Frelsinu fylgir ábyrgð Bóas Hallgrímsson skrifar 7. maí 2014 07:00 Við lifum á tímum snjalltækni, þar sem þróunin er svo mikil og ör að það er hartnær ómögulegt að fylgjast með. Foreldrar eru oftar en ekki lengur að tileinka sér tæknina heldur en börn og táningar sem óttast ekkert í tækniheimi og ana áfram og læra. Samþykkja skilmála án þess að lesa yfir, ekkert hik. Að hika er það sama og að tapa. Heimur snjalltækni er magnaður, uppfullur af tækjum einsog símum, gps, spjald- og fartölvum. Tækin geta verið ómetanleg verkfæri í leik og starfi en líkt og með önnur verkfæri þá skiptir miklu máli að kunna réttu handbrögðin áður en haldið er af stað. Facebook, Instagram, Snapchat, Twitter og fleiri og fleiri samskipta- og myndskiptasíður eru hluti af daglegri tilveru okkar og barnanna okkar. Við deilum hugsunum okkar, skoðunum, myndum og myndskeiðum reglulega. Fjölskyldumeðlimir og vinir sem búsettir eru í öðrum landshlutum, löndum eða jafnvel heimsálfum geta fylgst með daglegu lífi okkar. En það geta fleiri. Óhætt er að fullyrða að á flestum íslenskum heimilum megi finna einhverskonar tæki sem tengt er internetinu. Á flestum heimilum eru þessi tæki allnokkur. Mörg þeirra eru með innbyggðri myndavél sem nota má til þess að taka myndir sem svo er auðvelt að deila með umheiminum. Þetta vita börnin okkar. Hver kannast ekki við það að smella mynd af barni við skemmtilega iðju og fá svo strax spurninguna „má ég sjá myndina?“ Börn og táningar deila myndum sín á milli, við deilum myndum af börnunum okkar. Við lifum jú á tímum snjalltækni. Myndirnar ferðast víða Það er mikilvægt að hafa í huga að myndirnar af börnunum okkar ferðast víða á internetinu, eins og dæmin sýna og sanna. Dæmi eru um að foreldrar finni myndir af börnum sínum inni á síðum annarra, jafnvel ókunnugra, saklausar sumarleyfismyndir af börnum á sundfötum rata á vafasamar slóðir og svona mætti lengi bæta við listann. Málin vandast svo enn þegar börnin eldast og eignast sjálf hlutdeild í samfélagsmiðlum, stofna sína eigin reikninga hjá þessum sömu miðlum og deila efni án eftirlits. Táningar opna sig og gera sig berskjaldaða á internetinu daglega, setja myndir af sér og vinum sínum á Facebook og Instagram. Oft er slík myndbirting saklaus og skemmtileg. Góðir vinir á góðri stund, aðrir vinir og vandamenn geta svo gert athugasemdir, skrifað kveðjur og „like-að“. Stundum hefur birting mynda samt aðrar og verri afleiðingar. Algengt er að miðlar þessir séu notaðir til þess að níða skóinn af þeim sem gera sig berskjaldaða og eru rætnar og leiðinlegar athugasemdir eitthvað sem fjölmörg ungmenni búa við. Myndir eru teknar úr samhengi og notaðar gegn myndefninu. Athugasemdir hlaðast inn sem eru þess eðlis að lítillækka og smætta, eða það sem getur sært jafn mikið – engar athugasemdir, engin „like“, ekkert. Við foreldrar og uppalendur berum ábyrgð á velferð barna okkar. Það erum við sem eigum að standa vörð um börnin og hluti af því í nútímasamfélagi er að fylgjast með netumferð barnanna okkar. Við eigum að standa við bakið á þeim, styðja þau og kenna þeim umferðarreglurnar á internetinu. Ef við gefum barninu okkar snjallsíma, eða aðgang að sambærilegu tæki þá ber okkur að sjá til þess að tækið sé notað skynsamlega. Minnum sjálf okkur og börnin okkar á að það er ekkert til sem heitir einkalíf á internetinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bóas Hallgrímsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum snjalltækni, þar sem þróunin er svo mikil og ör að það er hartnær ómögulegt að fylgjast með. Foreldrar eru oftar en ekki lengur að tileinka sér tæknina heldur en börn og táningar sem óttast ekkert í tækniheimi og ana áfram og læra. Samþykkja skilmála án þess að lesa yfir, ekkert hik. Að hika er það sama og að tapa. Heimur snjalltækni er magnaður, uppfullur af tækjum einsog símum, gps, spjald- og fartölvum. Tækin geta verið ómetanleg verkfæri í leik og starfi en líkt og með önnur verkfæri þá skiptir miklu máli að kunna réttu handbrögðin áður en haldið er af stað. Facebook, Instagram, Snapchat, Twitter og fleiri og fleiri samskipta- og myndskiptasíður eru hluti af daglegri tilveru okkar og barnanna okkar. Við deilum hugsunum okkar, skoðunum, myndum og myndskeiðum reglulega. Fjölskyldumeðlimir og vinir sem búsettir eru í öðrum landshlutum, löndum eða jafnvel heimsálfum geta fylgst með daglegu lífi okkar. En það geta fleiri. Óhætt er að fullyrða að á flestum íslenskum heimilum megi finna einhverskonar tæki sem tengt er internetinu. Á flestum heimilum eru þessi tæki allnokkur. Mörg þeirra eru með innbyggðri myndavél sem nota má til þess að taka myndir sem svo er auðvelt að deila með umheiminum. Þetta vita börnin okkar. Hver kannast ekki við það að smella mynd af barni við skemmtilega iðju og fá svo strax spurninguna „má ég sjá myndina?“ Börn og táningar deila myndum sín á milli, við deilum myndum af börnunum okkar. Við lifum jú á tímum snjalltækni. Myndirnar ferðast víða Það er mikilvægt að hafa í huga að myndirnar af börnunum okkar ferðast víða á internetinu, eins og dæmin sýna og sanna. Dæmi eru um að foreldrar finni myndir af börnum sínum inni á síðum annarra, jafnvel ókunnugra, saklausar sumarleyfismyndir af börnum á sundfötum rata á vafasamar slóðir og svona mætti lengi bæta við listann. Málin vandast svo enn þegar börnin eldast og eignast sjálf hlutdeild í samfélagsmiðlum, stofna sína eigin reikninga hjá þessum sömu miðlum og deila efni án eftirlits. Táningar opna sig og gera sig berskjaldaða á internetinu daglega, setja myndir af sér og vinum sínum á Facebook og Instagram. Oft er slík myndbirting saklaus og skemmtileg. Góðir vinir á góðri stund, aðrir vinir og vandamenn geta svo gert athugasemdir, skrifað kveðjur og „like-að“. Stundum hefur birting mynda samt aðrar og verri afleiðingar. Algengt er að miðlar þessir séu notaðir til þess að níða skóinn af þeim sem gera sig berskjaldaða og eru rætnar og leiðinlegar athugasemdir eitthvað sem fjölmörg ungmenni búa við. Myndir eru teknar úr samhengi og notaðar gegn myndefninu. Athugasemdir hlaðast inn sem eru þess eðlis að lítillækka og smætta, eða það sem getur sært jafn mikið – engar athugasemdir, engin „like“, ekkert. Við foreldrar og uppalendur berum ábyrgð á velferð barna okkar. Það erum við sem eigum að standa vörð um börnin og hluti af því í nútímasamfélagi er að fylgjast með netumferð barnanna okkar. Við eigum að standa við bakið á þeim, styðja þau og kenna þeim umferðarreglurnar á internetinu. Ef við gefum barninu okkar snjallsíma, eða aðgang að sambærilegu tæki þá ber okkur að sjá til þess að tækið sé notað skynsamlega. Minnum sjálf okkur og börnin okkar á að það er ekkert til sem heitir einkalíf á internetinu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun