Íslendingar hugsi yfir hryðjuverkaógn Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. júlí 2014 11:00 Gunnar Pálsson Nokkuð hefur verið um það að Íslendingar hafi hringt í íslenska sendiráðið í Noregi undanfarna daga til þess að spyrja hvort óhætt sé að ferðast þangað til lands. Yfirvöld í Noregi skýrðu frá því á fimmtudag að hætta væri á hryðjuverkum á næstu dögum þar. „Það er afskaplega mikilvægt að fólk sem ætlar að koma hérna sé meðvitað um þetta og kynni sér það sem norsk stjórnvöld hafa sagt. Við verðum hins vegar að láta fólkinu það eftir að draga ályktanir líkt og við gerum sjálf,“ segir Gunnar Pálsson sendiherra. Hann bætir því við að ekki sé á þessari stundu talin nein ástæða til að gefa út viðvaranir til Íslendinga sem ætla að ferðast til Noregs. Gunnar var sjálfur að koma frá Íran á fimmtudagsmorgun, um það leyti sem norsk stjórnvöld upplýstu um hryðjuverkaógnina í fjölmiðlum. Hann segist ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt á Gardermoen-flugvelli. Gunnar segir mjög skiljanlegt að Norðmenn bregðist ákveðið við hryðjuverkaógn, því einungis þrjú ár séu liðin frá því að Breivik framdi ódæðin í Ósló og Útey. Norðmenn séu enn í sárum eftir það. „Þá voru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að hafa ekki séð fyrir eða brugðist nógu skjótt við. Ég held að þeir vilji ekki þurfa að sæta slíkum ákúrum aftur og ætla þess vegna að vera fyrri á ferðinni og gera almenningi grein fyrir þeim vísbendingum sem þau hafa fengið,“ segir Gunnar. Gunnar segir að hafa verði í huga að margir Óslóarbúa séu núna í sumarleyfi utan Óslóar. Margir þeirra séu í sumarhúsum sínum. Göturnar séu því frekar tómlegar. „En því er ekki að leyna að fólk hérna er óttaslegið og vill hafa allan vara á,“ segir hann. Lífið gangi samt sem áður sinn vanagang þótt fólk ætli sér að fara varlega næstu daga. Gunnar segir að ýmsir velti vöngum yfir því hvort hugsanlegir hryðjuverkahópar kunni að láta til skarar skríða á mánudaginn þegar föstuhátíð múslima, Ramadan, lýkur. Þá bendir Gunnar á að viðvaranir stjórnvalda komi ekki alveg á óvart. „Öryggisþjónustan hér og varnarmálaráðuneytið hafa litið svo á, allavega undanfarin tvö ár, að hættan af völdum öfgasinnaðra samtaka múslima væri skæðasta ógnin,“ segir Gunnar. Þeir hljóti að hafa eitthvað fyrir sér í því þótt rétt sé að taka fram að ekki séu allir múslimar öfgasinnaðir. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Nokkuð hefur verið um það að Íslendingar hafi hringt í íslenska sendiráðið í Noregi undanfarna daga til þess að spyrja hvort óhætt sé að ferðast þangað til lands. Yfirvöld í Noregi skýrðu frá því á fimmtudag að hætta væri á hryðjuverkum á næstu dögum þar. „Það er afskaplega mikilvægt að fólk sem ætlar að koma hérna sé meðvitað um þetta og kynni sér það sem norsk stjórnvöld hafa sagt. Við verðum hins vegar að láta fólkinu það eftir að draga ályktanir líkt og við gerum sjálf,“ segir Gunnar Pálsson sendiherra. Hann bætir því við að ekki sé á þessari stundu talin nein ástæða til að gefa út viðvaranir til Íslendinga sem ætla að ferðast til Noregs. Gunnar var sjálfur að koma frá Íran á fimmtudagsmorgun, um það leyti sem norsk stjórnvöld upplýstu um hryðjuverkaógnina í fjölmiðlum. Hann segist ekki hafa orðið var við neitt óeðlilegt á Gardermoen-flugvelli. Gunnar segir mjög skiljanlegt að Norðmenn bregðist ákveðið við hryðjuverkaógn, því einungis þrjú ár séu liðin frá því að Breivik framdi ódæðin í Ósló og Útey. Norðmenn séu enn í sárum eftir það. „Þá voru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að hafa ekki séð fyrir eða brugðist nógu skjótt við. Ég held að þeir vilji ekki þurfa að sæta slíkum ákúrum aftur og ætla þess vegna að vera fyrri á ferðinni og gera almenningi grein fyrir þeim vísbendingum sem þau hafa fengið,“ segir Gunnar. Gunnar segir að hafa verði í huga að margir Óslóarbúa séu núna í sumarleyfi utan Óslóar. Margir þeirra séu í sumarhúsum sínum. Göturnar séu því frekar tómlegar. „En því er ekki að leyna að fólk hérna er óttaslegið og vill hafa allan vara á,“ segir hann. Lífið gangi samt sem áður sinn vanagang þótt fólk ætli sér að fara varlega næstu daga. Gunnar segir að ýmsir velti vöngum yfir því hvort hugsanlegir hryðjuverkahópar kunni að láta til skarar skríða á mánudaginn þegar föstuhátíð múslima, Ramadan, lýkur. Þá bendir Gunnar á að viðvaranir stjórnvalda komi ekki alveg á óvart. „Öryggisþjónustan hér og varnarmálaráðuneytið hafa litið svo á, allavega undanfarin tvö ár, að hættan af völdum öfgasinnaðra samtaka múslima væri skæðasta ógnin,“ segir Gunnar. Þeir hljóti að hafa eitthvað fyrir sér í því þótt rétt sé að taka fram að ekki séu allir múslimar öfgasinnaðir.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira