Fyrsti íslenski sirkusbjörninn til sýnis Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. apríl 2014 09:00 Björninn kemur úr sóttkví í dag og því vill Sirkus Íslands kynna hann fyrir landsmönnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá klukkan 16 til 17. Vísir/Daníel „Hann kemur hingað frá Noregi, búinn að vera þar að gigga í nokkur ár, svo eftir sumarið fer hann aftur heim,“ segir Margrét Erla Maack í Sirkus Íslands. Sirkusinn mun ferðast um landið í sumar og með í för verður sirkusbjörn, sem getur húlað og hjólað. Í dag verður ókeypis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn milli klukkan 16 og 17 fyrir alla þá sem mæta með bangsana sína og geta gestir barið sirkusbjörninn augum. „Hann getur líka ýmislegt fleira en við þurfum að sjá til hversu vel hann treystir okkur, og hvern hann velur til að verða vin sinn. Ég vona að það verði ég, en ætli það verði ekki Daníel (Hauksson, sirkuslistamaður) sem hann velur,“ bætir Margrét Erla við. Þjálfari og eigandi bjarndýrsins kemur með og kynnir hann fyrir sirkusmeðlimum. Björninn kemur úr sóttkví í dag, þriðjudag, og þar til ferðalagið hefst í júní verður hann í Húsdýragarðinum. „Við erum í samstarfi við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn með björninn okkar. Það hentar okkur mjög vel, við æfum þarna í næsta nágrenni,“ segir Margrét.Tómas Óskar Guðjónsson hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er spenntur fyrir verkefninu. „Við höfum verið að víkka aðeins sjóndeildarhringinn með til dæmis eðlum og einum snák. Þetta er stórt verkefni og er ágætis æfing fyrir þennan ísbjörn sem var lofað fyrir nokkrum árum. Sirkusbjörn er þó mun gæfara og viðráðanlegra dýr en ísbjörn, enda taminn.“ „Það hefur verið erfitt að halda þessu leyndu, en við vildum ekkert segja fyrr en það væri alveg hundrað prósent á tæru að björninn væri unninn,“ segir Lee Nelson sirkusstjóri. „Bæði hefði ýmislegt getað komið fyrir á ferðalaginu til landsins og síðan var mikill reglugerðartangó við Matís.“ TVG Zimsen flutti björninn til landsins og líka sirkustjaldið sem verður nýtt á ferðalaginu í sumar. „Þetta er án efa eitt óvenjulegasta og skemmtilegasta verkefni sem TVG-Zimsen hefur tekið þátt í. TVG-Zimsen mun sjá um alla skipulagningu, framkvæmd og flutning á búnaði og birni fyrir sirkusinn,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen.En fær björninn íslenskt nafn? „Hann heitir Bamse, en ætli við köllum hann ekki bara Bangsa,“ segir Margrét. Bangsi er mikil félagsvera og er búinn að vera einmana í sóttkvínni að sögn hennar. Því vill Sirkus Íslands kynna hann fyrir ungum sem öldnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. Tengdar fréttir „Ég er að tryllast úr spenningi“ Sirkus Íslands vantar nafn á glænýja sirkustjaldið sem er á leiðinni til landsins. 20. mars 2014 12:30 Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Hann kemur hingað frá Noregi, búinn að vera þar að gigga í nokkur ár, svo eftir sumarið fer hann aftur heim,“ segir Margrét Erla Maack í Sirkus Íslands. Sirkusinn mun ferðast um landið í sumar og með í för verður sirkusbjörn, sem getur húlað og hjólað. Í dag verður ókeypis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn milli klukkan 16 og 17 fyrir alla þá sem mæta með bangsana sína og geta gestir barið sirkusbjörninn augum. „Hann getur líka ýmislegt fleira en við þurfum að sjá til hversu vel hann treystir okkur, og hvern hann velur til að verða vin sinn. Ég vona að það verði ég, en ætli það verði ekki Daníel (Hauksson, sirkuslistamaður) sem hann velur,“ bætir Margrét Erla við. Þjálfari og eigandi bjarndýrsins kemur með og kynnir hann fyrir sirkusmeðlimum. Björninn kemur úr sóttkví í dag, þriðjudag, og þar til ferðalagið hefst í júní verður hann í Húsdýragarðinum. „Við erum í samstarfi við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn með björninn okkar. Það hentar okkur mjög vel, við æfum þarna í næsta nágrenni,“ segir Margrét.Tómas Óskar Guðjónsson hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er spenntur fyrir verkefninu. „Við höfum verið að víkka aðeins sjóndeildarhringinn með til dæmis eðlum og einum snák. Þetta er stórt verkefni og er ágætis æfing fyrir þennan ísbjörn sem var lofað fyrir nokkrum árum. Sirkusbjörn er þó mun gæfara og viðráðanlegra dýr en ísbjörn, enda taminn.“ „Það hefur verið erfitt að halda þessu leyndu, en við vildum ekkert segja fyrr en það væri alveg hundrað prósent á tæru að björninn væri unninn,“ segir Lee Nelson sirkusstjóri. „Bæði hefði ýmislegt getað komið fyrir á ferðalaginu til landsins og síðan var mikill reglugerðartangó við Matís.“ TVG Zimsen flutti björninn til landsins og líka sirkustjaldið sem verður nýtt á ferðalaginu í sumar. „Þetta er án efa eitt óvenjulegasta og skemmtilegasta verkefni sem TVG-Zimsen hefur tekið þátt í. TVG-Zimsen mun sjá um alla skipulagningu, framkvæmd og flutning á búnaði og birni fyrir sirkusinn,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen.En fær björninn íslenskt nafn? „Hann heitir Bamse, en ætli við köllum hann ekki bara Bangsa,“ segir Margrét. Bangsi er mikil félagsvera og er búinn að vera einmana í sóttkvínni að sögn hennar. Því vill Sirkus Íslands kynna hann fyrir ungum sem öldnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag.
Tengdar fréttir „Ég er að tryllast úr spenningi“ Sirkus Íslands vantar nafn á glænýja sirkustjaldið sem er á leiðinni til landsins. 20. mars 2014 12:30 Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Ég er að tryllast úr spenningi“ Sirkus Íslands vantar nafn á glænýja sirkustjaldið sem er á leiðinni til landsins. 20. mars 2014 12:30