Baktal og þursabit Teitur Guðmundsson skrifar 6. maí 2014 07:00 Þegar maður veltir fyrir sér merkingu orða og tengingu þeirra við sjúkdóma getur verið skemmtilegt að tengja saman hin ýmsu orð og einkenni. Læknar þekkja það býsna vel að ein algengasta ástæðan fyrir því að sjúklingur leitar til þeirra er bakvandamál. Mætti segja í gamni að þá hæfist í upphafi svokallað baktal í óeiginlegri merkingu þar sem fjallað er um einkenni og líðan viðkomandi, en ekki í hinum hefðbundna skilningi að tala illa um viðkomandi án þess að hann viti af því. Oftar en ekki kemur í ljós að um þursabit eða skessuskot er að ræða, hvora óvættina sem maður velur að tengja verkinn við. Hvað sem veldur eru bakverkir ein algengasta orsök fjarveru frá vinnu í hinum vestræna heimi. Það er talsvert á reiki hversu hátt hlutfall fullorðinna fær bakverki eða einkenni frá baki, en flest þekkjum við að finna fyrir því á einn eða annan hátt. Í nýlegri könnun um heilsu og líðan Íslendinga kemur fram að ríflega 26% hafa á einhverjum tímapunkti haft langvinna bakveiki eins og það er kallað, en ein skilgreining á því er að einkenni hafi staðið í meira en þrjá mánuði samfleytt. Þá er auðvelt að ímynda sér að líklega tvöfalt eða þrefalt fleiri hafi fengið skammvinna verki líkt og vættaskotin ofangreindu. Flokkun bakverkja er mikilvæg, þeim er skipt upp eftir bráðleika og staðsetningu en einnig orsakasamhengi og undirliggjandi vanda sjúklings. Þannig reynir læknirinn að átta sig á því í hverju vandinn liggur, auk þess að stuðla þannig að meðferð við hæfi. Þá getur verið mjög mikilvægt að vita hvort viðkomandi hafi fengið slíkt áður og/eða hvort um er að ræða versnun einkenna. Í yfirgnæfandi meirihluta tilvika er engin þörf á sértækri meðferð og verkurinn fer án teljandi inngripa á nokkrum dögum eða vikum og viðkomandi ætti að fara til vinnu og virkni hið fyrsta.Ástæðurnar fjöldamargar Ástæðurnar eru fjöldamargar en þær allra algengustu tengjast almennri kyrrsetu, hreyfingarleysi, offitu og lélegri líkamsbeitingu. Sértækari ástæður eins og beinir áverkar, brjósklos, gigtarsjúkdómar, beinþynning, samfallsbrot, sýkingar og jafnvel krabbamein geta valdið bæði bráðum og langvinnum verkjum í baki og má ekki gleyma. Það sem er áhugavert í tengslum við verki er að það er ekki með góðu móti hægt að mæla þá. Einstaklingar hafa misháan sársaukaþröskuld og alvarlegustu sjúkdómarnir gefa ekki endilega mestu verkina. Þannig verður „baktalið“ og skoðunin verulega lituð af því hvað sjúklingnum finnst sjálfum. Vel er þekkt að menn og reyndar konur líka séu alveg að „drepast“ úr bakverkjum sem hvorki er hægt að sjá, finna né greina með neinni annarri aðferð en frásögn viðkomandi.Togstreita Þetta getur valdið á stundum togstreitu varðandi þá meðferð sem veitt er og þær rannsóknir sem boðið er upp á. Við vitum til dæmis að meirihluti þeirra tölvusneiðmynda sem gerðar eru af mjóbaki leiða ekki til neinnar breytingar á meðferð eða nálgun á vandamálið. Þannig er verið að geisla umtalsvert meira en þörf er á. Ég ætla engu að síður að undirstrika nauðsyn þess að fá slíkar myndir fyrir ákveðinn hóp, þá sérstaklega ef ekki er um að ræða bata með hefðbundinni meðferð. Erlendis hefur verið reynt að láta sjúkraþjálfara vera fyrsta fagaðila sem einstaklingur með bakverki hittir og hefur það gagnast vel. Hreyfing og leiðbeiningar um líkamsstöðu eru lykilatriði og aldrei of oft sagt. Ólyfseðilsskyld lyf ættu að vera fyrsta val en oft þarf sterkari verkjalyf, taugalyf, slakandi og jafnvel þunglyndislyf. Sprautumeðferð og skurðaðgerðir eru álitin úrræði sem fáir þurfa, en engu að síður nauðsynleg í ákveðnum tilvikum og með réttri ábendingu. Mismunagreining og útilokun alvarlegri sjúkdóma hjá sjúklingum með langvinna bakverki er nauðsyn. Fræðsla er mikilvæg og sértæk nálgun á vandamál hvers og eins en oft og tíðum reynir á þolinmæði í þessari glímu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Þegar maður veltir fyrir sér merkingu orða og tengingu þeirra við sjúkdóma getur verið skemmtilegt að tengja saman hin ýmsu orð og einkenni. Læknar þekkja það býsna vel að ein algengasta ástæðan fyrir því að sjúklingur leitar til þeirra er bakvandamál. Mætti segja í gamni að þá hæfist í upphafi svokallað baktal í óeiginlegri merkingu þar sem fjallað er um einkenni og líðan viðkomandi, en ekki í hinum hefðbundna skilningi að tala illa um viðkomandi án þess að hann viti af því. Oftar en ekki kemur í ljós að um þursabit eða skessuskot er að ræða, hvora óvættina sem maður velur að tengja verkinn við. Hvað sem veldur eru bakverkir ein algengasta orsök fjarveru frá vinnu í hinum vestræna heimi. Það er talsvert á reiki hversu hátt hlutfall fullorðinna fær bakverki eða einkenni frá baki, en flest þekkjum við að finna fyrir því á einn eða annan hátt. Í nýlegri könnun um heilsu og líðan Íslendinga kemur fram að ríflega 26% hafa á einhverjum tímapunkti haft langvinna bakveiki eins og það er kallað, en ein skilgreining á því er að einkenni hafi staðið í meira en þrjá mánuði samfleytt. Þá er auðvelt að ímynda sér að líklega tvöfalt eða þrefalt fleiri hafi fengið skammvinna verki líkt og vættaskotin ofangreindu. Flokkun bakverkja er mikilvæg, þeim er skipt upp eftir bráðleika og staðsetningu en einnig orsakasamhengi og undirliggjandi vanda sjúklings. Þannig reynir læknirinn að átta sig á því í hverju vandinn liggur, auk þess að stuðla þannig að meðferð við hæfi. Þá getur verið mjög mikilvægt að vita hvort viðkomandi hafi fengið slíkt áður og/eða hvort um er að ræða versnun einkenna. Í yfirgnæfandi meirihluta tilvika er engin þörf á sértækri meðferð og verkurinn fer án teljandi inngripa á nokkrum dögum eða vikum og viðkomandi ætti að fara til vinnu og virkni hið fyrsta.Ástæðurnar fjöldamargar Ástæðurnar eru fjöldamargar en þær allra algengustu tengjast almennri kyrrsetu, hreyfingarleysi, offitu og lélegri líkamsbeitingu. Sértækari ástæður eins og beinir áverkar, brjósklos, gigtarsjúkdómar, beinþynning, samfallsbrot, sýkingar og jafnvel krabbamein geta valdið bæði bráðum og langvinnum verkjum í baki og má ekki gleyma. Það sem er áhugavert í tengslum við verki er að það er ekki með góðu móti hægt að mæla þá. Einstaklingar hafa misháan sársaukaþröskuld og alvarlegustu sjúkdómarnir gefa ekki endilega mestu verkina. Þannig verður „baktalið“ og skoðunin verulega lituð af því hvað sjúklingnum finnst sjálfum. Vel er þekkt að menn og reyndar konur líka séu alveg að „drepast“ úr bakverkjum sem hvorki er hægt að sjá, finna né greina með neinni annarri aðferð en frásögn viðkomandi.Togstreita Þetta getur valdið á stundum togstreitu varðandi þá meðferð sem veitt er og þær rannsóknir sem boðið er upp á. Við vitum til dæmis að meirihluti þeirra tölvusneiðmynda sem gerðar eru af mjóbaki leiða ekki til neinnar breytingar á meðferð eða nálgun á vandamálið. Þannig er verið að geisla umtalsvert meira en þörf er á. Ég ætla engu að síður að undirstrika nauðsyn þess að fá slíkar myndir fyrir ákveðinn hóp, þá sérstaklega ef ekki er um að ræða bata með hefðbundinni meðferð. Erlendis hefur verið reynt að láta sjúkraþjálfara vera fyrsta fagaðila sem einstaklingur með bakverki hittir og hefur það gagnast vel. Hreyfing og leiðbeiningar um líkamsstöðu eru lykilatriði og aldrei of oft sagt. Ólyfseðilsskyld lyf ættu að vera fyrsta val en oft þarf sterkari verkjalyf, taugalyf, slakandi og jafnvel þunglyndislyf. Sprautumeðferð og skurðaðgerðir eru álitin úrræði sem fáir þurfa, en engu að síður nauðsynleg í ákveðnum tilvikum og með réttri ábendingu. Mismunagreining og útilokun alvarlegri sjúkdóma hjá sjúklingum með langvinna bakverki er nauðsyn. Fræðsla er mikilvæg og sértæk nálgun á vandamál hvers og eins en oft og tíðum reynir á þolinmæði í þessari glímu.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun