Gefur út nýjan smell á afmælisdaginn Kristjana Arnarsdóttir skrifar 1. júlí 2014 10:00 Unni Eggertsdóttur er margt til lista lagt. Er hún til að mynda hörkudansari en nýja lagið heitir einmitt Dansa til að gleyma þér. Fréttablaðið/Valli „Í fyrsta skipti sem ég heyrði lagið féll ég algjörlega fyrir því,“ segir söng- og dagskrárgerðarkonan Unnur Eggertsdóttir sem á föstudaginn gefur út glænýtt lag. Lagið ber heitið Dansa til að gleyma þér og er pródúserað af þeim Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen, sem saman mynda elektródúóið Kiasmos, og Friðriki Dór. „Óli vinur minn hringdi í mig og sagði að þeir hefðu verið uppi í stúdíói og óvart samið algjört popplag sem þeim fannst henta mér vel,“ segir Unnur en bætir við að lagið hafi verið þó nokkurn tíma í fæðingu. Nú sé lagið hins vegar tilbúið og fer það í spilun á föstudaginn, á sjálfan afmælisdag söngkonunnar. „Það verður mjög gaman að fá þetta í spilun á 22 ára afmælisdaginn. Svo drösla ég vinkonum mínum í bæinn á föstudagskvöldið og valsa á milli skemmtistaða með lagið á USB-kubb og heimta óskalag,“ segir hún og hlær. Unnur hefur í nægu að snúast í sumar en hún starfar sem dagskrárgerðarkona á sjónvarpsstöðinni Bravó ásamt því að skemmta sem Solla stirða líkt og hún hefur gert undanfarin ár. „Ég held ég sé búin að skemmta um 400 sinnum í Sollubúningnum og þetta er alltaf jafn mikil snilld.“ Þjóðleikhúsið vinnur nú að uppfærslu Latabæjar og verður sýningin frumsýnd í haust. Þar verður það hin 16 ára Melkorka Davíðsdóttir Pitt sem fer með hlutverk Sollu stirðu. „Ég held að hún sé alveg með það sem til þarf. Það er í raun mjög skemmtileg tilviljun að við Melkorka höfum búið hlið við hlið í mörg ár svo það er svolítið eins og Solla sé ættuð úr Skerjafirðinum.“ Tónlist Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Í fyrsta skipti sem ég heyrði lagið féll ég algjörlega fyrir því,“ segir söng- og dagskrárgerðarkonan Unnur Eggertsdóttir sem á föstudaginn gefur út glænýtt lag. Lagið ber heitið Dansa til að gleyma þér og er pródúserað af þeim Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen, sem saman mynda elektródúóið Kiasmos, og Friðriki Dór. „Óli vinur minn hringdi í mig og sagði að þeir hefðu verið uppi í stúdíói og óvart samið algjört popplag sem þeim fannst henta mér vel,“ segir Unnur en bætir við að lagið hafi verið þó nokkurn tíma í fæðingu. Nú sé lagið hins vegar tilbúið og fer það í spilun á föstudaginn, á sjálfan afmælisdag söngkonunnar. „Það verður mjög gaman að fá þetta í spilun á 22 ára afmælisdaginn. Svo drösla ég vinkonum mínum í bæinn á föstudagskvöldið og valsa á milli skemmtistaða með lagið á USB-kubb og heimta óskalag,“ segir hún og hlær. Unnur hefur í nægu að snúast í sumar en hún starfar sem dagskrárgerðarkona á sjónvarpsstöðinni Bravó ásamt því að skemmta sem Solla stirða líkt og hún hefur gert undanfarin ár. „Ég held ég sé búin að skemmta um 400 sinnum í Sollubúningnum og þetta er alltaf jafn mikil snilld.“ Þjóðleikhúsið vinnur nú að uppfærslu Latabæjar og verður sýningin frumsýnd í haust. Þar verður það hin 16 ára Melkorka Davíðsdóttir Pitt sem fer með hlutverk Sollu stirðu. „Ég held að hún sé alveg með það sem til þarf. Það er í raun mjög skemmtileg tilviljun að við Melkorka höfum búið hlið við hlið í mörg ár svo það er svolítið eins og Solla sé ættuð úr Skerjafirðinum.“
Tónlist Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira