„Líklegast er ég massaðasti melódíkuleikari í heimi“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2014 08:30 Mímir stefnir langt í fitnessheiminum. „Ég syng fyrst og fremst og spila líka á píanó og melódíku. Líklegast er ég massaðasti melódíkuleikari í heimi,“ segir Mímir Nordquist í hljómsveitinni Lily Of The Valley glaður í bragði. Hljómsveitin var stofnuð fyrir Airwaves-tónlistarhátíðina í fyrra og var að senda frá sér sitt fyrsta lag, I'll Be Waiting. Mímir er ekki bara lunkinn í tónlistinni heldur hefur hann átt góðu gengi að fagna í fitness-heiminum. „Ég keppti fyrst í fitness árið 2010. Ég var reyndar plataður út í það til að byrja með en er mjög feginn því. Þetta er frábær reynsla út í eitt. Ég er fjórfaldur Íslandsmeistari í fitness og fitness-maður ársins 2013. Ég er mjög hamingjusamur með það,“ segir Mímir. Hann segist þó lítið vera í því að sýna stæltan kroppinn á tónleikum. „Nei, ekki alveg. Ég spái eiginlega ekki í því þegar ég er að spila. En Tinna og Logi eru alltaf að reyna að rífa mig úr samt,“ segir Mímir hlæjandi en Tinna Katrín Jónsdóttir skipar tríóið Lily Of The Valley með þeim Mími og Loga Jósafatssyni. Aðspurður hvort hann fái ekki mikla athygli á tónleikum segir hann það vera. „Jú, sem betur fer, ég er svo athyglissjúkur,“ segir Logi. En er hann á lausu? „Já, ég er þvílíkt á lausu.“ Lily OF The Valley skipa þau Mímir, Tinna og Logi.Mynd/úr einkasafni Mímir byrjaði í tónlist árið 2010 en segir mikla alvöru hafa færst í tónsmíðarnar þegar hann stofnaði Lily Of The Valley ásamt Loga. Stefnan er sett á að gefa út meira efni sem fyrst. „Draumurinn er að halda áfram að njóta þess að búa til tónlist og ferðast með þessu frábæra fólki sem er með mér í hljómsveit. Ég er að gera það sem ég elska.“ Hann stefnir líka langt í fitness-heiminum. „Það eru alls konar möguleikar sem mér bjóðast í fitness-heiminum. Ég get allavega ekki hætt fyrr en ég er orðinn heimsmeistari. Keppnisskapið, þú skilur,“ segir Mímir en oft reynist erfitt að samtvinna þessa tvo heima. „Það er allt í lagi dags daglega en rétt fyrir mót getur verið erfitt að sinna hvoru tveggja hundrað prósent.“ Lily Of The Valley spilar á Café Flóru í Grasagarðinum í kvöld og lofar Mímir góðu stuði. „Ég hvet fólk til að hlusta á nýja lagið okkar, koma og sjá okkur á tónleikum og elska hvert annað.“ Airwaves Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
„Ég syng fyrst og fremst og spila líka á píanó og melódíku. Líklegast er ég massaðasti melódíkuleikari í heimi,“ segir Mímir Nordquist í hljómsveitinni Lily Of The Valley glaður í bragði. Hljómsveitin var stofnuð fyrir Airwaves-tónlistarhátíðina í fyrra og var að senda frá sér sitt fyrsta lag, I'll Be Waiting. Mímir er ekki bara lunkinn í tónlistinni heldur hefur hann átt góðu gengi að fagna í fitness-heiminum. „Ég keppti fyrst í fitness árið 2010. Ég var reyndar plataður út í það til að byrja með en er mjög feginn því. Þetta er frábær reynsla út í eitt. Ég er fjórfaldur Íslandsmeistari í fitness og fitness-maður ársins 2013. Ég er mjög hamingjusamur með það,“ segir Mímir. Hann segist þó lítið vera í því að sýna stæltan kroppinn á tónleikum. „Nei, ekki alveg. Ég spái eiginlega ekki í því þegar ég er að spila. En Tinna og Logi eru alltaf að reyna að rífa mig úr samt,“ segir Mímir hlæjandi en Tinna Katrín Jónsdóttir skipar tríóið Lily Of The Valley með þeim Mími og Loga Jósafatssyni. Aðspurður hvort hann fái ekki mikla athygli á tónleikum segir hann það vera. „Jú, sem betur fer, ég er svo athyglissjúkur,“ segir Logi. En er hann á lausu? „Já, ég er þvílíkt á lausu.“ Lily OF The Valley skipa þau Mímir, Tinna og Logi.Mynd/úr einkasafni Mímir byrjaði í tónlist árið 2010 en segir mikla alvöru hafa færst í tónsmíðarnar þegar hann stofnaði Lily Of The Valley ásamt Loga. Stefnan er sett á að gefa út meira efni sem fyrst. „Draumurinn er að halda áfram að njóta þess að búa til tónlist og ferðast með þessu frábæra fólki sem er með mér í hljómsveit. Ég er að gera það sem ég elska.“ Hann stefnir líka langt í fitness-heiminum. „Það eru alls konar möguleikar sem mér bjóðast í fitness-heiminum. Ég get allavega ekki hætt fyrr en ég er orðinn heimsmeistari. Keppnisskapið, þú skilur,“ segir Mímir en oft reynist erfitt að samtvinna þessa tvo heima. „Það er allt í lagi dags daglega en rétt fyrir mót getur verið erfitt að sinna hvoru tveggja hundrað prósent.“ Lily Of The Valley spilar á Café Flóru í Grasagarðinum í kvöld og lofar Mímir góðu stuði. „Ég hvet fólk til að hlusta á nýja lagið okkar, koma og sjá okkur á tónleikum og elska hvert annað.“
Airwaves Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira