin sjálfur og vera duglegur.“
HönnunarMars Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira