Syngur og safnar fé til rannsókna á ættarsjúkdómi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. apríl 2014 13:30 Dagbjört Andrésdóttir sópran. Fréttablaðið/GVA „Ég verð í Laugarneskirkju, mér finnst svo góður hljómur í henni,“ segir Dagbjört Andrésdóttir sópran sem heldur klassíska tónleika annað kvöld klukkan 20 í tilefni þess að hún er að kveðja Söngskóla Domus Vox. Efnisskráin samanstendur af trúarlegri tónlist, þýskum ljóðum og aríum úr óperum. „Þetta eru Bach, Mozart og þessir gömlu snillingar,“ segir hún brosandi og tekur fram að Antonía Hevesi spili undir á píanó. „Ég er vikulega í tímum hjá Antoníu, hún er algerlega dásamleg manneskja.“ Dagbjört tileinkar tónleikana föður sínum, Andrési Svavarssyni, sem lést síðasta haust úr arfgengri heilablæðingu og í leiðinni gengst hún fyrir söfnun á fé til rannsókna á þeim sjúkdómi. Þegar það er nefnt göfugt verkefni segir hún eftir andartaks þögn: „Ég mundi ekki segja göfugt. Ég þarf að gera þetta. Það er nauðsynlegt.“ Arfgeng heilablæðing er séríslenskur sjúkdómur og fjármagn skortir til rannsókna á honum, að sögn Dagbjartar. Eðlilegt er að hún hafi af því áhyggjur. Eftir að faðir hennar fékk fyrstu blæðingu árið 2007 fylgdist hún með minnkandi kröftum hans, andlegum og líkamlegum, uns yfir lauk. Föðursystir hennar og föðuramma létust báðar úr sjúkdómnum. Föðurbróðir hennar er lamaður öðrum megin og orðinn óskýr í tali og um síðustu helgi dó sonur hans, 33 ára gamall, frá konu og þremur ungum börnum. „Hann hné niður og kom aldrei til meðvitundar en var búinn að fá nokkrar aðkenningar áður,“ segir Dagbjört og kveðst eiga annan frænda, 25 ára, með skerta getu vegna sjúkdómsins. Búið er að finna genið sem veldur arfgengri heilablæðingu og Dagbjört vonar að auknar rannsóknir leiði til fyrirbyggjandi úrræða. Sjálf veit hún ekki hvort hún ber genið. „Meðan ekkert er hægt að gera vil ég ekki vita hvort ég lifi skemur en aðrir,“ segir hún alvarleg. Hún er tuttugu og tveggja ára og byrjaði að syngja ellefu ára gömul í Stúlknakór Reykjavíkur hjá Margréti Pálmadóttur. Tvívegis söng hún einsöng með kórnum úti á Ítalíu og oft á skólatónleikum hér heima þar sem fleiri komu fram. „Ég er búin að fylgja Möggu sleitulaust í ellefu ár og held því áfram þó ég hætti í skólanum því ég er í kvennakórnum Vox Feminae,“ segir Dagbjört sem er ákveðin í að halda áfram söngnámi. Dagbjört glímir við fötlun sem áfall í fæðingu orsakaði og gerir það að verkum að sumar taugar hennar eru skemmdar, þar á meðal sjóntaug. Það hefur hamlað henni í námi, að eigin sögn, einkum varðandi tónfræðina. „Ég á erfitt með að vinna úr því sem ég sé. Til dæmis sé ég línurnar fimm á nótnastrengnum sem eina stóra, breiða línu,“ segir hún einlæg. Hvernig fer hún þá að því að læra söng? „Eyrað er orðið þjálfað og það bjargar mér. Ég hef mikinn áhuga og hef líka fengið frábæran stuðning hjá hinum yndislegu konum í Söngskóla Domus Vox. Hjá þeim fær hver og einn að njóta sín eins og hann er. Það koma alveg tímar sem ég er rosa fúl yfir þessu sem mig vantar en svo hristi ég það af mér og held áfram.“ Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég verð í Laugarneskirkju, mér finnst svo góður hljómur í henni,“ segir Dagbjört Andrésdóttir sópran sem heldur klassíska tónleika annað kvöld klukkan 20 í tilefni þess að hún er að kveðja Söngskóla Domus Vox. Efnisskráin samanstendur af trúarlegri tónlist, þýskum ljóðum og aríum úr óperum. „Þetta eru Bach, Mozart og þessir gömlu snillingar,“ segir hún brosandi og tekur fram að Antonía Hevesi spili undir á píanó. „Ég er vikulega í tímum hjá Antoníu, hún er algerlega dásamleg manneskja.“ Dagbjört tileinkar tónleikana föður sínum, Andrési Svavarssyni, sem lést síðasta haust úr arfgengri heilablæðingu og í leiðinni gengst hún fyrir söfnun á fé til rannsókna á þeim sjúkdómi. Þegar það er nefnt göfugt verkefni segir hún eftir andartaks þögn: „Ég mundi ekki segja göfugt. Ég þarf að gera þetta. Það er nauðsynlegt.“ Arfgeng heilablæðing er séríslenskur sjúkdómur og fjármagn skortir til rannsókna á honum, að sögn Dagbjartar. Eðlilegt er að hún hafi af því áhyggjur. Eftir að faðir hennar fékk fyrstu blæðingu árið 2007 fylgdist hún með minnkandi kröftum hans, andlegum og líkamlegum, uns yfir lauk. Föðursystir hennar og föðuramma létust báðar úr sjúkdómnum. Föðurbróðir hennar er lamaður öðrum megin og orðinn óskýr í tali og um síðustu helgi dó sonur hans, 33 ára gamall, frá konu og þremur ungum börnum. „Hann hné niður og kom aldrei til meðvitundar en var búinn að fá nokkrar aðkenningar áður,“ segir Dagbjört og kveðst eiga annan frænda, 25 ára, með skerta getu vegna sjúkdómsins. Búið er að finna genið sem veldur arfgengri heilablæðingu og Dagbjört vonar að auknar rannsóknir leiði til fyrirbyggjandi úrræða. Sjálf veit hún ekki hvort hún ber genið. „Meðan ekkert er hægt að gera vil ég ekki vita hvort ég lifi skemur en aðrir,“ segir hún alvarleg. Hún er tuttugu og tveggja ára og byrjaði að syngja ellefu ára gömul í Stúlknakór Reykjavíkur hjá Margréti Pálmadóttur. Tvívegis söng hún einsöng með kórnum úti á Ítalíu og oft á skólatónleikum hér heima þar sem fleiri komu fram. „Ég er búin að fylgja Möggu sleitulaust í ellefu ár og held því áfram þó ég hætti í skólanum því ég er í kvennakórnum Vox Feminae,“ segir Dagbjört sem er ákveðin í að halda áfram söngnámi. Dagbjört glímir við fötlun sem áfall í fæðingu orsakaði og gerir það að verkum að sumar taugar hennar eru skemmdar, þar á meðal sjóntaug. Það hefur hamlað henni í námi, að eigin sögn, einkum varðandi tónfræðina. „Ég á erfitt með að vinna úr því sem ég sé. Til dæmis sé ég línurnar fimm á nótnastrengnum sem eina stóra, breiða línu,“ segir hún einlæg. Hvernig fer hún þá að því að læra söng? „Eyrað er orðið þjálfað og það bjargar mér. Ég hef mikinn áhuga og hef líka fengið frábæran stuðning hjá hinum yndislegu konum í Söngskóla Domus Vox. Hjá þeim fær hver og einn að njóta sín eins og hann er. Það koma alveg tímar sem ég er rosa fúl yfir þessu sem mig vantar en svo hristi ég það af mér og held áfram.“
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira