Töffaraleg piparsveinaíbúð í miðbænum Marín Manda skrifar 16. maí 2014 13:00 Steinarr Lár, eigandi Kukucampers. „Ég er með eina reglu fyrir heimilið, ekkert hér inni má hafa verið keypt nýtt beint úr verslun. Kannski úr Góða hirðinum en flestir munirnir hér inni tengjast minningum og sögu,“ segir Steinarr Lár eigandi Kukucampers. Hann er smekkmaður og býr í einstakri íbúð í miðbænum sem hann hefur innréttað með sérstökum munum.Grjótið í gólfinu týndi ég í Dritvík á Snæfellsnesi. Drumburinn kom úr garði foreldra minna en ég lakkaði toppinn á honum hvítan. Mér þykir gaman að færa náttúruna inn til mín og er með eitthvert blæti fyrir skinnum og feldum. Þarna má sjá villisvínsfeld, selskinn, rauðrefsfeld og einhverja fugla sem áttu frekar einhliða samskipti við haglabyssuna mína.Brettin.Ég elska bretti og líður aldrei betur en þegar ég renni mér. Ég safna hjólabrettum sem marka nýja stefnu í hjólabrettasögunni. Þarna má líka sjá brimbretti sem hlutaðist í sundur á stórum degi í Þorlákshöfn. Tónlistarsafnið.Mér finnst ég ekki eiga tónlist nema ég eigi hana á vínyl.Græni sófinn.Poulder-sófinn er jafn fallegur og hann er óþægilegur. Ég get ekki gert gestum að sitja í þessu. Fyrsta hreindýrið sem ég felldi. Uppstoppað af Reimari hjá Lifandi uppstoppun. Brimbrettið var áður í eigu vinkonu minnar, Sofiu Mulanovich. Hún var heimsmeistari kvenna á brimbretti fyrir nokkrum árum og notaði þetta bretti til keppni. Haglabyssan á veggnum stendur fyrir veiðiarfleifð íslenska bóndans því hér voru engir séntilmenn til sveita. Það er búið að lakka þessa með vinnuvélalakki og búið að skjóta svo mikið úr henni að hólkurinn er pappírsþunnur. Myndin er af hreindýrum á Lónsöræfum. Blindur er bóklaus maður og því er hollt fyrir bifvélavirkjason úr Kópavoginum að göfga manninn. Ég drekk ekki mikið áfengi, því safnast þetta saman hjá mér. Ég starfaði lengi í áfengisgeiranum og safna áfengum viðhafnarútgáfum. Ég þyki góður kokkteilhristari en það er aðallega vegna þess að ég nota aðeins rándýrt hráefni. Hús og heimili Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira
„Ég er með eina reglu fyrir heimilið, ekkert hér inni má hafa verið keypt nýtt beint úr verslun. Kannski úr Góða hirðinum en flestir munirnir hér inni tengjast minningum og sögu,“ segir Steinarr Lár eigandi Kukucampers. Hann er smekkmaður og býr í einstakri íbúð í miðbænum sem hann hefur innréttað með sérstökum munum.Grjótið í gólfinu týndi ég í Dritvík á Snæfellsnesi. Drumburinn kom úr garði foreldra minna en ég lakkaði toppinn á honum hvítan. Mér þykir gaman að færa náttúruna inn til mín og er með eitthvert blæti fyrir skinnum og feldum. Þarna má sjá villisvínsfeld, selskinn, rauðrefsfeld og einhverja fugla sem áttu frekar einhliða samskipti við haglabyssuna mína.Brettin.Ég elska bretti og líður aldrei betur en þegar ég renni mér. Ég safna hjólabrettum sem marka nýja stefnu í hjólabrettasögunni. Þarna má líka sjá brimbretti sem hlutaðist í sundur á stórum degi í Þorlákshöfn. Tónlistarsafnið.Mér finnst ég ekki eiga tónlist nema ég eigi hana á vínyl.Græni sófinn.Poulder-sófinn er jafn fallegur og hann er óþægilegur. Ég get ekki gert gestum að sitja í þessu. Fyrsta hreindýrið sem ég felldi. Uppstoppað af Reimari hjá Lifandi uppstoppun. Brimbrettið var áður í eigu vinkonu minnar, Sofiu Mulanovich. Hún var heimsmeistari kvenna á brimbretti fyrir nokkrum árum og notaði þetta bretti til keppni. Haglabyssan á veggnum stendur fyrir veiðiarfleifð íslenska bóndans því hér voru engir séntilmenn til sveita. Það er búið að lakka þessa með vinnuvélalakki og búið að skjóta svo mikið úr henni að hólkurinn er pappírsþunnur. Myndin er af hreindýrum á Lónsöræfum. Blindur er bóklaus maður og því er hollt fyrir bifvélavirkjason úr Kópavoginum að göfga manninn. Ég drekk ekki mikið áfengi, því safnast þetta saman hjá mér. Ég starfaði lengi í áfengisgeiranum og safna áfengum viðhafnarútgáfum. Ég þyki góður kokkteilhristari en það er aðallega vegna þess að ég nota aðeins rándýrt hráefni.
Hús og heimili Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira