Draumaliðinu stillt upp Álfrún Pálsdóttir skrifar 20. maí 2014 12:00 Þá er tíminn genginn í garð. Tíminn þegar strætóskýlin eru veggfóðruð með fagurlega fótósjoppuðum andlitum. Sem, með sólskinsbrosi eða traustvekjandi augnaráði, eru að reyna að sannfæra mann um að skynsamlegt sé ráða þau í vinnu. Næstu tvær vikurnar einkennast af vinabeiðnum á samskiptamiðlum frá ókunnugu liði í atkvæðaleit og heilu flokkunum sem eru búnir að uppgötva mátt nýrra samskiptamiðla. Ég er einmitt þetta óákveðna og óflokksbundna atkvæði sem þessir einstaklingar eru að reyna að næla í. Einhver sem hefur ekki alltaf kosið það sama og er tilbúin að hlusta á kosningaloforð. Ef það væri nú aðeins betri ferilskrá með kosningaloforðum í gegnum tíðina, en það er önnur saga. Ég er atkvæðið sem skiptir um skoðun daglega. Hvort á ég að kjósa fyrir mig eða heildina? Það sem er best fyrir mig persónulega er ekki endilega best fyrir borgina. Þetta er alltaf erfiður tími fyrir mig. Þó að mér lítist kannski vel á einn frambjóðanda þýðir ekki endilega það sama fyrir samflokksmann hans í næsta sæti á listanum. Frír ís eða hamborgarar, ókeypis leikskólar (sem væri reyndar frábært), heimalagaður matur eða skemmtanahald allan sólarhringinn er ekki að auðvelda mér valið eða sannfæra mig. Það væri allt miklu auðveldara ef maður fengi að kjósa persónur í stað flokka. Í stað þess að gera eitt x á atkvæðaseðil yrðu kosningarnar eins og þessi blessaða Fantasy-keppni sem boltafólkið er vitlaust í. Búðu til þína draumaborgarstjórn, ég sé herferðina fyrir mér. Ísinn, blöðrurnar og pönnukökurnar væru óþarfar. Ég væri allavega ekki í erfiðleikum með að stilla upp mínu liði til sigurs. Fullt af góðu fólki, og þvert á flokka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfrún Pálsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Þá er tíminn genginn í garð. Tíminn þegar strætóskýlin eru veggfóðruð með fagurlega fótósjoppuðum andlitum. Sem, með sólskinsbrosi eða traustvekjandi augnaráði, eru að reyna að sannfæra mann um að skynsamlegt sé ráða þau í vinnu. Næstu tvær vikurnar einkennast af vinabeiðnum á samskiptamiðlum frá ókunnugu liði í atkvæðaleit og heilu flokkunum sem eru búnir að uppgötva mátt nýrra samskiptamiðla. Ég er einmitt þetta óákveðna og óflokksbundna atkvæði sem þessir einstaklingar eru að reyna að næla í. Einhver sem hefur ekki alltaf kosið það sama og er tilbúin að hlusta á kosningaloforð. Ef það væri nú aðeins betri ferilskrá með kosningaloforðum í gegnum tíðina, en það er önnur saga. Ég er atkvæðið sem skiptir um skoðun daglega. Hvort á ég að kjósa fyrir mig eða heildina? Það sem er best fyrir mig persónulega er ekki endilega best fyrir borgina. Þetta er alltaf erfiður tími fyrir mig. Þó að mér lítist kannski vel á einn frambjóðanda þýðir ekki endilega það sama fyrir samflokksmann hans í næsta sæti á listanum. Frír ís eða hamborgarar, ókeypis leikskólar (sem væri reyndar frábært), heimalagaður matur eða skemmtanahald allan sólarhringinn er ekki að auðvelda mér valið eða sannfæra mig. Það væri allt miklu auðveldara ef maður fengi að kjósa persónur í stað flokka. Í stað þess að gera eitt x á atkvæðaseðil yrðu kosningarnar eins og þessi blessaða Fantasy-keppni sem boltafólkið er vitlaust í. Búðu til þína draumaborgarstjórn, ég sé herferðina fyrir mér. Ísinn, blöðrurnar og pönnukökurnar væru óþarfar. Ég væri allavega ekki í erfiðleikum með að stilla upp mínu liði til sigurs. Fullt af góðu fólki, og þvert á flokka.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun