Þétt dagskrá í fimm vikur í Skálholti Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. júní 2014 11:00 Sænski hópurinn Ensemble Villancico leikur suðuramerískt barokk með dönsurum, sem aldrei hefur heyrst fyrr. Mynd/úr einkasafni „Við byrjum á sunnudaginn með tónleikum Ensemble Villancico sem er sænskur barokkhópur og þau verða með mjög spennandi dagskrá þar sem þau flytja barokktónlist frá Ekvador, sem er mjög óvenjulegt þar sem mest af barokktónlist sem við heyrum er frá Evrópu,“ segir Þorgerður Edda Hall, framkvæmdastýra Sumartónleika í Skálholtskirkju. „Fyrsta vikan einkennist af tónleikum ýmissa norrænna hópa og dagskráin er mun þéttari en hún hefur áður verið.“ Sumartónleikar í Skálholti eru fjörutíu ára í ár og af því tilefni er meira lagt í dagskrána en oft áður, tónleikar oft í viku í fimm vikur. „Lengdin er sú sama og hún hefur verið,“ segir Þorgerður. „En það verða fleiri viðburðir en vanalega. Oftast hafa eingöngu verið tónleikar um helgar en núna verða viðburðir á hverjum einasta degi fyrstu vikuna og hinar vikurnar hefst dagskrá alla fimmtudaga. Við vildum hafa þetta viðameira núna vegna afmælisins og vegna hins norræna samstarfs gátum við fjármagnað það með norrænum styrkjum.“ Mánudaginn 30. júní mun Nordic Affect flytja glænýja tónlist á barokkhljóðfæri, meðal annars verk eftir Maríu Huld Markan, Úlf Hansson og Önnu Þorvaldsdóttur. Skálholtskvartettinn kemur einnig fram þessa fyrstu viku Sumartónleika, með Jaap Schröder í fararbroddi sem leikur nú á Sumartónleikum í 22. skipti. Fimmtudaginn 3. júlí verður svo hátindi vikunnar náð með úrslitakeppni EAR-ly – Third Nordic Young Early Music Competition, en þar koma fram þrír framúrskarandi ungir hópar ungs fólks sem flytur barokktónlist á upprunaleg hljóðfæri. Keppendurnir eru hóparnir Bastard Barock, Ensemble Flautino og Marini-Ollberg duo og koma frá Svíþjóð og Finnlandi. Auk tónleikanna verða dagana 30. júní til 2. júlí opnir masterklassar og fyrirlestrar með virtum barokksérfræðingum eins og Jaap Schröder, Ann Wallström, Johannes Boer, Peter Pontvik og Höllu Steinunni Stefánsdóttur. Eftir opnunarviku hátíðarinnar koma fram Kór og Kammersveit Listaháskóla Íslands, sem flytja fyrirlestur og tónleika tileinkaða Þorkeli Sigurbjörnssyni. Danski hópurinn Music for the Mysteries og Kammerkór Suðurlands flytja nýtt verk eftir danska tónskáldið Hanne Tofte Jespersen, sem byggt er á keltneskri sögu og tvinnar saman tónlist, dans, leiklist og sjónlist. Voces Thules flytur ásamt Lenu Willemark íslenska miðaldatónlist ásamt sænskri þjóðlagatónlist á tónleikum með spunaívafi. Bachsveitin í Skálholti verður á sínum stað með hinn danska Peter Spissky sem leiðara og Elfu Rún Kristinsdóttur og Jóhönnu Halldórsdóttur sem einleikara og -söngvara. Caput flytur tónleika tileinkaða Hafliða Hallgrímssyni. Kammerkórinn Hljómeyki flytur verk eftir staðartónskáld sumarsins, Pál Ragnar Pálsson, en hann hefur samið nýtt verk við Ljóðaljóðin fyrir tilefnið. Sumrinu lýkur á franska barokkhópnum Copro di Strumenti, með Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur í fararbroddi, en þau munu m.a. sýna listir sínar með tónleikunum „Djúkox“, þar sem fiðluleikari hópsins leyfir tónleikagestum að panta lög á fóninn, en hann geymir í erminni fiðlupartítur og -sónötur Bachs, allar með tölu. Auk þess að fagna fjörutíu ára afmælinu verður Helgu Ingólfsdóttur semballeikara minnst með sérstökum minningartónleikum, en í sumar eru fimm ár síðan hún lést. „Ann Wallström, barokkfiðluleikari, sem var fyrsti leiðari Bach-sveitarinnar í Skálholti og er því heimavön, ætlar að spila með Sigurði Halldórssyni og Guðrúnu Óskarsdóttur og allur ágóði af tónleikunum, sem verða tvisvar sinnum á miðvikudag og laugardag í næstu viku, rennur í minningarsjóð Helgu,“ segir Þorgerður. Dagskrána má kynna sér í smáatriðum á vefsíðunni sumartonleikar.is og ættu flestir að geta fundið tónleika við sitt hæfi í þessari viðamiklu dagskrá. Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Við byrjum á sunnudaginn með tónleikum Ensemble Villancico sem er sænskur barokkhópur og þau verða með mjög spennandi dagskrá þar sem þau flytja barokktónlist frá Ekvador, sem er mjög óvenjulegt þar sem mest af barokktónlist sem við heyrum er frá Evrópu,“ segir Þorgerður Edda Hall, framkvæmdastýra Sumartónleika í Skálholtskirkju. „Fyrsta vikan einkennist af tónleikum ýmissa norrænna hópa og dagskráin er mun þéttari en hún hefur áður verið.“ Sumartónleikar í Skálholti eru fjörutíu ára í ár og af því tilefni er meira lagt í dagskrána en oft áður, tónleikar oft í viku í fimm vikur. „Lengdin er sú sama og hún hefur verið,“ segir Þorgerður. „En það verða fleiri viðburðir en vanalega. Oftast hafa eingöngu verið tónleikar um helgar en núna verða viðburðir á hverjum einasta degi fyrstu vikuna og hinar vikurnar hefst dagskrá alla fimmtudaga. Við vildum hafa þetta viðameira núna vegna afmælisins og vegna hins norræna samstarfs gátum við fjármagnað það með norrænum styrkjum.“ Mánudaginn 30. júní mun Nordic Affect flytja glænýja tónlist á barokkhljóðfæri, meðal annars verk eftir Maríu Huld Markan, Úlf Hansson og Önnu Þorvaldsdóttur. Skálholtskvartettinn kemur einnig fram þessa fyrstu viku Sumartónleika, með Jaap Schröder í fararbroddi sem leikur nú á Sumartónleikum í 22. skipti. Fimmtudaginn 3. júlí verður svo hátindi vikunnar náð með úrslitakeppni EAR-ly – Third Nordic Young Early Music Competition, en þar koma fram þrír framúrskarandi ungir hópar ungs fólks sem flytur barokktónlist á upprunaleg hljóðfæri. Keppendurnir eru hóparnir Bastard Barock, Ensemble Flautino og Marini-Ollberg duo og koma frá Svíþjóð og Finnlandi. Auk tónleikanna verða dagana 30. júní til 2. júlí opnir masterklassar og fyrirlestrar með virtum barokksérfræðingum eins og Jaap Schröder, Ann Wallström, Johannes Boer, Peter Pontvik og Höllu Steinunni Stefánsdóttur. Eftir opnunarviku hátíðarinnar koma fram Kór og Kammersveit Listaháskóla Íslands, sem flytja fyrirlestur og tónleika tileinkaða Þorkeli Sigurbjörnssyni. Danski hópurinn Music for the Mysteries og Kammerkór Suðurlands flytja nýtt verk eftir danska tónskáldið Hanne Tofte Jespersen, sem byggt er á keltneskri sögu og tvinnar saman tónlist, dans, leiklist og sjónlist. Voces Thules flytur ásamt Lenu Willemark íslenska miðaldatónlist ásamt sænskri þjóðlagatónlist á tónleikum með spunaívafi. Bachsveitin í Skálholti verður á sínum stað með hinn danska Peter Spissky sem leiðara og Elfu Rún Kristinsdóttur og Jóhönnu Halldórsdóttur sem einleikara og -söngvara. Caput flytur tónleika tileinkaða Hafliða Hallgrímssyni. Kammerkórinn Hljómeyki flytur verk eftir staðartónskáld sumarsins, Pál Ragnar Pálsson, en hann hefur samið nýtt verk við Ljóðaljóðin fyrir tilefnið. Sumrinu lýkur á franska barokkhópnum Copro di Strumenti, með Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur í fararbroddi, en þau munu m.a. sýna listir sínar með tónleikunum „Djúkox“, þar sem fiðluleikari hópsins leyfir tónleikagestum að panta lög á fóninn, en hann geymir í erminni fiðlupartítur og -sónötur Bachs, allar með tölu. Auk þess að fagna fjörutíu ára afmælinu verður Helgu Ingólfsdóttur semballeikara minnst með sérstökum minningartónleikum, en í sumar eru fimm ár síðan hún lést. „Ann Wallström, barokkfiðluleikari, sem var fyrsti leiðari Bach-sveitarinnar í Skálholti og er því heimavön, ætlar að spila með Sigurði Halldórssyni og Guðrúnu Óskarsdóttur og allur ágóði af tónleikunum, sem verða tvisvar sinnum á miðvikudag og laugardag í næstu viku, rennur í minningarsjóð Helgu,“ segir Þorgerður. Dagskrána má kynna sér í smáatriðum á vefsíðunni sumartonleikar.is og ættu flestir að geta fundið tónleika við sitt hæfi í þessari viðamiklu dagskrá.
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira