Leikstjórinn sem smíðar gull Friðrika Benónýsdóttir skrifar 27. mars 2014 13:30 Erling gullsmiður: "Ég er að leika mér að því að setja það sem ég er að gera í annað samhengi, búa til aðra sögu.“ Vísir/Valli „Að því er mér skilst er það stefna í Póllandi að þeir sem geta komið á samstarfi út fyrir landamærin njóti forgangs í styrkveitingum. Þar þykir það nefnilega sniðugt að starfa með útlendingum og fá inn nýja strauma,“ segir Erling Jóhannesson, sem er heima í örstuttu hléi frá starfi sínu sem leikstjóri Sögunnar af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason í Gdansk, spurður hvernig það verkefni hafi komið til hans. „Við erum á fullu í æfingaferlinu og það verður frumsýning um miðjan maí þannig að ég fékk bara að skjótast heim til að sinna hlutverki mínu sem gullsmiður á HönnunarMars og halda sýningu.“ Sýningin verður opnuð í dag klukkan 17 á bryggjunni bak við Kaffivagninn á Grandagarði. Erling sýnir nýja skartgripi og er sýningin unnin í samstarfi við Þórarin Blöndal myndlistarmann.Hvernig kom það samstarf til? „Við Tóti erum búnir að vinna saman í leikhúsinu í tuttugu ár og partur af hans myndlist eru innsetningar af rýmum sem hann hefur einhverra hluta vegna heillast af. Innbyggðar í þessi rými eru oft alls kyns misskynjanir sem mér finnst mjög skemmtilegt. Ég fékk hann til að sýna með mér og við tökum skartgripina sem ég er að búa til núna og setjum þá á alls konar vinnslustigum inn í þessi rými. Þannig fá skartgripirnir líf sem einhvers konar abstrakt form frekar en beinlínis sem skartgripir. Ég er að leika mér að því að setja það sem ég er að gera í annað samhengi, búa til aðra sögu.“Þú nærð þá að sameina hlutverk gullsmiðsins og leikstjórans á einu bretti? „Já, og losna við leikarana, sem er mikill kostur,“ segir Erling sposkur.Sýningin verður einungis opin fram á sunnudag, milli 14 og 17 alla dagana. HönnunarMars Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Að því er mér skilst er það stefna í Póllandi að þeir sem geta komið á samstarfi út fyrir landamærin njóti forgangs í styrkveitingum. Þar þykir það nefnilega sniðugt að starfa með útlendingum og fá inn nýja strauma,“ segir Erling Jóhannesson, sem er heima í örstuttu hléi frá starfi sínu sem leikstjóri Sögunnar af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason í Gdansk, spurður hvernig það verkefni hafi komið til hans. „Við erum á fullu í æfingaferlinu og það verður frumsýning um miðjan maí þannig að ég fékk bara að skjótast heim til að sinna hlutverki mínu sem gullsmiður á HönnunarMars og halda sýningu.“ Sýningin verður opnuð í dag klukkan 17 á bryggjunni bak við Kaffivagninn á Grandagarði. Erling sýnir nýja skartgripi og er sýningin unnin í samstarfi við Þórarin Blöndal myndlistarmann.Hvernig kom það samstarf til? „Við Tóti erum búnir að vinna saman í leikhúsinu í tuttugu ár og partur af hans myndlist eru innsetningar af rýmum sem hann hefur einhverra hluta vegna heillast af. Innbyggðar í þessi rými eru oft alls kyns misskynjanir sem mér finnst mjög skemmtilegt. Ég fékk hann til að sýna með mér og við tökum skartgripina sem ég er að búa til núna og setjum þá á alls konar vinnslustigum inn í þessi rými. Þannig fá skartgripirnir líf sem einhvers konar abstrakt form frekar en beinlínis sem skartgripir. Ég er að leika mér að því að setja það sem ég er að gera í annað samhengi, búa til aðra sögu.“Þú nærð þá að sameina hlutverk gullsmiðsins og leikstjórans á einu bretti? „Já, og losna við leikarana, sem er mikill kostur,“ segir Erling sposkur.Sýningin verður einungis opin fram á sunnudag, milli 14 og 17 alla dagana.
HönnunarMars Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira