Ekki markmiðið að krækja í erlenda leikmenn Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júlí 2014 06:30 Magnús Agnar Magnússon er með marga bestu sparkara landsins á sínum snærum. Fréttablaðið/GVA „Maður er bara að fara að víkka sjóndeildarhringinn,“ segir Magnús Agnar Magnússonumboðsmaður léttur í samtali við Fréttablaðið, en hann flytur í næstu viku ásamt fjölskyldunni til Haag í Hollandi þar sem hann opnar útibú frá umboðsmannaskrifstofunni Total Football. „Bjarki Gunnlaugsson er búinn að vera með annan fótinn úti í Hollandi undanfarin misseri en hann og konan hans eru að flytja heim. Það hentar mér og minni fjölskyldu vel að flytja út núna. Konan er að fara í nám þannig að við verðum með skrifstofu úti,“ segir Magnús Agnar, en Total Football er með menn á borð við Aron Jóhannsson og Eið Smára Guðjohnsen á sínum snærum. Magnús Agnar þarf að ferðast gríðarlega mikið vegna vinnu sinnar, bæði til að heimsækja leikmennina og auðvitað félög sem hafa áhuga á þeim. „Stærsti kostnaðurinn er alltaf að fljúga frá Íslandi yfir á meginlandið. Það er gott að geta skorið það í burtu, en við verðum einnig áfram með skrifstofuna á Skólavörðustíg. Þetta er gott til að vera nær strákunum, bæði þeim í Hollandi og á Norðurlöndunum,“ segir Magnús Agnar. Að búa í Hollandi gerir honum einnig frekar kleift að heimsækja fleiri lið og málsmetandi menn til að auka umsvif sín og skrifstofunnar. „Markmiðið er að styrkja samböndin í Hollandi og víðar. Við fundum alveg fyrir því hvað það var gott fyrir okkur að hafa Bjarka þarna úti. Ég er bara í 50 mínútna fjarlægt frá Alkmaar þar sem Aron er að spila.“ Magnús segir næsta skref ekki vera að krækja í erlenda leikmenn. „Það er ekki markmiðið. Frekar bara auka tengslin við strákana sem við erum með,“ segir Magnús Agnar Magnússon. Íslenski boltinn Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
„Maður er bara að fara að víkka sjóndeildarhringinn,“ segir Magnús Agnar Magnússonumboðsmaður léttur í samtali við Fréttablaðið, en hann flytur í næstu viku ásamt fjölskyldunni til Haag í Hollandi þar sem hann opnar útibú frá umboðsmannaskrifstofunni Total Football. „Bjarki Gunnlaugsson er búinn að vera með annan fótinn úti í Hollandi undanfarin misseri en hann og konan hans eru að flytja heim. Það hentar mér og minni fjölskyldu vel að flytja út núna. Konan er að fara í nám þannig að við verðum með skrifstofu úti,“ segir Magnús Agnar, en Total Football er með menn á borð við Aron Jóhannsson og Eið Smára Guðjohnsen á sínum snærum. Magnús Agnar þarf að ferðast gríðarlega mikið vegna vinnu sinnar, bæði til að heimsækja leikmennina og auðvitað félög sem hafa áhuga á þeim. „Stærsti kostnaðurinn er alltaf að fljúga frá Íslandi yfir á meginlandið. Það er gott að geta skorið það í burtu, en við verðum einnig áfram með skrifstofuna á Skólavörðustíg. Þetta er gott til að vera nær strákunum, bæði þeim í Hollandi og á Norðurlöndunum,“ segir Magnús Agnar. Að búa í Hollandi gerir honum einnig frekar kleift að heimsækja fleiri lið og málsmetandi menn til að auka umsvif sín og skrifstofunnar. „Markmiðið er að styrkja samböndin í Hollandi og víðar. Við fundum alveg fyrir því hvað það var gott fyrir okkur að hafa Bjarka þarna úti. Ég er bara í 50 mínútna fjarlægt frá Alkmaar þar sem Aron er að spila.“ Magnús segir næsta skref ekki vera að krækja í erlenda leikmenn. „Það er ekki markmiðið. Frekar bara auka tengslin við strákana sem við erum með,“ segir Magnús Agnar Magnússon.
Íslenski boltinn Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira