„Ég hugsa um þetta eins og hvert annað skítadjobb“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júní 2014 06:30 Baráttukona. Mist Edvardsdóttir í leik með Val í Pepsi-deild kvenna. fréttablaðið/daníel Knattspyrnukonan Mist Edvardsdóttir hefur greinst með Hodgkins-eitilfrumukrabbamein og verður því frá keppni út árið hið minnsta. Þessi 23 ára Valskona úr Mosfellsbæ fékk tíðindin staðfest sama dag og hún var valin í kvennalandsliðið fyrr í mánuðinum. „Fyrsti dagurinn var svolítið erfiður þegar ég fékk þetta loksins staðfest. Þá fyrst gerði maður sér almennilega grein fyrir því hversu alvarlegt þetta var,“ sagði Mist í samtali við Fréttablaðið í gær en þá var hún stödd í Kaupmannahöfn þar sem hún fer í svokallaðan jáeindaskanna (PET). „Fótboltinn hefur svo hjálpað manni að takast á við þetta. Það hefur verið gott að mæta á æfingar, gleyma sér og hætta að vera krabbameinssjúklingur eitt augnablik,“ útskýrir Mist sem hefur ávallt verið heilsuhraust auk þess sem engin saga um krabbamein er í hennar nánustu fjölskyldu. „Þess vegna var þetta svolítið áfall og maður átti erfitt með að trúa því að þetta væri niðurstaðan – að ég væri með krabbamein 23 ára gömul.“ Þann 6. júní fékk hún tíðindin staðfest en þann dag var hún einnig valin í kvennalandsliðið. „Ég sagði Frey [Alexanderssyni, landsliðsþjálfara] frá þessu þá en af minni hálfu kom ekkert annað til greina en að fara út með liðinu, sérstaklega þar sem ég er enn frísk og líður vel. Þetta var svo rætt þegar við komum út en flestar vissu þó af þessu. Fréttunum var tekið af miklu jafnaðargeði og svo hélt maður bara áfram,“ segir Mist sem gat tekið þátt í æfingum landsliðsins af fullum krafti. „Það er bara á erfiðum þolæfingum sem ég finn eitthvað fyrir enda meinið í hálsinum og þrýstir á öndunarveginn,“ útskýrir hún. Mist mun ekki fara í aðgerð en lyfjameðferð hefst strax á föstudaginn. Þá hefst baráttan af fullum krafti. „Þetta er barátta sem ég þekki ekki vel. En ég hugsa um þetta eins og hvert annað skítadjobb sem þarf að klára áður en ég get gert það sem ég vil gera. Það þýðir ekkert að væla eða pirra sig á þessu. Þetta er bara djobb sem maður þarf að sinna og hjálpar til að vera bæði jákvæður og gera eins vel og maður mögulega getur,“ segir Mist Edvardsdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Knattspyrnukonan Mist Edvardsdóttir hefur greinst með Hodgkins-eitilfrumukrabbamein og verður því frá keppni út árið hið minnsta. Þessi 23 ára Valskona úr Mosfellsbæ fékk tíðindin staðfest sama dag og hún var valin í kvennalandsliðið fyrr í mánuðinum. „Fyrsti dagurinn var svolítið erfiður þegar ég fékk þetta loksins staðfest. Þá fyrst gerði maður sér almennilega grein fyrir því hversu alvarlegt þetta var,“ sagði Mist í samtali við Fréttablaðið í gær en þá var hún stödd í Kaupmannahöfn þar sem hún fer í svokallaðan jáeindaskanna (PET). „Fótboltinn hefur svo hjálpað manni að takast á við þetta. Það hefur verið gott að mæta á æfingar, gleyma sér og hætta að vera krabbameinssjúklingur eitt augnablik,“ útskýrir Mist sem hefur ávallt verið heilsuhraust auk þess sem engin saga um krabbamein er í hennar nánustu fjölskyldu. „Þess vegna var þetta svolítið áfall og maður átti erfitt með að trúa því að þetta væri niðurstaðan – að ég væri með krabbamein 23 ára gömul.“ Þann 6. júní fékk hún tíðindin staðfest en þann dag var hún einnig valin í kvennalandsliðið. „Ég sagði Frey [Alexanderssyni, landsliðsþjálfara] frá þessu þá en af minni hálfu kom ekkert annað til greina en að fara út með liðinu, sérstaklega þar sem ég er enn frísk og líður vel. Þetta var svo rætt þegar við komum út en flestar vissu þó af þessu. Fréttunum var tekið af miklu jafnaðargeði og svo hélt maður bara áfram,“ segir Mist sem gat tekið þátt í æfingum landsliðsins af fullum krafti. „Það er bara á erfiðum þolæfingum sem ég finn eitthvað fyrir enda meinið í hálsinum og þrýstir á öndunarveginn,“ útskýrir hún. Mist mun ekki fara í aðgerð en lyfjameðferð hefst strax á föstudaginn. Þá hefst baráttan af fullum krafti. „Þetta er barátta sem ég þekki ekki vel. En ég hugsa um þetta eins og hvert annað skítadjobb sem þarf að klára áður en ég get gert það sem ég vil gera. Það þýðir ekkert að væla eða pirra sig á þessu. Þetta er bara djobb sem maður þarf að sinna og hjálpar til að vera bæði jákvæður og gera eins vel og maður mögulega getur,“ segir Mist Edvardsdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira