Gaf Íslandi veggmynd Baldvin Þormóðsson skrifar 17. júlí 2014 16:00 Oliver Luckett hefur mikla trú á listasenunni í Reykjavík og vill efla samstarf á milli landa. mynd/aðsend Athafnamaðurinn Oliver Luckett er fæstum Íslendingum kunnugur þrátt fyrir að vera einn mesti Íslandsvinur sem fyrirfinnst. Luckett stofnaði fyrirtækið theAudience fyrir þremur árum ásamt vini sínum Sean Parker sem er hvað frægastur fyrir að hafa stofnað Napster og síðar Spotify. theAudience sérhæfir sig í að markaðssetja opinbert fólk og fyrirtæki á samfélagsmiðlum og í dag sér fyrirtækið um markaðssetningu fyrir um það bil sex þúsund listamenn og ná til rúmlega milljarðs notenda veraldarvefsins mánaðarlega. Luckett hefur persónulega unnið fyrir manneskjur á borð við Barack Obama, Charlize Theron og Ian Somerhalder en þrátt fyrir að hafa grætt dágóða summu í gegnum fyrirtækið þá sýnir Luckett ekkert nema hógværð og við fyrstu sýn er ekki að sjá að hettupeysuklæddi maðurinn sé efnaður. „Ég kom hingað fyrst árið 2011 að vinna með Björk fyrir Biophilia-verkefnið,‘‘ segir Luckett en síðan þá hefur hann komið hingað sjö sinnum í viðbót. „Eftir það þá urðum við svo góðir vinir að alltaf þegar ég kem hingað þá reynir hún að haga ferðalögum sínum þannig að við getum hist.‘‘Það var mikið fjör í fertugsafmæli Olivers í Gamla Bíó.Á stærsta safn íslenskra listaverka í Bandaríkjunum Athafnamaðurinn er mikill aðdáandi Íslands og hefur sankað að sér rúmlega 80 listaverkum eftir íslenska listamenn. „Björk heldur að ég eigi stærsta safn íslenskra listaverka í Bandaríkjunum,‘‘ segir hann og hlær en meðal listamanna sem Luckett hefur mætur á eru til dæmis Gabríela Friðriksdóttir, Daníel Magnússon og tónlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson. „Einar tók mig í þriggja daga ferðalag þar sem ég held að ég hafi kynnst öllum listamönnunum hérna.‘‘Hélt risastórt partí í Gamla Bíó Luckett er staddur á Íslandi nú til þess að halda upp á fertugsafmæli sitt en veislan fór fram í Gamla bíói síðastliðið laugardagskvöld. „Þetta kvöld var ógleymanlegt. Mér finnst alltaf gaman að tengja saman listamenn og fá nýtt fólk til þess að hittast og jafnvel vinna saman,‘‘ segir Luckett en hann flytur reglulega inn listamenn til Íslands í samstarf við aðra íslenska listamenn. Hann flutti nýverið inn listamennina DevnGosha til þess að mála vegglistaverk sem hann gaf Reykjavíkurborg. „Þeir eru virkilega hæfileikaríkir listamenn sem ég er að halda uppi núna,‘‘ segir Luckett sem leggur sig fram við að gefa ungum listamönnum færi á að spreyta sig á stærri markaði, en af hverju að koma með listamenn hingað? „Þið hafið ákveðin gildi sem ég kann að meta,‘‘ segir hann. „Þið kunnið að meta manneskjur, list og menningu.‘‘Hér má sjá veggmyndina eftir DevnGosha í heild sinni.mynd/aðsend Íslandsvinir Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira
Athafnamaðurinn Oliver Luckett er fæstum Íslendingum kunnugur þrátt fyrir að vera einn mesti Íslandsvinur sem fyrirfinnst. Luckett stofnaði fyrirtækið theAudience fyrir þremur árum ásamt vini sínum Sean Parker sem er hvað frægastur fyrir að hafa stofnað Napster og síðar Spotify. theAudience sérhæfir sig í að markaðssetja opinbert fólk og fyrirtæki á samfélagsmiðlum og í dag sér fyrirtækið um markaðssetningu fyrir um það bil sex þúsund listamenn og ná til rúmlega milljarðs notenda veraldarvefsins mánaðarlega. Luckett hefur persónulega unnið fyrir manneskjur á borð við Barack Obama, Charlize Theron og Ian Somerhalder en þrátt fyrir að hafa grætt dágóða summu í gegnum fyrirtækið þá sýnir Luckett ekkert nema hógværð og við fyrstu sýn er ekki að sjá að hettupeysuklæddi maðurinn sé efnaður. „Ég kom hingað fyrst árið 2011 að vinna með Björk fyrir Biophilia-verkefnið,‘‘ segir Luckett en síðan þá hefur hann komið hingað sjö sinnum í viðbót. „Eftir það þá urðum við svo góðir vinir að alltaf þegar ég kem hingað þá reynir hún að haga ferðalögum sínum þannig að við getum hist.‘‘Það var mikið fjör í fertugsafmæli Olivers í Gamla Bíó.Á stærsta safn íslenskra listaverka í Bandaríkjunum Athafnamaðurinn er mikill aðdáandi Íslands og hefur sankað að sér rúmlega 80 listaverkum eftir íslenska listamenn. „Björk heldur að ég eigi stærsta safn íslenskra listaverka í Bandaríkjunum,‘‘ segir hann og hlær en meðal listamanna sem Luckett hefur mætur á eru til dæmis Gabríela Friðriksdóttir, Daníel Magnússon og tónlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson. „Einar tók mig í þriggja daga ferðalag þar sem ég held að ég hafi kynnst öllum listamönnunum hérna.‘‘Hélt risastórt partí í Gamla Bíó Luckett er staddur á Íslandi nú til þess að halda upp á fertugsafmæli sitt en veislan fór fram í Gamla bíói síðastliðið laugardagskvöld. „Þetta kvöld var ógleymanlegt. Mér finnst alltaf gaman að tengja saman listamenn og fá nýtt fólk til þess að hittast og jafnvel vinna saman,‘‘ segir Luckett en hann flytur reglulega inn listamenn til Íslands í samstarf við aðra íslenska listamenn. Hann flutti nýverið inn listamennina DevnGosha til þess að mála vegglistaverk sem hann gaf Reykjavíkurborg. „Þeir eru virkilega hæfileikaríkir listamenn sem ég er að halda uppi núna,‘‘ segir Luckett sem leggur sig fram við að gefa ungum listamönnum færi á að spreyta sig á stærri markaði, en af hverju að koma með listamenn hingað? „Þið hafið ákveðin gildi sem ég kann að meta,‘‘ segir hann. „Þið kunnið að meta manneskjur, list og menningu.‘‘Hér má sjá veggmyndina eftir DevnGosha í heild sinni.mynd/aðsend
Íslandsvinir Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira