Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins Tómas Þór Þórðarsson skrifar 31. júlí 2014 06:00 Matt Garner stendur vaktina gegn Þrótti í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins. Fréttablaðið/Daníel ÍBV tekur á móti KR í seinni undanúrslitaleik Borgunarbikars karla í knattspyrnu í kvöld á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þetta er í fjórða skiptið á síðustu fimm tímabilum sem KR-ingar heimsækja ÍBV í bikarnum, en Vesturbæjarliðið hefur fagnað sigri í öll þrjú skiptin. Eini maðurinn í liði ÍBV sem spilað hefur alla þrjá leikina er enski bakvörðurinn Matt Garner, en hann verður vafalítið mættur til leiks í kvöld. „KR-ingar eru ekki alveg jafnsterkir og þeir hafa verið, en eru samt með besta hópinn og bestu leikmennina að mínu mati. Við þurfum bara að mæta 100 prósent klárir í leikinn og reyna að finna veikleika á þeim. Það er auðvitað virkilega pirrandi að tapa alltaf fyrir sama liðinu í bikarnum,“ segir Garner við Fréttablaðið.Vörnin vonbrigði Varnarleikur Eyjamanna undanfarin ár hefur verið frábær og Garner hluti af mögulega sterkustu varnarlínu Pepsi-deildarinnar. Hún hefur þó ekki verið jafnöflug í ár. „Sem varnarmaður eru það vonbrigði hvernig við höfum verið að spila. Lið hafa skorað að vild gegn okkur. En þetta er að koma til og við verið að ræða saman um það hvernig við getum bætt okkur. Við megum ekki gefa KR neinn tíma með boltann í leiknum,“ segir Garner, en þrátt fyrir ólíkt gengi liðanna í sumar hefur Englendingurinn fulla trú á sínu liði. Ekki síst vegna stuðningsins sem liðið mun fá á fyrsta degi Þjóðhátíðar.Bikarinn bjargaði „Þeir eru ekki að fara að rúlla yfir okkur. Fyrir utan bikarleikinn í fyrra, þar sem við misstum mann út af frekar snemma, hafa leikirnir gegn KR verið jafnir. Það verða líka vonandi nokkur þúsund manns á vellinum að styðja okkur þar sem veislan er að byrja hérna. Vonandi getur fólkið verið okkar tólfti maður.“ Það tók ÍBV langan tíma að vinna leik í Pepsi-deildinni, en gengið í bikarnum hefur verið betra. Liðið er búið að vinna Hauka, Þrótt og Val án þess að fá á sig mark. „Þetta er búið að bjarga sumrinu hingað til. Mér fannst gengi okkar snúast endanlega þegar við unnum Val, 3-0. Þá áttuðum við okkur á að við værum ekkert svona lélegir. Svo erum við búnir að fá góðan liðsstyrk í Þórarni Inga og Andra Ólafs. Þarna koma heimamenn inn í liðið sem hefur vantað í ár,“ segir Garner, sem hefur spilað með ÍBV frá 2004 með eins árs hléi. Hann lítur á sjálfan sig sem heimamann.Lífið gott í Eyjum „Ég elska Vestmannaeyjar. Ég á íslenska konu og við vorum saman að eignast okkar þriðja barn. Ég talaði í vetur við nokkur lið þegar ég hugsað um að flytja mig til Reykjavíkur, en lífið í Eyjum er bara svo rólegt og gott. Maður er bara orðinn heimamaður,“ segir Matt Garner, varnarmaður ÍBV. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
ÍBV tekur á móti KR í seinni undanúrslitaleik Borgunarbikars karla í knattspyrnu í kvöld á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Þetta er í fjórða skiptið á síðustu fimm tímabilum sem KR-ingar heimsækja ÍBV í bikarnum, en Vesturbæjarliðið hefur fagnað sigri í öll þrjú skiptin. Eini maðurinn í liði ÍBV sem spilað hefur alla þrjá leikina er enski bakvörðurinn Matt Garner, en hann verður vafalítið mættur til leiks í kvöld. „KR-ingar eru ekki alveg jafnsterkir og þeir hafa verið, en eru samt með besta hópinn og bestu leikmennina að mínu mati. Við þurfum bara að mæta 100 prósent klárir í leikinn og reyna að finna veikleika á þeim. Það er auðvitað virkilega pirrandi að tapa alltaf fyrir sama liðinu í bikarnum,“ segir Garner við Fréttablaðið.Vörnin vonbrigði Varnarleikur Eyjamanna undanfarin ár hefur verið frábær og Garner hluti af mögulega sterkustu varnarlínu Pepsi-deildarinnar. Hún hefur þó ekki verið jafnöflug í ár. „Sem varnarmaður eru það vonbrigði hvernig við höfum verið að spila. Lið hafa skorað að vild gegn okkur. En þetta er að koma til og við verið að ræða saman um það hvernig við getum bætt okkur. Við megum ekki gefa KR neinn tíma með boltann í leiknum,“ segir Garner, en þrátt fyrir ólíkt gengi liðanna í sumar hefur Englendingurinn fulla trú á sínu liði. Ekki síst vegna stuðningsins sem liðið mun fá á fyrsta degi Þjóðhátíðar.Bikarinn bjargaði „Þeir eru ekki að fara að rúlla yfir okkur. Fyrir utan bikarleikinn í fyrra, þar sem við misstum mann út af frekar snemma, hafa leikirnir gegn KR verið jafnir. Það verða líka vonandi nokkur þúsund manns á vellinum að styðja okkur þar sem veislan er að byrja hérna. Vonandi getur fólkið verið okkar tólfti maður.“ Það tók ÍBV langan tíma að vinna leik í Pepsi-deildinni, en gengið í bikarnum hefur verið betra. Liðið er búið að vinna Hauka, Þrótt og Val án þess að fá á sig mark. „Þetta er búið að bjarga sumrinu hingað til. Mér fannst gengi okkar snúast endanlega þegar við unnum Val, 3-0. Þá áttuðum við okkur á að við værum ekkert svona lélegir. Svo erum við búnir að fá góðan liðsstyrk í Þórarni Inga og Andra Ólafs. Þarna koma heimamenn inn í liðið sem hefur vantað í ár,“ segir Garner, sem hefur spilað með ÍBV frá 2004 með eins árs hléi. Hann lítur á sjálfan sig sem heimamann.Lífið gott í Eyjum „Ég elska Vestmannaeyjar. Ég á íslenska konu og við vorum saman að eignast okkar þriðja barn. Ég talaði í vetur við nokkur lið þegar ég hugsað um að flytja mig til Reykjavíkur, en lífið í Eyjum er bara svo rólegt og gott. Maður er bara orðinn heimamaður,“ segir Matt Garner, varnarmaður ÍBV.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn