Frambjóðendur Vinstri grænna í draggkeppni Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. maí 2014 08:30 Daníel útilokar ekki að Sóley tómasdóttir keppi í draggi. Vísir/Vilhelm „Í grunninn fæðumst við öll nakin. Við erum alltaf í draggi og samfélagið setur okkur í ákveðinn flokk þannig að það er í raun samfélagið sem ákveður í hvernig draggi við eigum að vera. Við erum að gera grín að öllu þessu en aðallega að skemmta okkur, hittast og fara í dragg,“ segir Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður á skrifstofu Vinstri grænna. Flokkurinn blæs til draggkvölds næsta laugardag á skrifstofu sinni á Suðurgötu 3 í Reykjavík. Aðspurður hvort frambjóðendur skelli sér í dragg segir Daníel það ekki ólíklegt. „Það kemur vel til greina að frambjóðendur láti sjá sig í draggi. Þær eru allavega hressar þessar þrjár í efstu sætunum hjá okkur,“ segir Daníel og vísar til frambjóðendanna Sóleyjar Tómasdóttur, Lífar Magneudóttur og Elínar Oddnýjar Sigurðardóttur. Daníel segir að á kvöldinu verði efnt til draggkeppni. „Dragg er ekki aðeins að farða sig og sýna heldur þarf draggdrottningin eða -kóngurinn að vinna fyrir titlinum. Við erum komin með dómnefnd og verðum með sminkur og hárgreiðslufólk á staðnum til að aðstoða þá sem vilja taka þátt frá klukkan 17.00. Sýningin byrjar síðan klukkan 21.00,“ segir Daníel sem er mjög dulur þegar hann er spurður hverjir skipa dómnefndina. „Það er fagfólk í bransanum. Það ríkir ákveðin leynd yfir þessu en við mögulega opinberum þessa aðila á föstudagskvöldið.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Sjá meira
„Í grunninn fæðumst við öll nakin. Við erum alltaf í draggi og samfélagið setur okkur í ákveðinn flokk þannig að það er í raun samfélagið sem ákveður í hvernig draggi við eigum að vera. Við erum að gera grín að öllu þessu en aðallega að skemmta okkur, hittast og fara í dragg,“ segir Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður á skrifstofu Vinstri grænna. Flokkurinn blæs til draggkvölds næsta laugardag á skrifstofu sinni á Suðurgötu 3 í Reykjavík. Aðspurður hvort frambjóðendur skelli sér í dragg segir Daníel það ekki ólíklegt. „Það kemur vel til greina að frambjóðendur láti sjá sig í draggi. Þær eru allavega hressar þessar þrjár í efstu sætunum hjá okkur,“ segir Daníel og vísar til frambjóðendanna Sóleyjar Tómasdóttur, Lífar Magneudóttur og Elínar Oddnýjar Sigurðardóttur. Daníel segir að á kvöldinu verði efnt til draggkeppni. „Dragg er ekki aðeins að farða sig og sýna heldur þarf draggdrottningin eða -kóngurinn að vinna fyrir titlinum. Við erum komin með dómnefnd og verðum með sminkur og hárgreiðslufólk á staðnum til að aðstoða þá sem vilja taka þátt frá klukkan 17.00. Sýningin byrjar síðan klukkan 21.00,“ segir Daníel sem er mjög dulur þegar hann er spurður hverjir skipa dómnefndina. „Það er fagfólk í bransanum. Það ríkir ákveðin leynd yfir þessu en við mögulega opinberum þessa aðila á föstudagskvöldið.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Sjá meira