Tekjur í fjarskiptageira námu 50 milljörðum króna í fyrra Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. apríl 2014 06:00 Fastlínukerfi borðsímanna og fyrsta kynslóð farsíma önnuðu vel þeirri umferð sem þurfti vegna talsambands. Aukin áhersla á gagnaflutninga vegna nets og internetumferðar í fartæki hefur knúið fjárfestingu í fjarskiptageira áfram. Fréttablaðið/Samsett mynd Tekjur fjarskiptageirans á Íslandi námu tæplega 50,5 milljörðum króna á síðasta ári og aukast um 4,5 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýútkominni tölfræðiúttekt Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS). Stærsti hluti teknanna, eða tæpur þriðjungur, kemur úr farsímarekstri. Stærsta breytingin í fjarskiptaumhverfi landsmanna á milli 2012 og 2013 liggur í stóraukinni gagnanotkun í farsímum. Þar eru greinileg áhrif 4G-gagnatenginga sem Nova tók fyrst fjarskiptafyrirtækja í notkun í fyrra. Breytingin er langmest hjá fyrirtækinu. Þar fer gagnamagn yfir farsímanetið úr rúmum 89 milljónum megabæta árið 2012 í rúmar 364 milljónir megabæta 2013.Hrafnkell V. GíslasonÞegar horft er til farsímanetsins í heild þá er aukningin nær þreföld eða um 190 prósent, fer úr 238,5 milljónum megabæta 2012 í rúmar 692,4 milljónir 2013. Á öðrum sviðum er þróunin í takt við það sem verið hefur. Áfram dregur úr notkun fastlínukerfisins, eða gamla borðsímans. Þar nemur samdráttur frá 2007 um fimmtungi en hefðbundnum aðgangslínum notenda fækkaði um 6.566 milli 2012 og 2013. Línurnar voru 125.099 2012 en voru komnar í 118.533 í lok síðasta árs. Samdrátturinn milli ára er rúm fimm prósent. Þá má sjá að símtölum til útlanda úr fastlínukerfinu fækkar stöðugt. „Ég hef nú samt ekki trú á að fólk sé minna að hringja til útlanda,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS. Símtölin hafi bara færst yfir á netið, í gegn um Skype og viðlíka þjónustur.Hrafnkell segir að færanleiki viðskiptavina sé einna mestur þegar komi að frelsisþjónustu í farsíma og auðveldast að færa sig á milli fyrirtækja. Hann bendir á að PFS haldi úti vefnum reiknivel.is þar notendur geti glöggvað sig á því hvaða áskriftarleið henti þeim best. „Þar koma frelsispakkar jafnvel oft betur út en föst áskrift,“ segir hann. Hrafnkell segir að hægt hafi á fjölgun háhraðanettenginga eftir gífurlega uppbyggingu, þótt enn fjölgi ljósleiðaratengingum. Hreyfanleiki sé hins vegar minni hjá notendum þegar komi að netáskrift. „Og það er nokkuð sem við þurfum að huga betur að,“ segir hann. Fjárfesting í fjarskiptageira eykst um tæpan milljarð milli 2012 og 2013 og þar segir Hrafnkell að áhrif gagnaflutningskerfanna komi til. „Fjárfestingin er öll þar,“ segir hann og bendir á að 4G-tæknin snúist bara um aukinn gagnaflutning, sem og ljósleiðaravæðingin. Fjarskiptafyrirtækin hafi líka lagað sig að þessari þróun með breyttum áskriftarleiðum þar sem bara er rukkað fyrir gagnamagn yfir fjarskiptanetið. „Þau reyna þar að láta tekjur og útgjöld haldast í hendur.“ Fréttaskýringar Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Tekjur fjarskiptageirans á Íslandi námu tæplega 50,5 milljörðum króna á síðasta ári og aukast um 4,5 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýútkominni tölfræðiúttekt Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS). Stærsti hluti teknanna, eða tæpur þriðjungur, kemur úr farsímarekstri. Stærsta breytingin í fjarskiptaumhverfi landsmanna á milli 2012 og 2013 liggur í stóraukinni gagnanotkun í farsímum. Þar eru greinileg áhrif 4G-gagnatenginga sem Nova tók fyrst fjarskiptafyrirtækja í notkun í fyrra. Breytingin er langmest hjá fyrirtækinu. Þar fer gagnamagn yfir farsímanetið úr rúmum 89 milljónum megabæta árið 2012 í rúmar 364 milljónir megabæta 2013.Hrafnkell V. GíslasonÞegar horft er til farsímanetsins í heild þá er aukningin nær þreföld eða um 190 prósent, fer úr 238,5 milljónum megabæta 2012 í rúmar 692,4 milljónir 2013. Á öðrum sviðum er þróunin í takt við það sem verið hefur. Áfram dregur úr notkun fastlínukerfisins, eða gamla borðsímans. Þar nemur samdráttur frá 2007 um fimmtungi en hefðbundnum aðgangslínum notenda fækkaði um 6.566 milli 2012 og 2013. Línurnar voru 125.099 2012 en voru komnar í 118.533 í lok síðasta árs. Samdrátturinn milli ára er rúm fimm prósent. Þá má sjá að símtölum til útlanda úr fastlínukerfinu fækkar stöðugt. „Ég hef nú samt ekki trú á að fólk sé minna að hringja til útlanda,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS. Símtölin hafi bara færst yfir á netið, í gegn um Skype og viðlíka þjónustur.Hrafnkell segir að færanleiki viðskiptavina sé einna mestur þegar komi að frelsisþjónustu í farsíma og auðveldast að færa sig á milli fyrirtækja. Hann bendir á að PFS haldi úti vefnum reiknivel.is þar notendur geti glöggvað sig á því hvaða áskriftarleið henti þeim best. „Þar koma frelsispakkar jafnvel oft betur út en föst áskrift,“ segir hann. Hrafnkell segir að hægt hafi á fjölgun háhraðanettenginga eftir gífurlega uppbyggingu, þótt enn fjölgi ljósleiðaratengingum. Hreyfanleiki sé hins vegar minni hjá notendum þegar komi að netáskrift. „Og það er nokkuð sem við þurfum að huga betur að,“ segir hann. Fjárfesting í fjarskiptageira eykst um tæpan milljarð milli 2012 og 2013 og þar segir Hrafnkell að áhrif gagnaflutningskerfanna komi til. „Fjárfestingin er öll þar,“ segir hann og bendir á að 4G-tæknin snúist bara um aukinn gagnaflutning, sem og ljósleiðaravæðingin. Fjarskiptafyrirtækin hafi líka lagað sig að þessari þróun með breyttum áskriftarleiðum þar sem bara er rukkað fyrir gagnamagn yfir fjarskiptanetið. „Þau reyna þar að láta tekjur og útgjöld haldast í hendur.“
Fréttaskýringar Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira