Alfreð getur tekið enn eitt metið af Pétri Péturssyni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2014 06:30 Alfreð Finnbogason spilar í spænsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason samdi í gær við spænska úrvalsdeildarliðið Real Sociedad og verður þar með fimmti Íslendingurinn til þess að spila í efstu deild á Spáni. Landsliðsframherjinn stóðst læknisskoðun í gær og skrifaði í framhaldinu undir fjögurra ára saming til ársins 2018. Real Sociedad greiðir Heerenveen 7,5 milljónir evra fyrir Alfreð samkvæmt fréttum frá Spáni en 2,5 milljónir evra bætast svo við það í gegnum árangurstengdar greiðslur. Alfreð getur þar með haldið áfram að „hreinsa“ upp met gamla þjálfara síns, Péturs Péturssonar. Alfreð sló nokkur met Péturs á tveimur frábærum árum sínum með Heerenveen í hollensku deildinni. Þar á meðal bætti hann í tvígang markamet Íslendings á einu tímabili í evrópskri A-deild. Pétur Pétursson var fyrsti Íslendingurinn til að spila í A-deildinni á Spáni fyrir 29 árum og skoraði þá 5 mörk í 27 leikjum með Hércules frá Alicante. Það markamet hefur staðið síðan en Eiður Smári Guðjohnsen jafnaði það með því að skora 5 mörk á fyrsta tímabili sínu með Barcelona-liðinu veturinn 2006 til 2007. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir metin sem Alfreð hefur tekið af Pétri undanfarin tvö ár og hvaða met eru hugsanlega í augsýn þegar hann verður fyrsti Íslendingurinn til þess að spila knattspyrnu með Baskafélagi.Alfreð Finnbogason og markametin:Flest mörk Íslendings á einu ári Var: 32 mörk - Pétur Pétursson 1979 Nýtt met: 34 mörk - Alfreð Finnbogason 2012Flest mörk Íslendings á tímabili í Evrópu Var: 23 - Pétur Pétursson, Feyenoord 1979-80 Nýtt met: 24 - Alfreð Finnbogason Heerenveen 2012-13 Nýtt met: 29 - Alfreð Finnbogason Heerenveen 2013-14Flest mörk Íslendings í hollensku úrvalsdeildinni Var: 49 mörk - Pétur Pétursson, Feyenoord Nýtt met: 53 mörk - Alfreð Finnbogason, HeerenveenFlest mörk á tímabili í spænsku úrvalsdeildinni: Metið: 5 mörk - Pétur Pétursson, Hércules 1985-86 Jafnað: 5 mörk - Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona 2006-07Flest mörk Íslendings í spænsku úrvalsdeildinni: Metið: 10 mörk - Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona Spænski boltinn Tengdar fréttir Alfreð í læknisskoðun í dag Fimm ára samningur sagður liggja á borðinu. 2. júlí 2014 09:34 Myndband frá fyrsta degi Alfreðs hjá Real Sociedad Sjónvarpsstöð Real Sociedad fylgdi Alfreði eftir á fyrsta degi sínum hjá félaginu en hann skrifaði undir samning hjá Real Sociedad fyrr í dag. 2. júlí 2014 18:15 Alfreð gerði fjögurra ára samning við Sociedad Landsliðsframherjinn stóðst læknisskoðun og verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins á næstu dögum. 2. júlí 2014 13:34 Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Alfreð Finnbogason samdi í gær við spænska úrvalsdeildarliðið Real Sociedad og verður þar með fimmti Íslendingurinn til þess að spila í efstu deild á Spáni. Landsliðsframherjinn stóðst læknisskoðun í gær og skrifaði í framhaldinu undir fjögurra ára saming til ársins 2018. Real Sociedad greiðir Heerenveen 7,5 milljónir evra fyrir Alfreð samkvæmt fréttum frá Spáni en 2,5 milljónir evra bætast svo við það í gegnum árangurstengdar greiðslur. Alfreð getur þar með haldið áfram að „hreinsa“ upp met gamla þjálfara síns, Péturs Péturssonar. Alfreð sló nokkur met Péturs á tveimur frábærum árum sínum með Heerenveen í hollensku deildinni. Þar á meðal bætti hann í tvígang markamet Íslendings á einu tímabili í evrópskri A-deild. Pétur Pétursson var fyrsti Íslendingurinn til að spila í A-deildinni á Spáni fyrir 29 árum og skoraði þá 5 mörk í 27 leikjum með Hércules frá Alicante. Það markamet hefur staðið síðan en Eiður Smári Guðjohnsen jafnaði það með því að skora 5 mörk á fyrsta tímabili sínu með Barcelona-liðinu veturinn 2006 til 2007. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir metin sem Alfreð hefur tekið af Pétri undanfarin tvö ár og hvaða met eru hugsanlega í augsýn þegar hann verður fyrsti Íslendingurinn til þess að spila knattspyrnu með Baskafélagi.Alfreð Finnbogason og markametin:Flest mörk Íslendings á einu ári Var: 32 mörk - Pétur Pétursson 1979 Nýtt met: 34 mörk - Alfreð Finnbogason 2012Flest mörk Íslendings á tímabili í Evrópu Var: 23 - Pétur Pétursson, Feyenoord 1979-80 Nýtt met: 24 - Alfreð Finnbogason Heerenveen 2012-13 Nýtt met: 29 - Alfreð Finnbogason Heerenveen 2013-14Flest mörk Íslendings í hollensku úrvalsdeildinni Var: 49 mörk - Pétur Pétursson, Feyenoord Nýtt met: 53 mörk - Alfreð Finnbogason, HeerenveenFlest mörk á tímabili í spænsku úrvalsdeildinni: Metið: 5 mörk - Pétur Pétursson, Hércules 1985-86 Jafnað: 5 mörk - Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona 2006-07Flest mörk Íslendings í spænsku úrvalsdeildinni: Metið: 10 mörk - Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona
Spænski boltinn Tengdar fréttir Alfreð í læknisskoðun í dag Fimm ára samningur sagður liggja á borðinu. 2. júlí 2014 09:34 Myndband frá fyrsta degi Alfreðs hjá Real Sociedad Sjónvarpsstöð Real Sociedad fylgdi Alfreði eftir á fyrsta degi sínum hjá félaginu en hann skrifaði undir samning hjá Real Sociedad fyrr í dag. 2. júlí 2014 18:15 Alfreð gerði fjögurra ára samning við Sociedad Landsliðsframherjinn stóðst læknisskoðun og verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins á næstu dögum. 2. júlí 2014 13:34 Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Myndband frá fyrsta degi Alfreðs hjá Real Sociedad Sjónvarpsstöð Real Sociedad fylgdi Alfreði eftir á fyrsta degi sínum hjá félaginu en hann skrifaði undir samning hjá Real Sociedad fyrr í dag. 2. júlí 2014 18:15
Alfreð gerði fjögurra ára samning við Sociedad Landsliðsframherjinn stóðst læknisskoðun og verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins á næstu dögum. 2. júlí 2014 13:34