Mistök vinnustaðargrínarans Atli Fannar Bjarkason skrifar 29. maí 2014 07:00 Vinnustaðargrínarinn er vandmeðfarið hlutverk. Hann ber mikla ábyrgð á stemningunni á vinnustaðnum og þarf að finna jafnvægið milli kæruleysis og framleiðni. Of mikið grín hindrar störf fólks á sama tíma og of lítið grín getur drepið móralinn með sömu afleiðingum. Sjálfurhef ég tekið að mér hlutverk vinnustaðargrínarans með góðum árangri. Undantekningin sannar þó regluna í því eins og öðru og á síðasta vinnustað sem ég starfaði á lenti ég í aðstæðum sem ég óska engum vinnustaðargrínara að lenda í: Ég missteig mig í gríninu. Og það í árlegum jólahádegisverði Alþingis á Hótel Borg. Égmætti of seint og þurfti því að deila borði með forsætisnefnd í stað flokksins sem ég starfaði fyrir. Fljótlega eftir að ég settist niður tók ég eftir því að jólaölskannan var tóm. Sessunautur minn hóf strax að reyna að útvega áfyllingu því hangikjöt án jólaöls er jú bara soðið kjöt. Ekki var búið að fylla á könnuna þegar Katrín Jakobsdóttir settist mér á vinstri hönd. Hún var augljóslega þyrst því hún greip tómt glasið sitt og spurði um jólaölið. Égleit yfir borðið og sá þverpólitíska röð af reynsluboltum — alla með full glös af jólaöli. Augu mín staðnæmdust á tómri könnunni. Það var þá sem ég kyngdi stoltinu og tók eina verstu ákvörðun síðasta árs: Að kynna vinnustaðargrínarann fyrir forsætisnefnd Alþingis. „Steingrímurkláraði jólaölið,“ sagði ég við Katrínu og passaði að Steingrímur J. myndi heyra í mér. „Það er ekki satt,“ svaraði hann alvarlegur og ég fann að grínið var komið út á hálan ís. Þrátt fyrir að ótal viðvörunarbjöllur ómuðu í kór í höfði mínu ákvað ég að ganga skrefinu lengra. „Uu. Jú. Ég sá þig klára jólaölið. Þú ert búinn að þamba fimm glös!“ sagði ég og starði í reynslurík augu hans. „Er það?“ spurði Katrín og hallaði undir flatt. Andrúmsloftið var þrúgandi. Steingrímur hló ekki. Hann brosti ekki. Hann sagði ekki neitt. Og ég? Ég vinn ekki lengur á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Vinnustaðargrínarinn er vandmeðfarið hlutverk. Hann ber mikla ábyrgð á stemningunni á vinnustaðnum og þarf að finna jafnvægið milli kæruleysis og framleiðni. Of mikið grín hindrar störf fólks á sama tíma og of lítið grín getur drepið móralinn með sömu afleiðingum. Sjálfurhef ég tekið að mér hlutverk vinnustaðargrínarans með góðum árangri. Undantekningin sannar þó regluna í því eins og öðru og á síðasta vinnustað sem ég starfaði á lenti ég í aðstæðum sem ég óska engum vinnustaðargrínara að lenda í: Ég missteig mig í gríninu. Og það í árlegum jólahádegisverði Alþingis á Hótel Borg. Égmætti of seint og þurfti því að deila borði með forsætisnefnd í stað flokksins sem ég starfaði fyrir. Fljótlega eftir að ég settist niður tók ég eftir því að jólaölskannan var tóm. Sessunautur minn hóf strax að reyna að útvega áfyllingu því hangikjöt án jólaöls er jú bara soðið kjöt. Ekki var búið að fylla á könnuna þegar Katrín Jakobsdóttir settist mér á vinstri hönd. Hún var augljóslega þyrst því hún greip tómt glasið sitt og spurði um jólaölið. Égleit yfir borðið og sá þverpólitíska röð af reynsluboltum — alla með full glös af jólaöli. Augu mín staðnæmdust á tómri könnunni. Það var þá sem ég kyngdi stoltinu og tók eina verstu ákvörðun síðasta árs: Að kynna vinnustaðargrínarann fyrir forsætisnefnd Alþingis. „Steingrímurkláraði jólaölið,“ sagði ég við Katrínu og passaði að Steingrímur J. myndi heyra í mér. „Það er ekki satt,“ svaraði hann alvarlegur og ég fann að grínið var komið út á hálan ís. Þrátt fyrir að ótal viðvörunarbjöllur ómuðu í kór í höfði mínu ákvað ég að ganga skrefinu lengra. „Uu. Jú. Ég sá þig klára jólaölið. Þú ert búinn að þamba fimm glös!“ sagði ég og starði í reynslurík augu hans. „Er það?“ spurði Katrín og hallaði undir flatt. Andrúmsloftið var þrúgandi. Steingrímur hló ekki. Hann brosti ekki. Hann sagði ekki neitt. Og ég? Ég vinn ekki lengur á Alþingi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun