Konur og kviðverkir þeirra Teitur Guðmundsson skrifar 29. júlí 2014 07:00 Það er áhugavert að hugsa til þess að ein algengasta kvörtun þeirra sem leita til læknis er vegna óþæginda eða verkja í kviðarholi. Það virðist sem slíkir verkir séu líklegri meðal kvenna en karla og helgast það að hluta til vegna líffræðilegra ástæðna. Þegar við horfum til almennra sjúkdóma þá er líka ákveðinn munur milli kynja á tíðni þeirra. Flestar konur þekkja kviðverki af einum eða öðrum toga, oftast er um að ræða meinlaus óþægindi sem ganga yfir á stuttum tíma og geta til dæmis tengst tíðum eða egglosi og innri kvenlíffærum. Þá er einnig vel þekkt sú staðreynd að verkir geta fylgt ýmsum kvillum tengdum meltingarfærum en undir þá skilgreiningu falla magi, smáþarmar og ristill, auk gallblöðru og briskirtils. Þegar maður skoðar alla þá möguleika sem liggja til grundvallar kviðverkjum telja þeir í nokkrum tugum að minnsta kosti. Sumir eru algengari en aðrir og í einstaka tilfellum er um að ræða svokallaða sebrahesta sem maður sér kannski bara einu sinni á lífsleiðinni sem læknir. Ég man eftir því í námi að hafa fengið að skoða sjúkling sem var með óhefðbundna líffærafræði. Til að útskýra það stuttlega þá gerist það á fósturstigi að líffærin raða sér niður eða „snúa“ sér. Á endanum liggja líffæri okkar, bæði karla og kvenna, því á „réttum“ stað. Gerist þetta ekki er viðkomandi sjúklingur verulega frábrugðinn hinum hefðbundna sem getur gert greininguna erfiða. Þetta er vissulega mjög sjaldgæft, en í slíkum tilvikum getur botnlanginn verið vinstra megin svo dæmi sé tekið, lifrin getur verið vinstra megin, hjartað hægra megin og svo framvegis. Það er ágætt að hafa það í huga ef viðkomandi sjúklingur reynist ráðgáta eða einkennin ríma ekki.Skipulögð nálgun Það er þó svo að það sem er algengt er algengt og skipulögð nálgun á sögu og einkenni sjúklings á að færa mann nær greiningu og þá líka meðferð. Læknar skipta kviðarholinu í fjóra hluta, hægri, vinstri og efri, neðri. Skiptingin er við naflann og miðlínu sem gerir manni auðveldara fyrir að átta sig á hvaða líffæri er um að ræða. Mikilvægt er að átta sig vel á því hvort um skyndilega verki er að ræða sem viðkomandi þekkir ekki, eða endurtekin óþægindi, en líka að gera sér grein fyrir því að sumir verkir leiða í kviðinn án þess að eiga uppruna sinn þar, dæmi um slíkt er hjartverkur og lungnabólga. Ein algengasta orsök kviðverkja hjá konum á öllum aldri er blöðrubólga eða sýking í þvagvegum sem oftast fer ekki fram hjá viðkomandi vegna sviða og óþæginda. Sýkingar hvers konar eins og upp- og niðurgangspestir og ýmis óværa eru auðvitað líka algeng vandamál og ber alla jafna brátt að. Þeim fylgir stundum hiti og almennur slappleiki og í mörgum tilvikum eru fleiri veikir í nánasta umhverfi einstaklingsins. Ekki má gleyma hægðatregðunni sem getur skapað mikla verki. Þá líka vandamál tengd gallblöðru líkt og gallsteinar, maga- og ristilbólgur en einnig botnlangabólgan gamla góða. Sértæk vandamál kvenna líkt og sýkingar í innri kvenlíffærum, legslímuflakk, blöðrur á eggjastokkum og jafnvel uppásnúningur á eggjaleiðara og utanlegsfóstur geta verið mjög sársaukafull ástæða kviðverkja. Ekki má gleyma kynsjúkdómum líkt og ógreindri og ómeðhöndlaðri klamydíu sem getur valdið verkjum sem geta verið alls ótengdir kynfærum.Vanlíðan og streita Eins og fram kemur að ofan eru vissulega margar ástæður mögulegar, en þær geta verið enn fleiri sem valda kviðverkjum, sumar greiningar eru klínískar og koma fram við skoðun eingöngu, aðrar þarf rannsóknir til aðstoðar við. Hjá sumum finnst engin greinileg ástæða og eru margar konur sem hafa ítrekað leitað læknis eða annarra fagaðila til að fá hjálp við sínum verkjum en án árangurs. Þessu fylgir oftsinnis vanlíðan og streita. Það er búið að gera ótal rannsóknir og jafnvel margar aðgerðir eða speglanir sem ekki hafa leitt til niðurstöðu og lækningar. Samskipti læknis og sjúklings verða erfiðari og greiningar eins og þunglyndi og kvíðaröskun með tilheyrandi lyfjanotkun koma upp á yfirborðið og traust milli aðila getur rýrnað. Þó verður að geta þess að andlegir sjúkdómar geta mjög vel valdið líkamlegum verkjum, en fyrst þarf að útiloka líkamlegar ástæður. Konur sem hafa reglubundna kviðverki sem ekki hefur fengist skýring á ættu að skoðast sérstaklega. Þá er mikilvægt að greina á milli tengingar við áreynslu, að lyfta, hósta eða hlæja, við hægðalosun og jafnvel við kynmök. Ekki má gefast upp að leita og nauðsynlegt getur verið að fá fleiri álit, því það er í sjálfu sér ekki eðlilegt að hafa kviðverki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Það er áhugavert að hugsa til þess að ein algengasta kvörtun þeirra sem leita til læknis er vegna óþæginda eða verkja í kviðarholi. Það virðist sem slíkir verkir séu líklegri meðal kvenna en karla og helgast það að hluta til vegna líffræðilegra ástæðna. Þegar við horfum til almennra sjúkdóma þá er líka ákveðinn munur milli kynja á tíðni þeirra. Flestar konur þekkja kviðverki af einum eða öðrum toga, oftast er um að ræða meinlaus óþægindi sem ganga yfir á stuttum tíma og geta til dæmis tengst tíðum eða egglosi og innri kvenlíffærum. Þá er einnig vel þekkt sú staðreynd að verkir geta fylgt ýmsum kvillum tengdum meltingarfærum en undir þá skilgreiningu falla magi, smáþarmar og ristill, auk gallblöðru og briskirtils. Þegar maður skoðar alla þá möguleika sem liggja til grundvallar kviðverkjum telja þeir í nokkrum tugum að minnsta kosti. Sumir eru algengari en aðrir og í einstaka tilfellum er um að ræða svokallaða sebrahesta sem maður sér kannski bara einu sinni á lífsleiðinni sem læknir. Ég man eftir því í námi að hafa fengið að skoða sjúkling sem var með óhefðbundna líffærafræði. Til að útskýra það stuttlega þá gerist það á fósturstigi að líffærin raða sér niður eða „snúa“ sér. Á endanum liggja líffæri okkar, bæði karla og kvenna, því á „réttum“ stað. Gerist þetta ekki er viðkomandi sjúklingur verulega frábrugðinn hinum hefðbundna sem getur gert greininguna erfiða. Þetta er vissulega mjög sjaldgæft, en í slíkum tilvikum getur botnlanginn verið vinstra megin svo dæmi sé tekið, lifrin getur verið vinstra megin, hjartað hægra megin og svo framvegis. Það er ágætt að hafa það í huga ef viðkomandi sjúklingur reynist ráðgáta eða einkennin ríma ekki.Skipulögð nálgun Það er þó svo að það sem er algengt er algengt og skipulögð nálgun á sögu og einkenni sjúklings á að færa mann nær greiningu og þá líka meðferð. Læknar skipta kviðarholinu í fjóra hluta, hægri, vinstri og efri, neðri. Skiptingin er við naflann og miðlínu sem gerir manni auðveldara fyrir að átta sig á hvaða líffæri er um að ræða. Mikilvægt er að átta sig vel á því hvort um skyndilega verki er að ræða sem viðkomandi þekkir ekki, eða endurtekin óþægindi, en líka að gera sér grein fyrir því að sumir verkir leiða í kviðinn án þess að eiga uppruna sinn þar, dæmi um slíkt er hjartverkur og lungnabólga. Ein algengasta orsök kviðverkja hjá konum á öllum aldri er blöðrubólga eða sýking í þvagvegum sem oftast fer ekki fram hjá viðkomandi vegna sviða og óþæginda. Sýkingar hvers konar eins og upp- og niðurgangspestir og ýmis óværa eru auðvitað líka algeng vandamál og ber alla jafna brátt að. Þeim fylgir stundum hiti og almennur slappleiki og í mörgum tilvikum eru fleiri veikir í nánasta umhverfi einstaklingsins. Ekki má gleyma hægðatregðunni sem getur skapað mikla verki. Þá líka vandamál tengd gallblöðru líkt og gallsteinar, maga- og ristilbólgur en einnig botnlangabólgan gamla góða. Sértæk vandamál kvenna líkt og sýkingar í innri kvenlíffærum, legslímuflakk, blöðrur á eggjastokkum og jafnvel uppásnúningur á eggjaleiðara og utanlegsfóstur geta verið mjög sársaukafull ástæða kviðverkja. Ekki má gleyma kynsjúkdómum líkt og ógreindri og ómeðhöndlaðri klamydíu sem getur valdið verkjum sem geta verið alls ótengdir kynfærum.Vanlíðan og streita Eins og fram kemur að ofan eru vissulega margar ástæður mögulegar, en þær geta verið enn fleiri sem valda kviðverkjum, sumar greiningar eru klínískar og koma fram við skoðun eingöngu, aðrar þarf rannsóknir til aðstoðar við. Hjá sumum finnst engin greinileg ástæða og eru margar konur sem hafa ítrekað leitað læknis eða annarra fagaðila til að fá hjálp við sínum verkjum en án árangurs. Þessu fylgir oftsinnis vanlíðan og streita. Það er búið að gera ótal rannsóknir og jafnvel margar aðgerðir eða speglanir sem ekki hafa leitt til niðurstöðu og lækningar. Samskipti læknis og sjúklings verða erfiðari og greiningar eins og þunglyndi og kvíðaröskun með tilheyrandi lyfjanotkun koma upp á yfirborðið og traust milli aðila getur rýrnað. Þó verður að geta þess að andlegir sjúkdómar geta mjög vel valdið líkamlegum verkjum, en fyrst þarf að útiloka líkamlegar ástæður. Konur sem hafa reglubundna kviðverki sem ekki hefur fengist skýring á ættu að skoðast sérstaklega. Þá er mikilvægt að greina á milli tengingar við áreynslu, að lyfta, hósta eða hlæja, við hægðalosun og jafnvel við kynmök. Ekki má gefast upp að leita og nauðsynlegt getur verið að fá fleiri álit, því það er í sjálfu sér ekki eðlilegt að hafa kviðverki.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun