Birgir Leifur hefur titilvörnina á heimavelli í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. júlí 2014 07:00 Birgir Leifur hefur titil að verja en hann er ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik. vísir/dANÍEL Íslandsmeistaramótið í höggleik fer fram um helgina og sér Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar um mótið í ár. Er það gert í tilefni þess að klúbburinn heldur upp á tuttugu ára afmæli sitt en hann var stofnaður 1994. Að baki er gríðarleg vinna við að gera völlinn tilbúinn eftir erfiðan vetur og eru enn nokkur sár á vellinum en leikmennirnir sem Fréttablaðið ræddi við í gær voru spenntir fyrir mótinu. „Þetta er alltaf stærsta vikan á árinu hjá okkur kylfingunum. Það er búið að vinna gríðarlega mikla undirbúningsvinnu hjá klúbbnum og þetta verður bara hrikalega gaman. Það er alltaf gaman að taka þátt í Íslandsmótinu og umgjörðin í kringum þetta er orðin mun meiri og betri,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik.Aukin samkeppni Birgir Leifur hefur lengi vel verið á meðal okkar bestu kylfinga en hann fagnar aukinni samkeppni. „Þetta er orðinn stór og breiður hópur sem er að berjast um titilinn. Allir þessi ungu eru farnir að banka á dyrnar og eru hungraðir. Þessi völlur verðlaunar þá sem slá vel og það verður mikilvægt um helgina. Það getur hver sem er sigrað og ég á von á jöfnu móti,“ segir Birgir Leifur en eftirminnilegt er einvígi hans og Haralds Magnúsar Franklíns á Korpúlfsstöðum á síðasta ári. „Það er örugglega eitt skemmtilegasta Íslandsmót sem ég hef tekið þátt í. Fyrsti titillinn sem ég hlaut í Vestmannaeyjum var auðvitað kærkominn en að leika fyrir framan í kringum 2.000 aðdáendur var einstök upplifun.“Birgir er á heimavelli Birgir Leifur hefur unnið mótið fimm sinnum og getur með sigri jafnað Úlfar Jónsson og Björgvin Þorsteinsson í fjölda Íslandsmeistaratitla í höggleik. Fær hann tækifæri á því að jafna þá á heimavelli en Birgir Leifur hefur verið meðlimur GKG frá árinu 2003. „Ég þarf að hitta á góðan dag og einbeita mér að sjálfum mér. Ef ég næ því og næ að spila minn leik hef ég fulla trú á því að ég verði í baráttunni. Ég hafði ekkert pælt í þessu að ég gæti náð þessum metum fyrir nokkrum árum en þegar maður nálgast þetta er þetta að sjálfsögðu eitthvað sem maður horfir á,“ sagði Birgir sem var ánægður með framlag vallarstarfsmanna GKG. „Að mínu mati hafa vallarstarfsmennirnir unnið kraftaverk á flötunum. Miðað við þær aðstæður sem þeir hafa þurft að vinna við er völlurinn í flottu ástandi.“Sunna með Íslandsmeistabikarinn í fyrra.vísir/daníelEkkert forskot Sunna Víðisdóttir sýndi ótrúlegan karakter þegar hún varð Íslandsmeistari í fyrra. Sunna lék illa á fyrsta degi en vann sig aftur inn í mótið og komst í þriggja manna umspil. Sunna vann síðan þriggja holu umspilið eftir mikla spennu. „Það er spennandi að koma aftur á Íslandsmótið á flottum velli og þetta verður bara gaman. Ég er orðin gríðarlega spennt fyrir þessu,“ sagði Sunna sem finnur fyrir örlítilli pressu. „Ég finn fyrir pressu en þetta er nýtt mót á nýjum velli á nýju ári og ég er ekki með neitt forskot.“Krefjandi völlur Sunna var nokkuð ánægð með ástandið á vellinum en hún hefur leikið nokkra hringi síðustu daga til að kanna ástandið á vellinum. „Ég er búin að koma hérna í vikunni og hann lítur þokkalega út. Ég kom fyrst fyrir nokkrum vikum og vallarstarfsmennirnir eru búnir að bæta hann gríðarlega, þetta er eins og himinn og haf. Heilt yfir er völlurinn krefjandi, grínin eru lítil og innáhöggin þurfa að vera nákvæm, ef það verður vindur breytist völlurinn mikið,“ sagði Sunna sem vonast til þess að reynsla hennar frá því í fyrra geti hjálpað henni. „Þetta er fjögurra daga mót og hlutirnir eru ekki búnir fyrr en á síðustu holu. Ég lærði af því í fyrra að maður á aldrei að hætta að berjast og ég get ekki beðið eftir að byrja mótið,“ sagði Sunna. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslandsmeistaramótið í höggleik fer fram um helgina og sér Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar um mótið í ár. Er það gert í tilefni þess að klúbburinn heldur upp á tuttugu ára afmæli sitt en hann var stofnaður 1994. Að baki er gríðarleg vinna við að gera völlinn tilbúinn eftir erfiðan vetur og eru enn nokkur sár á vellinum en leikmennirnir sem Fréttablaðið ræddi við í gær voru spenntir fyrir mótinu. „Þetta er alltaf stærsta vikan á árinu hjá okkur kylfingunum. Það er búið að vinna gríðarlega mikla undirbúningsvinnu hjá klúbbnum og þetta verður bara hrikalega gaman. Það er alltaf gaman að taka þátt í Íslandsmótinu og umgjörðin í kringum þetta er orðin mun meiri og betri,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik.Aukin samkeppni Birgir Leifur hefur lengi vel verið á meðal okkar bestu kylfinga en hann fagnar aukinni samkeppni. „Þetta er orðinn stór og breiður hópur sem er að berjast um titilinn. Allir þessi ungu eru farnir að banka á dyrnar og eru hungraðir. Þessi völlur verðlaunar þá sem slá vel og það verður mikilvægt um helgina. Það getur hver sem er sigrað og ég á von á jöfnu móti,“ segir Birgir Leifur en eftirminnilegt er einvígi hans og Haralds Magnúsar Franklíns á Korpúlfsstöðum á síðasta ári. „Það er örugglega eitt skemmtilegasta Íslandsmót sem ég hef tekið þátt í. Fyrsti titillinn sem ég hlaut í Vestmannaeyjum var auðvitað kærkominn en að leika fyrir framan í kringum 2.000 aðdáendur var einstök upplifun.“Birgir er á heimavelli Birgir Leifur hefur unnið mótið fimm sinnum og getur með sigri jafnað Úlfar Jónsson og Björgvin Þorsteinsson í fjölda Íslandsmeistaratitla í höggleik. Fær hann tækifæri á því að jafna þá á heimavelli en Birgir Leifur hefur verið meðlimur GKG frá árinu 2003. „Ég þarf að hitta á góðan dag og einbeita mér að sjálfum mér. Ef ég næ því og næ að spila minn leik hef ég fulla trú á því að ég verði í baráttunni. Ég hafði ekkert pælt í þessu að ég gæti náð þessum metum fyrir nokkrum árum en þegar maður nálgast þetta er þetta að sjálfsögðu eitthvað sem maður horfir á,“ sagði Birgir sem var ánægður með framlag vallarstarfsmanna GKG. „Að mínu mati hafa vallarstarfsmennirnir unnið kraftaverk á flötunum. Miðað við þær aðstæður sem þeir hafa þurft að vinna við er völlurinn í flottu ástandi.“Sunna með Íslandsmeistabikarinn í fyrra.vísir/daníelEkkert forskot Sunna Víðisdóttir sýndi ótrúlegan karakter þegar hún varð Íslandsmeistari í fyrra. Sunna lék illa á fyrsta degi en vann sig aftur inn í mótið og komst í þriggja manna umspil. Sunna vann síðan þriggja holu umspilið eftir mikla spennu. „Það er spennandi að koma aftur á Íslandsmótið á flottum velli og þetta verður bara gaman. Ég er orðin gríðarlega spennt fyrir þessu,“ sagði Sunna sem finnur fyrir örlítilli pressu. „Ég finn fyrir pressu en þetta er nýtt mót á nýjum velli á nýju ári og ég er ekki með neitt forskot.“Krefjandi völlur Sunna var nokkuð ánægð með ástandið á vellinum en hún hefur leikið nokkra hringi síðustu daga til að kanna ástandið á vellinum. „Ég er búin að koma hérna í vikunni og hann lítur þokkalega út. Ég kom fyrst fyrir nokkrum vikum og vallarstarfsmennirnir eru búnir að bæta hann gríðarlega, þetta er eins og himinn og haf. Heilt yfir er völlurinn krefjandi, grínin eru lítil og innáhöggin þurfa að vera nákvæm, ef það verður vindur breytist völlurinn mikið,“ sagði Sunna sem vonast til þess að reynsla hennar frá því í fyrra geti hjálpað henni. „Þetta er fjögurra daga mót og hlutirnir eru ekki búnir fyrr en á síðustu holu. Ég lærði af því í fyrra að maður á aldrei að hætta að berjast og ég get ekki beðið eftir að byrja mótið,“ sagði Sunna.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira