Spennandi borgarstjórnarkosningar framundan Björgvin Guðmundsson skrifar 26. maí 2014 00:00 Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík eru skammt undan en kosið verður 31. maí. Útlit er fyrir spennandi kosningar. Samkvæmt skoðanakönnunum er mikil hreyfing á fylginu. Svo virðist að vísu sem Samfylking og Björt framtíð séu nokkuð örugg með að fá meirihluta í borgarstjórn. En samkvæmt síðustu könnun Fréttablaðsins í lok apríl bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig frá næstu könnun á undan og Björt framtíð tapaði nokkru fylgi á sama tímabili. Samfylkingin bætti við sig. Framsókn er óráðin stærð; var ekki með kjörinn fulltrúa í þessari könnun en mér kæmi ekki á óvart þó Framsókn fengi kjörinn borgarfulltrúa í sjálfum kosningunum. Samkvæmt umræddri könnun er Samfylkingin með 4 fulltrúa kjörna, Björt framtíð með sömu tölu kjörinna fulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn með 5 fulltrúa. VG er með 1 fulltrúa og Píratar með 1. Síðari kannanir leiða í ljós stóraukið fylgi Samfylkingarinnar og minna fylgi Sjálfstæðisflokksins. Samfylking og Björt framtíð eru þá með 10 borgarfulltrúa samanlagt.Dagur vinsælt borgarstjóraefni Skoðanakönnun Fréttablaðsins í lok apríl um það hver verði borgarstjóri er skemmtileg. 56,5% vilja, að Dagur B.Eggertsson verði borgarstjóri, 16% vilja, að Halldór Halldórsson verði borgarstjóri og 8,8% vilja fá Björn Blöndal sem borgarstjóra. Yfirburðafylgi Dags B.Eggertssonar í þessari könnun um það hvern menn vilja fá sem borgarstjóra er athyglisvert. Fylgi hans er tvölfalt meira en fylgi Samfylkingarinnar. Hver skyldi vera skýringin á þessu mikla fylgi Dags? Sennilega á það mikinn þátt í fylgi Dags hve hógvær hann var í samstarfinu við Besta flokkinn. Dagur sætti sig vel við það, að Jón Gnarr settist í borgarstjórastólinn eftir síðustu kosningar og hann veitti honum fullan stuðning og aðstoð. Einhver hefði í sporum Dags reynt að ná borgarstjórastólnum og bent á, að Jón Gnarr hefði enga þekkingu á borgarmálum og væri því óhæfur til þess að gegna embætti borgarstjóra. En Dagur B.Eggertsson reyndi ekkert slíkt.Róttækar tillögur í húsnæðismálum Dagur hefur sem formaður borgarráðs og leiðtogi Samfylkingarinnar í borgarstjórn haft forustu fyrir því, að lagðar væru fram róttækar tillögur í húsnæðismálum, þar sem gert er ráð fyrir því að borgin beiti sér fyrir byggingu fjölda leiguíbúða á næstu árum. Dagur segir, að borgin sé með yfirgripsmikla aðgerðaraætlun um fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða, um 2500-3000 á næstu 3-5 árum. Samfylkingin leggur áherslu á byggingu lítilla íbúða á svæði 101. Hugsunin er sú, að íbúðirnar verði vel viðráðanlegar ungu fólki og með því að staðsetja flestar þeirra á svæði 101 geta þeir, sem fá íbúðir þar, sparað sér það að kaupa bíl. Samfylkingin leggur áherslu á, að þetta unga fólk þurfi ekki að steypa sér í skuldir.Ágreiningur um atvinnumál og húsnæðismál Helstu ágreiningsefnin í borgarstjórn eru eins og áður spurningin um það hvað borgin eigi að hafa mikil afskipti af atvinnumálum og húsnæðismálum. Sjálfstæðisflokkurinn vill, að þessi afskipti borgarinnar séu sem minnst og einkaframtakið leysi málin. Samfylkingin vill, að Reykjavíkurborg hafi veruleg afskipti af atvinnumálum og húsnæðismálum. Á því kjörtímabili, sem senn er á enda, beitti Samfylkingin sér fyrir því, að borgin gerði átak í atvinnumálum, m.a. til þess að draga úr atvinnuleysi. Borgin jók t.d. verulega vinnu við viðhaldsverkefni og það minnkaði atvinnuleysi. Samfylkingin leggur einnig mikla áherslu á skóla-og velferðarmál. Undir velferðarmál heyrir félagsþjónustan og fjárhagsaðstoð við þá, sem dottnir eru út af atvinnuleysisskrá og ekki geta séð sér farborða af þeim ástæðum eða öðrum. Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýnir oft mikla fjárhagsaðstoð borgarinnar og telur, að hún geti fest fólk á bótum. Borgin ver 22 milljörðum kr. í fjárhagsaðstoð á þessu ári.Orkuveitan reist við Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hefur unnið stórvirki í því að rétta við fjárhag Orkuveitunnar. Þetta mikilvæga fyrirtæki borgarbúa stefndi beint í gjaldþrot. En meirihlutanum tókst að rétta fyrirtækið við með miklum niðurskurði og sparnaði. Skuldir Orkuveitunnar voru lækkaðar um 40 milljarða árið 2013. Það ár var hagnaður Orkuveitunnar 17,2 milljarðar. Það hafa orðið alger umskipti í rekstri fyrirtækisins. Deilt er um það hvort skuldir Reykjavíkurborgar hafi aukist eða minnkað. Þegar fyrirtæki borgarinnar eru talin með borgarsjóði kemur í ljós, að skuldir borgarinnar hafa minnkað. Þar munar mest um lækkun skulda Orkuveitunnar.Hvað gera VG og Píratar? Fróðlegt verður að sjá hver útkoman í kosningunum í Reykjavík verður, þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Heldur núverandi meirihluti velli eða ekki? Ég tel líklegt,að Samfylkingin fái jafnvel meira fylgi en síðustu skoðanakannanir gefa til kynna. Hins vegar gæti Björt framtíð tapað örlitlu meira fylgi. Ef þessir 2 flokkar fá ekki meirihluta, t.d. aðeins 7 fulltrúa, vaknar spurningin hvort VG mundi ganga til samstarfs við fyrrum meirihluta og/ eða Píratar. Líklegt er að svo yrði. Trúlega vilja hvorki Vinstri grænir né Píratar hjálpa Sjálfstæðisflokknum til valda á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík eru skammt undan en kosið verður 31. maí. Útlit er fyrir spennandi kosningar. Samkvæmt skoðanakönnunum er mikil hreyfing á fylginu. Svo virðist að vísu sem Samfylking og Björt framtíð séu nokkuð örugg með að fá meirihluta í borgarstjórn. En samkvæmt síðustu könnun Fréttablaðsins í lok apríl bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig frá næstu könnun á undan og Björt framtíð tapaði nokkru fylgi á sama tímabili. Samfylkingin bætti við sig. Framsókn er óráðin stærð; var ekki með kjörinn fulltrúa í þessari könnun en mér kæmi ekki á óvart þó Framsókn fengi kjörinn borgarfulltrúa í sjálfum kosningunum. Samkvæmt umræddri könnun er Samfylkingin með 4 fulltrúa kjörna, Björt framtíð með sömu tölu kjörinna fulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn með 5 fulltrúa. VG er með 1 fulltrúa og Píratar með 1. Síðari kannanir leiða í ljós stóraukið fylgi Samfylkingarinnar og minna fylgi Sjálfstæðisflokksins. Samfylking og Björt framtíð eru þá með 10 borgarfulltrúa samanlagt.Dagur vinsælt borgarstjóraefni Skoðanakönnun Fréttablaðsins í lok apríl um það hver verði borgarstjóri er skemmtileg. 56,5% vilja, að Dagur B.Eggertsson verði borgarstjóri, 16% vilja, að Halldór Halldórsson verði borgarstjóri og 8,8% vilja fá Björn Blöndal sem borgarstjóra. Yfirburðafylgi Dags B.Eggertssonar í þessari könnun um það hvern menn vilja fá sem borgarstjóra er athyglisvert. Fylgi hans er tvölfalt meira en fylgi Samfylkingarinnar. Hver skyldi vera skýringin á þessu mikla fylgi Dags? Sennilega á það mikinn þátt í fylgi Dags hve hógvær hann var í samstarfinu við Besta flokkinn. Dagur sætti sig vel við það, að Jón Gnarr settist í borgarstjórastólinn eftir síðustu kosningar og hann veitti honum fullan stuðning og aðstoð. Einhver hefði í sporum Dags reynt að ná borgarstjórastólnum og bent á, að Jón Gnarr hefði enga þekkingu á borgarmálum og væri því óhæfur til þess að gegna embætti borgarstjóra. En Dagur B.Eggertsson reyndi ekkert slíkt.Róttækar tillögur í húsnæðismálum Dagur hefur sem formaður borgarráðs og leiðtogi Samfylkingarinnar í borgarstjórn haft forustu fyrir því, að lagðar væru fram róttækar tillögur í húsnæðismálum, þar sem gert er ráð fyrir því að borgin beiti sér fyrir byggingu fjölda leiguíbúða á næstu árum. Dagur segir, að borgin sé með yfirgripsmikla aðgerðaraætlun um fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða, um 2500-3000 á næstu 3-5 árum. Samfylkingin leggur áherslu á byggingu lítilla íbúða á svæði 101. Hugsunin er sú, að íbúðirnar verði vel viðráðanlegar ungu fólki og með því að staðsetja flestar þeirra á svæði 101 geta þeir, sem fá íbúðir þar, sparað sér það að kaupa bíl. Samfylkingin leggur áherslu á, að þetta unga fólk þurfi ekki að steypa sér í skuldir.Ágreiningur um atvinnumál og húsnæðismál Helstu ágreiningsefnin í borgarstjórn eru eins og áður spurningin um það hvað borgin eigi að hafa mikil afskipti af atvinnumálum og húsnæðismálum. Sjálfstæðisflokkurinn vill, að þessi afskipti borgarinnar séu sem minnst og einkaframtakið leysi málin. Samfylkingin vill, að Reykjavíkurborg hafi veruleg afskipti af atvinnumálum og húsnæðismálum. Á því kjörtímabili, sem senn er á enda, beitti Samfylkingin sér fyrir því, að borgin gerði átak í atvinnumálum, m.a. til þess að draga úr atvinnuleysi. Borgin jók t.d. verulega vinnu við viðhaldsverkefni og það minnkaði atvinnuleysi. Samfylkingin leggur einnig mikla áherslu á skóla-og velferðarmál. Undir velferðarmál heyrir félagsþjónustan og fjárhagsaðstoð við þá, sem dottnir eru út af atvinnuleysisskrá og ekki geta séð sér farborða af þeim ástæðum eða öðrum. Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýnir oft mikla fjárhagsaðstoð borgarinnar og telur, að hún geti fest fólk á bótum. Borgin ver 22 milljörðum kr. í fjárhagsaðstoð á þessu ári.Orkuveitan reist við Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar hefur unnið stórvirki í því að rétta við fjárhag Orkuveitunnar. Þetta mikilvæga fyrirtæki borgarbúa stefndi beint í gjaldþrot. En meirihlutanum tókst að rétta fyrirtækið við með miklum niðurskurði og sparnaði. Skuldir Orkuveitunnar voru lækkaðar um 40 milljarða árið 2013. Það ár var hagnaður Orkuveitunnar 17,2 milljarðar. Það hafa orðið alger umskipti í rekstri fyrirtækisins. Deilt er um það hvort skuldir Reykjavíkurborgar hafi aukist eða minnkað. Þegar fyrirtæki borgarinnar eru talin með borgarsjóði kemur í ljós, að skuldir borgarinnar hafa minnkað. Þar munar mest um lækkun skulda Orkuveitunnar.Hvað gera VG og Píratar? Fróðlegt verður að sjá hver útkoman í kosningunum í Reykjavík verður, þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Heldur núverandi meirihluti velli eða ekki? Ég tel líklegt,að Samfylkingin fái jafnvel meira fylgi en síðustu skoðanakannanir gefa til kynna. Hins vegar gæti Björt framtíð tapað örlitlu meira fylgi. Ef þessir 2 flokkar fá ekki meirihluta, t.d. aðeins 7 fulltrúa, vaknar spurningin hvort VG mundi ganga til samstarfs við fyrrum meirihluta og/ eða Píratar. Líklegt er að svo yrði. Trúlega vilja hvorki Vinstri grænir né Píratar hjálpa Sjálfstæðisflokknum til valda á ný.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun