Kemur til Íslands frá Kína bara til að tjalda Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. júní 2014 10:00 Ernir Skorri Pétursson leggur lögfræðina til hliðar til að slá upp tjöldum fyrir þyrsta útihátíðargesti. mynd/einkasafn „Það er orðin hefð hjá mér að koma til landsins til þess að tjalda fyrir þyrsta útihátíðargesti,“ segir lögfræðingurinn og tjaldarinn Ernir Skorri Pétursson en hann á fyrirtækið Rentatent.is ásamt frænda sínum Arnari Bjartmarz. Ernir Skorri hefur verið búsettur í Kína undanfarin ár þar sem hann stundar nám og vinnu en hann kemur þó á hverju sumri til landsins til þess að setja upp tjöld á vel völdum útihátíðum. „Sumarið kemur ekki hjá mér fyrr en ég hef hent upp nokkrum tjöldum.“ Rentatent.is sérhæfir sig í að leigja út tjöld á stærstu útihátíðum landsins og hefur verið starfrækt síðan sumarið 2012. Fyrirtækið er þó meira en bara tjaldleiga og er markmiðið hjá eigendunum að viðskiptavinir þeirra upplifi sig sem gesti á hóteli án þess þó að sjarminn sem fylgir útilegum fari forgörðum. „Fólk einfaldlega fer á heimasíðuna okkar og velur sér tjald og aukabúnað á borð við dýnur, svefnpoka og kodda. Í kjölfarið mætir viðkomandi áhyggjulaus á útihátíðina og þá erum við búnir að tjalda tjaldinu, blása í dýnuna og búa um. Í lok hátíðar göngum við svo frá öllu og tökum til.“Arnar Bjartmarz á fyrirtækið Rentatent.is.mynd/einkasafnÞeir félagar byrjuðu á Bestu útihátíðinni sumarið 2012 og hafa svo verið að bæta við sig hátíðum og verða á nokkrum hátíðum í sumar. „Við verðum á Secret Solstice-hátíðinni í Reykjavík, ATP-tónlistarhátíðinni í Reykjanesbæ og á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum,“ bætir Ernir Skorri við. Hann segir þetta alltaf hafa gengið mjög vel og að eftirspurnin hafi aukist jafnt og þétt. „Við leggjum mikla áherslu á að bæta þjónustuna með hverju árinu og erum til dæmis að útbúa sérstaka stöð til að hlaða farsíma, skoða útfærslu sem mun gera fólki kleift að kæla drykkina sína og svo erum við að bíða eftir leyfi frá Persónuvernd fyrir uppsetningu öryggismyndavéla.“ Hann segir að sú nýjung sem þó eigi eflaust eftir að gleðja hvað mest sé sú að þeir ætli að bjóða upp á frítt kaffi sem sé mikið þarfaþing hjá kúnnum þeirra í morgunsárið. ATP í Keflavík Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
„Það er orðin hefð hjá mér að koma til landsins til þess að tjalda fyrir þyrsta útihátíðargesti,“ segir lögfræðingurinn og tjaldarinn Ernir Skorri Pétursson en hann á fyrirtækið Rentatent.is ásamt frænda sínum Arnari Bjartmarz. Ernir Skorri hefur verið búsettur í Kína undanfarin ár þar sem hann stundar nám og vinnu en hann kemur þó á hverju sumri til landsins til þess að setja upp tjöld á vel völdum útihátíðum. „Sumarið kemur ekki hjá mér fyrr en ég hef hent upp nokkrum tjöldum.“ Rentatent.is sérhæfir sig í að leigja út tjöld á stærstu útihátíðum landsins og hefur verið starfrækt síðan sumarið 2012. Fyrirtækið er þó meira en bara tjaldleiga og er markmiðið hjá eigendunum að viðskiptavinir þeirra upplifi sig sem gesti á hóteli án þess þó að sjarminn sem fylgir útilegum fari forgörðum. „Fólk einfaldlega fer á heimasíðuna okkar og velur sér tjald og aukabúnað á borð við dýnur, svefnpoka og kodda. Í kjölfarið mætir viðkomandi áhyggjulaus á útihátíðina og þá erum við búnir að tjalda tjaldinu, blása í dýnuna og búa um. Í lok hátíðar göngum við svo frá öllu og tökum til.“Arnar Bjartmarz á fyrirtækið Rentatent.is.mynd/einkasafnÞeir félagar byrjuðu á Bestu útihátíðinni sumarið 2012 og hafa svo verið að bæta við sig hátíðum og verða á nokkrum hátíðum í sumar. „Við verðum á Secret Solstice-hátíðinni í Reykjavík, ATP-tónlistarhátíðinni í Reykjanesbæ og á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum,“ bætir Ernir Skorri við. Hann segir þetta alltaf hafa gengið mjög vel og að eftirspurnin hafi aukist jafnt og þétt. „Við leggjum mikla áherslu á að bæta þjónustuna með hverju árinu og erum til dæmis að útbúa sérstaka stöð til að hlaða farsíma, skoða útfærslu sem mun gera fólki kleift að kæla drykkina sína og svo erum við að bíða eftir leyfi frá Persónuvernd fyrir uppsetningu öryggismyndavéla.“ Hann segir að sú nýjung sem þó eigi eflaust eftir að gleðja hvað mest sé sú að þeir ætli að bjóða upp á frítt kaffi sem sé mikið þarfaþing hjá kúnnum þeirra í morgunsárið.
ATP í Keflavík Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög