Nektarmyndir af stúlkum á fermingaraldri á spjallsíðu Sveinn Arnarsson skrifar 15. apríl 2014 06:30 Notendur nafngreina stúlkur og greina frá aldri og bæjarfélagi sem þær búa í á spjallsíðunni. vísir/afp Á erlendri spjallsíðu stunda íslenskir karlmenn þá iðju að skiptast á myndum af fáklæddum íslenskum stúlkum. Þær yngstu eru á fjórtánda aldursári. Hundruð mynda af íslenskum stúlkum eru komin inn á spjallsíðuna. Erlenda síðan er svokallaður „korkur“, spjallsíða þar sem notandi getur sett inn efni að vild undir umræðu. Fimm mismunandi spjallþræðir hafa verið teknir í gagnið á síðustu sex mánuðum í þeim tilgangi að skiptast á myndum af íslenskum stúlkum.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir erlendu síðuna til rannsóknar hjá lögreglu. „Lögreglunni barst tilkynning um síðuna í síðustu viku. Þetta mál er nú til rannsóknar. Reynt verður að fá síðunni lokað á sama hátt og öðrum viðlíka síðum sem hafa skotið upp kollinum á síðustu árum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem spjallsíða af þessu tagi er til rannsóknar hjá lögreglu.“Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla.í 210. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem framleiðir, flytur inn, aflar sér eða öðrum eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Einnig segir að hver sem skoðar myndir, myndskeið eða aðra sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni skuli sæta sömu refsingu. „Samkvæmt íslenskum lögum er öll skoðun, varsla og dreifing á efni sem sýnir börn yngri en 18 ára á kynferðislegan hátt ólögleg og er brot á réttindum barnsins. Mikilvægt er að uppræta slíkt efni og koma þolandanum til hjálpar. Það að myndefnið sé skoðað aftur og aftur og sé í dreifingu er í raun síendurtekið ofbeldi gegn þolandanum,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Á erlendri spjallsíðu stunda íslenskir karlmenn þá iðju að skiptast á myndum af fáklæddum íslenskum stúlkum. Þær yngstu eru á fjórtánda aldursári. Hundruð mynda af íslenskum stúlkum eru komin inn á spjallsíðuna. Erlenda síðan er svokallaður „korkur“, spjallsíða þar sem notandi getur sett inn efni að vild undir umræðu. Fimm mismunandi spjallþræðir hafa verið teknir í gagnið á síðustu sex mánuðum í þeim tilgangi að skiptast á myndum af íslenskum stúlkum.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir erlendu síðuna til rannsóknar hjá lögreglu. „Lögreglunni barst tilkynning um síðuna í síðustu viku. Þetta mál er nú til rannsóknar. Reynt verður að fá síðunni lokað á sama hátt og öðrum viðlíka síðum sem hafa skotið upp kollinum á síðustu árum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem spjallsíða af þessu tagi er til rannsóknar hjá lögreglu.“Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla.í 210. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem framleiðir, flytur inn, aflar sér eða öðrum eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Einnig segir að hver sem skoðar myndir, myndskeið eða aðra sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni skuli sæta sömu refsingu. „Samkvæmt íslenskum lögum er öll skoðun, varsla og dreifing á efni sem sýnir börn yngri en 18 ára á kynferðislegan hátt ólögleg og er brot á réttindum barnsins. Mikilvægt er að uppræta slíkt efni og koma þolandanum til hjálpar. Það að myndefnið sé skoðað aftur og aftur og sé í dreifingu er í raun síendurtekið ofbeldi gegn þolandanum,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira