Konurnar hrifsuðu toppsætið af Captain America Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. maí 2014 11:30 Konurnar trekkja að. Grínmyndin The Other Woman var frumsýnd hér á landi í gær en hún fjallar um þrjár konur sem allar hafa átt vingott við sama, svikula manninn. Leikkonurnar Cameron Diaz og Leslie Mann eru í aðalhlutverkum ásamt fyrirsætunni Kate Upton. Myndin hefur ekki fengið mikið lof gagnrýnenda en hefur aldeilis trekkt fólk að í kvikmyndahús. Myndin rakaði inn 24,7 milljónum Bandaríkjadala frumsýningarhelgina, tæpum þremur milljörðum króna. Myndin skaust beint í fyrsta sæti listans yfir myndir sem náðu mestri miðasölu þá helgi og náði toppsætinu af ofurhetjumyndinni Captain America: The Winter Soldier, sem hafði haldið því sæti í þrjár vikur í röð. 75 prósent þeirra sem sáu myndina á frumsýningarhelginni voru konur.Á uppleið Nicki vill leika meira.Söngkonan Nicki Minaj fer einnig með lítið hlutverk í myndinni en þetta er hennar fyrsta hlutverk á hvíta tjaldinu. Hún er þó ekki ókunn bíóbransanum því henni bregður fyrir í teiknimyndinni Ice Age: Continental Drift, sem var frumsýnd árið 2012. Nicki segist vilja leika meira og er hvergi nærri hætt. „Ég fer í prufur og ég er að reyna að finna rétta hlutverkið með rétta leikstjóranum og réttu handritshöfundunum. Mig langar að vera hluti af einhverju frá byrjun næst og ég vil að hlutverkið sé sérsniðið fyrir mig,“ segir Nicki í viðtali við MTV New. Hún segist þó ekki vera að leita sér að stóru hlutverki þessa dagana, enda að vinna að nýrri plötu. „Ég er mjög fjölhæf. Stundum langar mig að leika í grínmynd með Will Ferrell og stundum langar mig að leika í mynd í anda Set it Off með öðrum, ungum, þeldökkum leikkonum. Og stundum væri ég til í að leika í X-Men-mynd.“ Auk kvennanna fjögurra fara þeir Nikolaj Coster-Waldau og Taylor Kinney með hlutverk í myndinni. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Grínmyndin The Other Woman var frumsýnd hér á landi í gær en hún fjallar um þrjár konur sem allar hafa átt vingott við sama, svikula manninn. Leikkonurnar Cameron Diaz og Leslie Mann eru í aðalhlutverkum ásamt fyrirsætunni Kate Upton. Myndin hefur ekki fengið mikið lof gagnrýnenda en hefur aldeilis trekkt fólk að í kvikmyndahús. Myndin rakaði inn 24,7 milljónum Bandaríkjadala frumsýningarhelgina, tæpum þremur milljörðum króna. Myndin skaust beint í fyrsta sæti listans yfir myndir sem náðu mestri miðasölu þá helgi og náði toppsætinu af ofurhetjumyndinni Captain America: The Winter Soldier, sem hafði haldið því sæti í þrjár vikur í röð. 75 prósent þeirra sem sáu myndina á frumsýningarhelginni voru konur.Á uppleið Nicki vill leika meira.Söngkonan Nicki Minaj fer einnig með lítið hlutverk í myndinni en þetta er hennar fyrsta hlutverk á hvíta tjaldinu. Hún er þó ekki ókunn bíóbransanum því henni bregður fyrir í teiknimyndinni Ice Age: Continental Drift, sem var frumsýnd árið 2012. Nicki segist vilja leika meira og er hvergi nærri hætt. „Ég fer í prufur og ég er að reyna að finna rétta hlutverkið með rétta leikstjóranum og réttu handritshöfundunum. Mig langar að vera hluti af einhverju frá byrjun næst og ég vil að hlutverkið sé sérsniðið fyrir mig,“ segir Nicki í viðtali við MTV New. Hún segist þó ekki vera að leita sér að stóru hlutverki þessa dagana, enda að vinna að nýrri plötu. „Ég er mjög fjölhæf. Stundum langar mig að leika í grínmynd með Will Ferrell og stundum langar mig að leika í mynd í anda Set it Off með öðrum, ungum, þeldökkum leikkonum. Og stundum væri ég til í að leika í X-Men-mynd.“ Auk kvennanna fjögurra fara þeir Nikolaj Coster-Waldau og Taylor Kinney með hlutverk í myndinni.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira