Jafnt í bæjarstjórn – ójafnt heima Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. júní 2014 07:00 Ein af athyglisverðum niðurstöðum sveitarstjórnarkosninganna, sem hefur þó fengið litla athygli, er að hlutfall kynjanna í hópi sveitarstjórnarmanna nálgast nú mjög að vera jafnt. Samkvæmt bráðabirgðatölum er hlutfall kvenna í sveitarstjórnum á landinu öllu nú 44 prósent, en karla 56 prósent. Þetta er gjörbreytt staða frá því sem var fyrir ekkert óskaplega löngu. Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum er nú tvöfalt hærra en árið 1990, þegar það var 22 prósent. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum var það um 40 prósent. Það vantar rétt herzlumuninn upp á að hægt hefði verið að fagna því á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á næsta ári að kynjahlutfallið í sveitarstjórnum væri orðið jafnt. Á undanförnum árum hafa verið skrifaðar nokkrar skýrslur og ráðizt í fleiri en eitt átaksverkefni til að rétta hlut kvenna í sveitarstjórnum. Vafalaust hefur eitthvað af því skilað árangri. Sumir flokkar hafa sett reglu um kynjakvóta á framboðslistum, en væntanlega ættu slíkar reglur að vera óþarfar; flokkarnir hljóta fyrir löngu að hafa áttað sig á því að það er vænlegt til árangurs að tefla fram bæði körlum og konum ofarlega á framboðslistunum. Ein ástæðan fyrir hrakförum Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum um helgina er til dæmis alveg áreiðanlega að niðurstaða prófkjörs skilaði þremur körlum í efstu sæti framboðslistans – og munaði ekki óskaplega miklu að þeir yrðu einu fulltrúar flokksins í borgarstjórn. Það er mikil breyting að hátt í helmingur sveitarstjórnarmanna sé konur. Þegar litið er undir yfirborðið er niðurstaðan samt ekki alveg eins glæsileg. Á framboðslistum fyrir kosningarnar í vor var aðeins þriðjungur oddvitanna konur. Það er samt talsverð fjölgun frá því sem var fyrir kosningarnar 2010, en þá voru konur í leiðtogasæti á fjórðungi framboðslistanna. Í rannsókn sem gerð var á meðal kvenna í sveitarstjórnum og Fréttablaðið sagði frá í vor kom fram að konur endast skemur í stjórnmálastarfi í sveitarstjórnum en karlar og þeim finnst þær fá minni völd. Konur taka fremur að sér málaflokka á sviði velferðar- og menntamála en valdameiri stöður á sviði skipulags- og fjármála. Í sömu könnun, sem Bergljót Þrastardóttir hjá Jafnréttisstofu stóð fyrir, kom fram að það sama gildir í sveitarstjórnunum og annars staðar á íslenzkum vinnumarkaði, vinnuumhverfið er íhaldssamt og gerir ráð fyrir kvöld- og helgarvinnu, en heima fyrir ríkir ekki jafnrétti í heimilisstörfum og barnauppeldi. Átaksverkefnin og kynjakvótarnir kunna þannig að hafa hjálpað, en það sem tryggir raunverulegt jafnrétti í sveitarstjórnarpólitíkinni til framtíðar er að það ríki jafnrétti heima fyrir. Sókn kvenna á vettvangi sveitarstjórna er enn sem komið er miklu glæsilegri en sókn karla á vettvangi heimilis og fjölskyldu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun
Ein af athyglisverðum niðurstöðum sveitarstjórnarkosninganna, sem hefur þó fengið litla athygli, er að hlutfall kynjanna í hópi sveitarstjórnarmanna nálgast nú mjög að vera jafnt. Samkvæmt bráðabirgðatölum er hlutfall kvenna í sveitarstjórnum á landinu öllu nú 44 prósent, en karla 56 prósent. Þetta er gjörbreytt staða frá því sem var fyrir ekkert óskaplega löngu. Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum er nú tvöfalt hærra en árið 1990, þegar það var 22 prósent. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum var það um 40 prósent. Það vantar rétt herzlumuninn upp á að hægt hefði verið að fagna því á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á næsta ári að kynjahlutfallið í sveitarstjórnum væri orðið jafnt. Á undanförnum árum hafa verið skrifaðar nokkrar skýrslur og ráðizt í fleiri en eitt átaksverkefni til að rétta hlut kvenna í sveitarstjórnum. Vafalaust hefur eitthvað af því skilað árangri. Sumir flokkar hafa sett reglu um kynjakvóta á framboðslistum, en væntanlega ættu slíkar reglur að vera óþarfar; flokkarnir hljóta fyrir löngu að hafa áttað sig á því að það er vænlegt til árangurs að tefla fram bæði körlum og konum ofarlega á framboðslistunum. Ein ástæðan fyrir hrakförum Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum um helgina er til dæmis alveg áreiðanlega að niðurstaða prófkjörs skilaði þremur körlum í efstu sæti framboðslistans – og munaði ekki óskaplega miklu að þeir yrðu einu fulltrúar flokksins í borgarstjórn. Það er mikil breyting að hátt í helmingur sveitarstjórnarmanna sé konur. Þegar litið er undir yfirborðið er niðurstaðan samt ekki alveg eins glæsileg. Á framboðslistum fyrir kosningarnar í vor var aðeins þriðjungur oddvitanna konur. Það er samt talsverð fjölgun frá því sem var fyrir kosningarnar 2010, en þá voru konur í leiðtogasæti á fjórðungi framboðslistanna. Í rannsókn sem gerð var á meðal kvenna í sveitarstjórnum og Fréttablaðið sagði frá í vor kom fram að konur endast skemur í stjórnmálastarfi í sveitarstjórnum en karlar og þeim finnst þær fá minni völd. Konur taka fremur að sér málaflokka á sviði velferðar- og menntamála en valdameiri stöður á sviði skipulags- og fjármála. Í sömu könnun, sem Bergljót Þrastardóttir hjá Jafnréttisstofu stóð fyrir, kom fram að það sama gildir í sveitarstjórnunum og annars staðar á íslenzkum vinnumarkaði, vinnuumhverfið er íhaldssamt og gerir ráð fyrir kvöld- og helgarvinnu, en heima fyrir ríkir ekki jafnrétti í heimilisstörfum og barnauppeldi. Átaksverkefnin og kynjakvótarnir kunna þannig að hafa hjálpað, en það sem tryggir raunverulegt jafnrétti í sveitarstjórnarpólitíkinni til framtíðar er að það ríki jafnrétti heima fyrir. Sókn kvenna á vettvangi sveitarstjórna er enn sem komið er miklu glæsilegri en sókn karla á vettvangi heimilis og fjölskyldu.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun