Við erum allar mjög spenntar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2014 09:00 Guðmunda Brynja Óladóttir er fyrirliði Selfoss vísir/valli Kvennalið Selfoss braut blað í sögu félagsins á fimmtudagskvöldið þegar það tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins eftir sigur á Fylki, en Selfoss hefur aldrei áður átt lið í úrslitaleik bikarkeppninnar í knattspyrnu, hvorki kvenna- né karlalið. Sigurinn var þó allt annað en auðsóttur. Blake Ashley Stockton kom Selfossi tvisvar yfir í venjulegum leiktíma, en Carys Hawkins og Anna Björg Björnsdóttir jöfnuðu fyrir Fylki. * Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Alexa Gaul reyndist hetja Sunnlendinga. Bandaríski markvörðurinn varði öll þrjú víti Fylkiskvenna og skoraði svo sjálf úr síðasta víti Selfyssinga. Celeste Boureille og fyrirliðinn Guðmunda Brynja Óladóttir skoruðu einnig úr sínum spyrnum, en sú síðarnefnda var að vonum hæstánægð þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta var ótrúlega sætt og ótrúlega skemmtilegur leikur að spila,“ segir Guðmunda sem fannst Selfyssingar vera með undirtökin stóran hluta leiksins. „Mér fannst við vera betri aðilinn fyrsta hálftímann í báðum hálfleikjum, en svo duttum við niður og þær refsuðu okkur. Þetta var baráttuleikur tveggja liða sem vildu svo sannarlega komast í úrslitaleikinn. „En Alexa er frábær í vítum og það var meiri ró yfir okkur en Fylkisliðinu í vítaspyrnukeppninni,“ bætir Guðmunda við, en hún hefur verið lengi að þrátt fyrir ungan aldur. Guðmunda hefur skorað 25 mörk í 45 leikjum fyrir Selfoss í efstu deild og eitt mark í þremur A-landsleikjum fyrir Íslands hönd. Þá hefur hún leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Guðmunda segir sigurinn á fimmtudaginn stærstu stundina á ferlinum til þessa: „Já, ég held það. Þetta toppaði það þegar við fórum upp um deild fyrir þremur árum. Við erum allar mjög spenntar. Þetta er náttúrulega fyrsti bikarúrslitaleikurinn hjá flestum okkar og verður ótrúlega spennandi,“ segir Guðmunda og bar lof á Dagnýju Brynjarsdóttur og Thelmu Björk Einarsdóttur sem komu til Selfoss fyrir tímabilið og segir þær eiga stóran þátt í góðu gengi liðsins á tímabilinu. Selfoss situr sem stendur í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 19 stig eftir tíu leiki. Guðmunda segir árangurinn í deildinni í samræmi við væntingar: „Við erum bara á pari. Við ætluðum að gera betur en í fyrra þegar við lentum í 6. sæti. Markmiðið var að vera fyrir ofan það og vera við toppinn,“ segir Guðmunda að lokum, en hún og stöllur hennar mæta Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli 30. ágúst. Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
Kvennalið Selfoss braut blað í sögu félagsins á fimmtudagskvöldið þegar það tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins eftir sigur á Fylki, en Selfoss hefur aldrei áður átt lið í úrslitaleik bikarkeppninnar í knattspyrnu, hvorki kvenna- né karlalið. Sigurinn var þó allt annað en auðsóttur. Blake Ashley Stockton kom Selfossi tvisvar yfir í venjulegum leiktíma, en Carys Hawkins og Anna Björg Björnsdóttir jöfnuðu fyrir Fylki. * Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Alexa Gaul reyndist hetja Sunnlendinga. Bandaríski markvörðurinn varði öll þrjú víti Fylkiskvenna og skoraði svo sjálf úr síðasta víti Selfyssinga. Celeste Boureille og fyrirliðinn Guðmunda Brynja Óladóttir skoruðu einnig úr sínum spyrnum, en sú síðarnefnda var að vonum hæstánægð þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta var ótrúlega sætt og ótrúlega skemmtilegur leikur að spila,“ segir Guðmunda sem fannst Selfyssingar vera með undirtökin stóran hluta leiksins. „Mér fannst við vera betri aðilinn fyrsta hálftímann í báðum hálfleikjum, en svo duttum við niður og þær refsuðu okkur. Þetta var baráttuleikur tveggja liða sem vildu svo sannarlega komast í úrslitaleikinn. „En Alexa er frábær í vítum og það var meiri ró yfir okkur en Fylkisliðinu í vítaspyrnukeppninni,“ bætir Guðmunda við, en hún hefur verið lengi að þrátt fyrir ungan aldur. Guðmunda hefur skorað 25 mörk í 45 leikjum fyrir Selfoss í efstu deild og eitt mark í þremur A-landsleikjum fyrir Íslands hönd. Þá hefur hún leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Guðmunda segir sigurinn á fimmtudaginn stærstu stundina á ferlinum til þessa: „Já, ég held það. Þetta toppaði það þegar við fórum upp um deild fyrir þremur árum. Við erum allar mjög spenntar. Þetta er náttúrulega fyrsti bikarúrslitaleikurinn hjá flestum okkar og verður ótrúlega spennandi,“ segir Guðmunda og bar lof á Dagnýju Brynjarsdóttur og Thelmu Björk Einarsdóttur sem komu til Selfoss fyrir tímabilið og segir þær eiga stóran þátt í góðu gengi liðsins á tímabilinu. Selfoss situr sem stendur í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 19 stig eftir tíu leiki. Guðmunda segir árangurinn í deildinni í samræmi við væntingar: „Við erum bara á pari. Við ætluðum að gera betur en í fyrra þegar við lentum í 6. sæti. Markmiðið var að vera fyrir ofan það og vera við toppinn,“ segir Guðmunda að lokum, en hún og stöllur hennar mæta Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli 30. ágúst.
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira