Vildi fá sjöunda gullið Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2014 06:00 Hafdís með ein af sex gullverðlaunum sínum í Krikanum í gær. vísir/daníel Hafdís Sigurðardóttir, UFA, kom sá og sigraði á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Kaplakrikavelli um helgina. Þessi magnaða norðlenska íþróttakona hlaut hvorki fleiri né færri en sex gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Eðlilega var hún í skýjunum yfir árangrinum í Krikanum. „Tilfinningin er rosalega góð. Þetta var rosalega erfið helgi. Erfið, en ánægjuleg,“ sagði hún en Hafdís var þó ekki að niðurlotum komin þrátt fyrir að keppa í sjö greinum. „Alls ekki. Þetta tekur bara á líkamann. Svo stífnar maður upp við að sitja í bíl norður. Ég gæti samt alveg hlaupið meira ef einhver myndi biðja mig um það, eða ef einhver gull væru í boði,“ segir hún og hlær við. Árangurinn kom Hafdísi ekkert svakalega á óvart. „Ég var að gæla við þennan fjölda – ég lýg því ekkert. Ég vissi samt alveg að þetta yrði hörð keppni eins og gegn Hrafnhildi Eir í 200 metra hlaupinu. Hún er í bætingarformi, en það er skemmtilegra að hafa einhverja við hliðina á sér.“vísir/daníelHafdís hljóp síðasta sprettinn fyrir UFA í 4x400 metra boðhlaupinu en laut í gras fyrir AnítuHinriksdóttur sem hljóp síðasta sprettinn fyrir ÍR. Var erfitt að sjá á eftir sjöunda gullinu? „Auðvitað hefði ég viljað fá eitt gull til viðbótar, en Aníta er ansi hörð. Ég vissi að það yrði dálítið langsótt að ég myndi ná henni. En ég reyndi mitt allra besta,“ segir Hafdís. Frjálsíþróttadrottningin átti nokkra klukkutíma eftir í bíl áður en hún lenti á Akureyri þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Það var alveg klárt hvað átti að gera um leið og heim væri komið. „Ég fæ mér auðvitað Brynjuís. Og ef ég verð ekki mætt fyrir lokun þá læt ég kærastann bara fara og kaupa þannig að ísinn bíði eftir mér heima,“ segir Hafdís Sigurðardóttir, drottningin á Meistaramótinu 2014. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sex gull hjá Hafdísi í Krikanum Hafdís Sigurðardóttir fer hamförum á Meistarmóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 14:59 Yfirburðarsigur ÍR á Meistaramótinu Sveit ÍR setti nýtt stigamet á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 17:07 Myndasyrpa frá Meistaramótinu í frjálsum Vel heppnað 88. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram í Kaplakrika um helgina. 13. júlí 2014 19:35 Mest lesið „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Sjá meira
Hafdís Sigurðardóttir, UFA, kom sá og sigraði á 88. Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Kaplakrikavelli um helgina. Þessi magnaða norðlenska íþróttakona hlaut hvorki fleiri né færri en sex gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Eðlilega var hún í skýjunum yfir árangrinum í Krikanum. „Tilfinningin er rosalega góð. Þetta var rosalega erfið helgi. Erfið, en ánægjuleg,“ sagði hún en Hafdís var þó ekki að niðurlotum komin þrátt fyrir að keppa í sjö greinum. „Alls ekki. Þetta tekur bara á líkamann. Svo stífnar maður upp við að sitja í bíl norður. Ég gæti samt alveg hlaupið meira ef einhver myndi biðja mig um það, eða ef einhver gull væru í boði,“ segir hún og hlær við. Árangurinn kom Hafdísi ekkert svakalega á óvart. „Ég var að gæla við þennan fjölda – ég lýg því ekkert. Ég vissi samt alveg að þetta yrði hörð keppni eins og gegn Hrafnhildi Eir í 200 metra hlaupinu. Hún er í bætingarformi, en það er skemmtilegra að hafa einhverja við hliðina á sér.“vísir/daníelHafdís hljóp síðasta sprettinn fyrir UFA í 4x400 metra boðhlaupinu en laut í gras fyrir AnítuHinriksdóttur sem hljóp síðasta sprettinn fyrir ÍR. Var erfitt að sjá á eftir sjöunda gullinu? „Auðvitað hefði ég viljað fá eitt gull til viðbótar, en Aníta er ansi hörð. Ég vissi að það yrði dálítið langsótt að ég myndi ná henni. En ég reyndi mitt allra besta,“ segir Hafdís. Frjálsíþróttadrottningin átti nokkra klukkutíma eftir í bíl áður en hún lenti á Akureyri þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Það var alveg klárt hvað átti að gera um leið og heim væri komið. „Ég fæ mér auðvitað Brynjuís. Og ef ég verð ekki mætt fyrir lokun þá læt ég kærastann bara fara og kaupa þannig að ísinn bíði eftir mér heima,“ segir Hafdís Sigurðardóttir, drottningin á Meistaramótinu 2014.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sex gull hjá Hafdísi í Krikanum Hafdís Sigurðardóttir fer hamförum á Meistarmóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 14:59 Yfirburðarsigur ÍR á Meistaramótinu Sveit ÍR setti nýtt stigamet á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 17:07 Myndasyrpa frá Meistaramótinu í frjálsum Vel heppnað 88. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram í Kaplakrika um helgina. 13. júlí 2014 19:35 Mest lesið „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Sjá meira
Sex gull hjá Hafdísi í Krikanum Hafdís Sigurðardóttir fer hamförum á Meistarmóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 14:59
Yfirburðarsigur ÍR á Meistaramótinu Sveit ÍR setti nýtt stigamet á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum. 13. júlí 2014 17:07
Myndasyrpa frá Meistaramótinu í frjálsum Vel heppnað 88. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram í Kaplakrika um helgina. 13. júlí 2014 19:35