Íslenskur leikmaður veðjaði á úrslit eigin liðs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júní 2014 07:00 Fréttablaðið/Valli Leikmaður Dalvíkur/Reynis hefur viðurkennt að hafa veðjað á úrslit eigin liðs í janúar síðastliðnum. Þetta staðfesti Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þann 13. janúar vann Þór 7-0 sigur á Dalvík/Reyni í Kjarnafæðismótinu í Boganum á Akureyri. Síðar þann mánuð greindi Akureyri vikublað frá því að grunsemdir hefðu vaknað um óeðlilega veðmálastarfsemi í kringum leikinn og að leikmenn Þórs hefðu stórgrætt á að liðið vann meira en þriggja marka sigur. Rannsókn KSÍ leiddi ekkert í ljós en hún strandaði á því að forráðamenn Dalvíkur/Reynis höfnuðu beiðni Þóris Hákonarsonar, framkvæmdarstjóra KSÍ, um aðstoð vegna rannsóknarinnar.Erfitt mál fyrir félagið Stefán Garðar segir að þetta mál hafi reynst félaginu erfitt. Í umfjöllun Akureyrar vikublaðs hafi leikmenn Þórs legið undir ásökunum en hann segir að leikmenn Dalvíkur/Reynis hafi líka verið ásakaðir um að taka þátt í braskinu – til að mynda í leiknum sjálfum. „Meðan á leiknum stóð heyrðust ásakanir frá leikmönnum Þórs um að okkar leikmenn væru að hagræða úrslitum. Það þótti okkur verst,“ sagði Stefán Garðar en staðfesti þó að leikmaður Dalvíkur/Reynis hafi veðjað á leikinn. „Hann var reyndar ekki í leikmannahópi okkar í þessum leik en viðurkenndi þetta. Hann hefur þess utan lítið æft og ekkert spilað með okkur í vor. Þeir leikmenn sem tóku þátt í leiknum sóru þetta hins vegar allir af sér,“ bætir hann við en vildi ekki nafngreina umræddan leikmann. Þórir staðfesti við Fréttablaðið í gær að hann hafi ekki fengið þær upplýsingar til sín að umræddur leikmaður hafi veðjað á leikinn en fram kemur í fundargerð stjórnar KSÍ að ekki yrði aðhafst frekar í málinu fyrr en nýjar upplýsingar kæmu fram. Þórir gat ekki svarað því hvort þetta nægði til þess að málið yrði tekið upp að nýju en upphaflega hafi ekki verið hægt að aðhafast meira í því. „Ásakanirnar komu fram í fjölmiðlum og ég hafði ekkert haldbært um að nokkuð óeðlilegt hafi átt sér stað,“ sagði Þórir. „Ég lít svo á að félögin hafi fengið tækifæri til að hreinsa sig af ásökunum en af einhverjum ástæðum voru þau ekki tilbúin í það. Það var þeirra ákvörðun.“Erum ekki í feluleik Stefán Garðar viðurkennir að það kunni að líta út fyrir að félagið hafi eitthvað að fela en svo sé ekki. „Þetta var orðið mjög erfitt mál og leiddi til þess að hálfgert hatur ríkti á milli félaganna. Við höfðum ávallt átt mjög góð samskipti við Þór en þetta mál gerði þau mjög erfið. Við vorum bara búin að fá nóg,“ segir Stefán Garðar. Hann telur að leikmenn geri sér grein fyrir alvöru málsins. „Það er búið að ræða þetta ítarlega og okkar leikmenn vita að þeir verða látnir fara frá félaginu verði þeir uppvísir að svona löguðu.“Fáránleg starfssemi Stefán Garðar telur að vandamálið sé mun algengara en talið er. „Það var gott að fá þessa umræðu og að þetta hafi verið fín áminning fyrir knattspyrnuhreyfinguna alla á Íslandi. Enda finnst mér með öllu fáránlegt að það skuli vera hægt að veðja á leik í æfingamóti á Íslandi á erlendum vefsíðum, hvað þá að græða mikinn pening á úrslitum leikja sem geta aðeins talist eðlileg,“ segir hann og ítrekar að niðurstaðan í umræddum leik, 7-0 Þórs, hafi ekki vakið spurningar hjá honum. „Ég sá þennan leik. Við vorum einfaldlega illa mannaðir og úrslit leiksins eftir því.“Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, sagði af og frá að félagið hefði hafnað beiðni KSÍ og að allir leikmenn liðsins hafi skrifað undir skjal þess efnis að þeir hafi ekki tekið þátt í neinu ólöglegu eða ósiðlegu athæfi í tengslum við umræddan leik. „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að vinna með KSÍ,“ ítrekar Aðalsteinn Ingi. Þórir bætir einnig við að dómarar leiksins hafi verið reiðubúnir að aðstoða við rannsókn málsins á sínum tíma. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Forráðamenn Þórs voru reiðubúnir að skrifa undir öll skjöl en Dalvík/Reynir neitaði þátttöku. 4. júní 2014 12:00 Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira
Leikmaður Dalvíkur/Reynis hefur viðurkennt að hafa veðjað á úrslit eigin liðs í janúar síðastliðnum. Þetta staðfesti Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þann 13. janúar vann Þór 7-0 sigur á Dalvík/Reyni í Kjarnafæðismótinu í Boganum á Akureyri. Síðar þann mánuð greindi Akureyri vikublað frá því að grunsemdir hefðu vaknað um óeðlilega veðmálastarfsemi í kringum leikinn og að leikmenn Þórs hefðu stórgrætt á að liðið vann meira en þriggja marka sigur. Rannsókn KSÍ leiddi ekkert í ljós en hún strandaði á því að forráðamenn Dalvíkur/Reynis höfnuðu beiðni Þóris Hákonarsonar, framkvæmdarstjóra KSÍ, um aðstoð vegna rannsóknarinnar.Erfitt mál fyrir félagið Stefán Garðar segir að þetta mál hafi reynst félaginu erfitt. Í umfjöllun Akureyrar vikublaðs hafi leikmenn Þórs legið undir ásökunum en hann segir að leikmenn Dalvíkur/Reynis hafi líka verið ásakaðir um að taka þátt í braskinu – til að mynda í leiknum sjálfum. „Meðan á leiknum stóð heyrðust ásakanir frá leikmönnum Þórs um að okkar leikmenn væru að hagræða úrslitum. Það þótti okkur verst,“ sagði Stefán Garðar en staðfesti þó að leikmaður Dalvíkur/Reynis hafi veðjað á leikinn. „Hann var reyndar ekki í leikmannahópi okkar í þessum leik en viðurkenndi þetta. Hann hefur þess utan lítið æft og ekkert spilað með okkur í vor. Þeir leikmenn sem tóku þátt í leiknum sóru þetta hins vegar allir af sér,“ bætir hann við en vildi ekki nafngreina umræddan leikmann. Þórir staðfesti við Fréttablaðið í gær að hann hafi ekki fengið þær upplýsingar til sín að umræddur leikmaður hafi veðjað á leikinn en fram kemur í fundargerð stjórnar KSÍ að ekki yrði aðhafst frekar í málinu fyrr en nýjar upplýsingar kæmu fram. Þórir gat ekki svarað því hvort þetta nægði til þess að málið yrði tekið upp að nýju en upphaflega hafi ekki verið hægt að aðhafast meira í því. „Ásakanirnar komu fram í fjölmiðlum og ég hafði ekkert haldbært um að nokkuð óeðlilegt hafi átt sér stað,“ sagði Þórir. „Ég lít svo á að félögin hafi fengið tækifæri til að hreinsa sig af ásökunum en af einhverjum ástæðum voru þau ekki tilbúin í það. Það var þeirra ákvörðun.“Erum ekki í feluleik Stefán Garðar viðurkennir að það kunni að líta út fyrir að félagið hafi eitthvað að fela en svo sé ekki. „Þetta var orðið mjög erfitt mál og leiddi til þess að hálfgert hatur ríkti á milli félaganna. Við höfðum ávallt átt mjög góð samskipti við Þór en þetta mál gerði þau mjög erfið. Við vorum bara búin að fá nóg,“ segir Stefán Garðar. Hann telur að leikmenn geri sér grein fyrir alvöru málsins. „Það er búið að ræða þetta ítarlega og okkar leikmenn vita að þeir verða látnir fara frá félaginu verði þeir uppvísir að svona löguðu.“Fáránleg starfssemi Stefán Garðar telur að vandamálið sé mun algengara en talið er. „Það var gott að fá þessa umræðu og að þetta hafi verið fín áminning fyrir knattspyrnuhreyfinguna alla á Íslandi. Enda finnst mér með öllu fáránlegt að það skuli vera hægt að veðja á leik í æfingamóti á Íslandi á erlendum vefsíðum, hvað þá að græða mikinn pening á úrslitum leikja sem geta aðeins talist eðlileg,“ segir hann og ítrekar að niðurstaðan í umræddum leik, 7-0 Þórs, hafi ekki vakið spurningar hjá honum. „Ég sá þennan leik. Við vorum einfaldlega illa mannaðir og úrslit leiksins eftir því.“Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, sagði af og frá að félagið hefði hafnað beiðni KSÍ og að allir leikmenn liðsins hafi skrifað undir skjal þess efnis að þeir hafi ekki tekið þátt í neinu ólöglegu eða ósiðlegu athæfi í tengslum við umræddan leik. „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að vinna með KSÍ,“ ítrekar Aðalsteinn Ingi. Þórir bætir einnig við að dómarar leiksins hafi verið reiðubúnir að aðstoða við rannsókn málsins á sínum tíma.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Forráðamenn Þórs voru reiðubúnir að skrifa undir öll skjöl en Dalvík/Reynir neitaði þátttöku. 4. júní 2014 12:00 Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira
Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Forráðamenn Þórs voru reiðubúnir að skrifa undir öll skjöl en Dalvík/Reynir neitaði þátttöku. 4. júní 2014 12:00
Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30